Allir helstu grínarar landsins taka þátt í degi rauða nefsins sem fram fer á morgun 9. desember en þá verður árlegur skemmti- og söfnunarþáttur sýndur á Stöð 2 fyrir UNICEF.
Meðfylgjandi má sjá myndir sem teknar voru þar sem unnið var að því að búa til skemmtiefni og auðvitað allt í sjálfboðavinnu þátttakenda.
Nokkrir landsþekktir einstaklingar léku sjálfa sig en Guðni Ágústsson var einn af þeim.
Nánari upplýsingar á www.unicef.is.
Undirbúningur fyrir dag rauða nefsins
elly@365.is skrifar
