Rokkhljómsveitin Metallica ætlar að flýta tónleikaferð sinni um Evrópu af ótta við að evrusamstarfið muni liðast i sundur. Hljómsveitin óttast að ef það myndi gerast yrði erfiðara fyrir tónleikahaldara að standa skil á greiðslum til hljómsveitarinnar. Áætlað var að tónleikaferðin yrði farin árið 2013 en Wall Street Journal segir að hljómsveitin vilji ráðast í ferðina næsta sumar.
