Ríkisstjórn Noregs er nú að kanna möguleika á því að veita Alþjóðagjaldeyrissjóðnum nýtt lán. Þetta segir Sigbjørn Johnsen, fjármálaráðherra Noregs, í samtali við fréttamiðilinn NTB.
Noregur veitti Alþjóðagjaldeyrissjóðnum lán upp á 30 milljarða norskar krónur, um 600 milljarða íslenskra króna, árið 2009. Fjármálaráðherrann segir að það sé mikilvægt fyrir AGS að hafa nægjanlega lánamöguleika.
Norðmenn ætla að leggja sitt af mörkum en fjármálaráðherrann vekur máls á því að norska þingið þurfi að samþykkja lánið.
Fjármálaráðherrann segir að hann sé ánægður með að leiðtogar evruríkjanna hafi náð samkomulagi í dag um hvernig eigi að takast á við skuldakreppuna.
Norðmenn vilja lána AGS 600 milljarða
