S&P veldur niðursveiflu á mörkuðum og gengisfalli evrunnar 6. desember 2011 07:28 Matsfyrirtækið Standard & Poor´s (S&P) hefur sett 15 þjóðir evrusvæðisins, þar á meðal Þýskaland og Frakkland, á athugunarlista með neikvæðum horfum. Markaðir í Bandaríkjunum höfðu verið í uppsveiflu þegar tilkynning Standard & Poor´s birtist skömmu fyrir lokun þeirra í gærkvöldi. Uppsveiflan breyttist í niðursveiflu á síðustu mínútunum og hið sama var upp á teningnum á Asíumörkuðum í nótt þar sem helstu hlutabréfavísitölur lækkuðu um 1,5%. Þá lækkaði evran gagnvart dollar um hálft prósentustig. Standard & Poor´s segir að ef leiðtogar evrusvæðisins komi sér ekki saman um trúverðuga áætlun gegn skuldakreppunni á svæðinu muni lánshæfiseinkunnir allra evruþjóðanna verða lækkaðar. Í fréttum erlendra viðskiptafjölmiðla um ákvörðun Standard & Poor´s segir að í raun þýði hún að 50% líkur séu á að þessar lánshæfiseinkunnir lækki innan 90 daga. Um er að ræða allar þjóðirnar á evrusvæðinu nema Kýpur og Grikkland. Kýpur var þegar á athugunarlista matsfyrirtækisins með neikvæðum horfum og Grikkland er fyrir löngu komið í ruslflokk hjá Standard & Poor´s. Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Viðskipti innlent Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Matsfyrirtækið Standard & Poor´s (S&P) hefur sett 15 þjóðir evrusvæðisins, þar á meðal Þýskaland og Frakkland, á athugunarlista með neikvæðum horfum. Markaðir í Bandaríkjunum höfðu verið í uppsveiflu þegar tilkynning Standard & Poor´s birtist skömmu fyrir lokun þeirra í gærkvöldi. Uppsveiflan breyttist í niðursveiflu á síðustu mínútunum og hið sama var upp á teningnum á Asíumörkuðum í nótt þar sem helstu hlutabréfavísitölur lækkuðu um 1,5%. Þá lækkaði evran gagnvart dollar um hálft prósentustig. Standard & Poor´s segir að ef leiðtogar evrusvæðisins komi sér ekki saman um trúverðuga áætlun gegn skuldakreppunni á svæðinu muni lánshæfiseinkunnir allra evruþjóðanna verða lækkaðar. Í fréttum erlendra viðskiptafjölmiðla um ákvörðun Standard & Poor´s segir að í raun þýði hún að 50% líkur séu á að þessar lánshæfiseinkunnir lækki innan 90 daga. Um er að ræða allar þjóðirnar á evrusvæðinu nema Kýpur og Grikkland. Kýpur var þegar á athugunarlista matsfyrirtækisins með neikvæðum horfum og Grikkland er fyrir löngu komið í ruslflokk hjá Standard & Poor´s.
Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Viðskipti innlent Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira