Hugbúnaðarrisinn Apple er nú til rannsóknar hjá Evrópusambandinu ásamt fimm útgáfufyrirtækjum, sem gefa út bækur og tímarit fyrir spjaldtölvur. Grunur leikur á verðsamráði, samkvæmt frásögn breska ríkisútvarpsins BBC.
Fyrirtækin sem um ræðir eru Hachette Livre, Penguin, Harper Collins, Simon & Schuster og Verlagsgruppe Georg von Holzbrinck. Fyrirtækin eru öll risar á markaði fyrir rafbækur
Markaður með rafbækur hefur farið ört vaxandi undanfarin misseri og er fastlega búist við því að hann muni margfaldast að stærð á næstu árum.
