Chelsea stóðst pressuna og vann Valencia | Mörk kvöldsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. desember 2011 19:00 Chelsea tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar og sigur í sínum riðli með 3-0 sigri á spænska liðinu Valenicia á Brúnni í kvöld. Marseille og Zenit St Petersburg komust líka áfram í sextán liða úrslitin í kvöld. Didier Drogba var maður leiksins í kvöld en hann skoraði tvö mörk og lagði upp eitt. Chelsea-menn stóðust pressuna og unnu frábæran sigur ekki síst þökk sé Didier Drogba sem gerði út um leikinn með tveimur mörkum og einni stoðsendingu. Chelsea fékk draumabyrjun á 3. mínútu þegar Didier Drogba snéri af sér varnarmenn Valenica eftir sendingu frá Juan Manuel Mata og kom Chelsea í 1-0. Drogba átti líka þátt í öðru markinu en Ramires fékk þó mestu hjálpina frá varnarmanni Valencia sem sofnaði á verðinum og hleypti Ramires framhjá sér. Brasilíumaðurinn nýtt sér það kom Chelsea í 2-0 á 21. mínútu. Didier Drogba skoraði síðan þriðja markið á 77. mínútu eftir að hafa sloppið einn í gegn eftir sendingu frá Juan Manuel Mata. Bayer Leverkusen náði aðeins jafntefli á móti Genk og því fór Chelsea ekki bara áfram með þessum sigri heldur tryggði sér líka sigur í riðlinum. Gríska liðið Olympiakos virtist vera að tryggja sér sæti í 16 liða úrslitum með því að vinna 3-1 sigur á Arsenal en Marseille skoraði tvö mörk í lokin á móti Dortmund og tryggði sér sæti í sextán liða úrslitunum með dramatískum hætti. Arsenal var búið að tryggja sér sigurinn í riðlinum. Zenit St Petersburg tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum með því að ná markalausu jafntefli á útivelli á móti Porto. Porto sat því eftir og fer í Evrópudeildina. Varalið Barceolona vann 4-0 sigur á BATE en Barcelona var búið að vinna riðilinn og AC Milan var öruggt með annað sætið. AC Milan missti niður 2-0 forystu og gerði 2-2 jafntefli við Viktoria Plzen í Tékklandi.Úrslit kvöldsins:E-riðill:19.45 Chelsea - Valencia 3-0 1-0 Didier Drogba (3.) , 2-0 Ramires (21.), 3-0 Didier Drogba (77.)19.45 Genk - Leverkusen 1-1 1-0 Jelle Vossen (30.), 1-1 Eren Derdiyok (79.)F-riðill:19.45 Olympiakos - Arsenal 3-1 1-0 Rafik Djebbour (16.), 2-0 David Fuster (36.) 2-1 Yossi Benayoun (57.), 3-1 François Modesto (89.)19.45 Dortmund - Marseille 2-3 1-0 Kuba (23.), 2-0 Mats Hummels (32.), 2-1 Loïc Remy (45.), 2-2 André Ayew (85.), 2-3 Matthieu Valbuena (89.)G-riðill:19.45 Porto - Zenit St. Pétursborg 0-019.45 Apoel Nicosia - Shakhtar Donetsk 0-2 0-1 Luiz Adriano (62.), 0-2 Evgen Seleznev (78.)H-riðill:19.45 Barcelona - BATE Borisov 4-0 1-0 Sergi Roberto (35.), 2-0 Martín Montoya (60.), 3-0 Pedro Rodriguez (63.), 4-0 Pedro Rodriguez (88.)19.45 Viktoria Plzen - AC Milan 2-2 0-1 Alexandre Pato (47.), 0-2 Robinho (49.), 1-2 David Bystron (88.), 2-2 Michal Duris (90.+2). Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Sjá meira
Chelsea tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar og sigur í sínum riðli með 3-0 sigri á spænska liðinu Valenicia á Brúnni í kvöld. Marseille og Zenit St Petersburg komust líka áfram í sextán liða úrslitin í kvöld. Didier Drogba var maður leiksins í kvöld en hann skoraði tvö mörk og lagði upp eitt. Chelsea-menn stóðust pressuna og unnu frábæran sigur ekki síst þökk sé Didier Drogba sem gerði út um leikinn með tveimur mörkum og einni stoðsendingu. Chelsea fékk draumabyrjun á 3. mínútu þegar Didier Drogba snéri af sér varnarmenn Valenica eftir sendingu frá Juan Manuel Mata og kom Chelsea í 1-0. Drogba átti líka þátt í öðru markinu en Ramires fékk þó mestu hjálpina frá varnarmanni Valencia sem sofnaði á verðinum og hleypti Ramires framhjá sér. Brasilíumaðurinn nýtt sér það kom Chelsea í 2-0 á 21. mínútu. Didier Drogba skoraði síðan þriðja markið á 77. mínútu eftir að hafa sloppið einn í gegn eftir sendingu frá Juan Manuel Mata. Bayer Leverkusen náði aðeins jafntefli á móti Genk og því fór Chelsea ekki bara áfram með þessum sigri heldur tryggði sér líka sigur í riðlinum. Gríska liðið Olympiakos virtist vera að tryggja sér sæti í 16 liða úrslitum með því að vinna 3-1 sigur á Arsenal en Marseille skoraði tvö mörk í lokin á móti Dortmund og tryggði sér sæti í sextán liða úrslitunum með dramatískum hætti. Arsenal var búið að tryggja sér sigurinn í riðlinum. Zenit St Petersburg tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum með því að ná markalausu jafntefli á útivelli á móti Porto. Porto sat því eftir og fer í Evrópudeildina. Varalið Barceolona vann 4-0 sigur á BATE en Barcelona var búið að vinna riðilinn og AC Milan var öruggt með annað sætið. AC Milan missti niður 2-0 forystu og gerði 2-2 jafntefli við Viktoria Plzen í Tékklandi.Úrslit kvöldsins:E-riðill:19.45 Chelsea - Valencia 3-0 1-0 Didier Drogba (3.) , 2-0 Ramires (21.), 3-0 Didier Drogba (77.)19.45 Genk - Leverkusen 1-1 1-0 Jelle Vossen (30.), 1-1 Eren Derdiyok (79.)F-riðill:19.45 Olympiakos - Arsenal 3-1 1-0 Rafik Djebbour (16.), 2-0 David Fuster (36.) 2-1 Yossi Benayoun (57.), 3-1 François Modesto (89.)19.45 Dortmund - Marseille 2-3 1-0 Kuba (23.), 2-0 Mats Hummels (32.), 2-1 Loïc Remy (45.), 2-2 André Ayew (85.), 2-3 Matthieu Valbuena (89.)G-riðill:19.45 Porto - Zenit St. Pétursborg 0-019.45 Apoel Nicosia - Shakhtar Donetsk 0-2 0-1 Luiz Adriano (62.), 0-2 Evgen Seleznev (78.)H-riðill:19.45 Barcelona - BATE Borisov 4-0 1-0 Sergi Roberto (35.), 2-0 Martín Montoya (60.), 3-0 Pedro Rodriguez (63.), 4-0 Pedro Rodriguez (88.)19.45 Viktoria Plzen - AC Milan 2-2 0-1 Alexandre Pato (47.), 0-2 Robinho (49.), 1-2 David Bystron (88.), 2-2 Michal Duris (90.+2).
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Sjá meira