Adele "skipti máli" að mati Time Magnús Halldórsson skrifar 15. desember 2011 21:00 Adele á tónleikum. Hin tuttugu og eins árs gamla breska söngkona, Adele, hefur sprungið út sem listamaður á árinu 2011 og komist strax í hóp fárra listamanna sem ná að setjast í toppsæti á sölu- og vinsældarlistum bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum. Tímartið Time setur Adele í hóp fólks sem „skipti máli" á árinu 2011. Í honum eru m.a. Mahmoud Abbas og Khaled Meshal, leiðtogar Fatah og Hamas, Yukio Amanu, framkvæmdastjóri Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar, að ógleymdri persónu ársins að mati Time, mótmælandanum.Meira en nokkur annar Adele gaf út plötuna 21 hinn 24. janúar á þessu ári og hefur velgengni hennar verið ævintýri líkust. Platan hefur selst í 13 milljónum eintaka á heimsvísu, sem er meira en nokkur önnur plata sem kom út á þessu ári. Til samanburðar má nefna að plata Lady Gaga, Born this Way, hefur selst í átta milljónum eintaka. Lagið Somone Like you, af plötunni 21, er fyrsta lagið í sögunni þar sem einungis er stuðst við píanó og söng til þess að komast í efsta sætið á bandaríska vinsældarlistanum.Efnahagsstórveldi Hún er þegar orðin að hálfgerðu efnahagsstórveldi sem listamaður þrátt fyrir ungan aldur. Sé miðað við algengt verð á plötum í erlendum verslunum hefur innkoman af sölu á 21 verið um 26 milljarðar króna á árinu, eða sem nemur um 2.000 krónum á hverja plötu. Sú upphæð dreifist síðan á útgefanda, verslanir, listamenn og aðra þá sem koma að framleiðslu plötunnar. Adele hefur sjálf sagt að hún sé feimin og eigi erfitt með að einbeita sér áður en hún stígur á svið á tónleikum. En um leið og hún byrjar að syngja, hverfur allt stress, að því er haft hefur verið eftir henni í fjölmiðlum erlendis.Hér má sjá Adele flytja Someone Like You á bresku tónlistarverðlaunum fyrr á árinu en það lag er eins og fyrr segir, eina lagið í sögunni sem flutt er einungis á píanó og með söng til þess að setjast í efsta sæti bandaríska vinsældarlistans, að því er segir í umsögn Time um Adele. Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hin tuttugu og eins árs gamla breska söngkona, Adele, hefur sprungið út sem listamaður á árinu 2011 og komist strax í hóp fárra listamanna sem ná að setjast í toppsæti á sölu- og vinsældarlistum bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum. Tímartið Time setur Adele í hóp fólks sem „skipti máli" á árinu 2011. Í honum eru m.a. Mahmoud Abbas og Khaled Meshal, leiðtogar Fatah og Hamas, Yukio Amanu, framkvæmdastjóri Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar, að ógleymdri persónu ársins að mati Time, mótmælandanum.Meira en nokkur annar Adele gaf út plötuna 21 hinn 24. janúar á þessu ári og hefur velgengni hennar verið ævintýri líkust. Platan hefur selst í 13 milljónum eintaka á heimsvísu, sem er meira en nokkur önnur plata sem kom út á þessu ári. Til samanburðar má nefna að plata Lady Gaga, Born this Way, hefur selst í átta milljónum eintaka. Lagið Somone Like you, af plötunni 21, er fyrsta lagið í sögunni þar sem einungis er stuðst við píanó og söng til þess að komast í efsta sætið á bandaríska vinsældarlistanum.Efnahagsstórveldi Hún er þegar orðin að hálfgerðu efnahagsstórveldi sem listamaður þrátt fyrir ungan aldur. Sé miðað við algengt verð á plötum í erlendum verslunum hefur innkoman af sölu á 21 verið um 26 milljarðar króna á árinu, eða sem nemur um 2.000 krónum á hverja plötu. Sú upphæð dreifist síðan á útgefanda, verslanir, listamenn og aðra þá sem koma að framleiðslu plötunnar. Adele hefur sjálf sagt að hún sé feimin og eigi erfitt með að einbeita sér áður en hún stígur á svið á tónleikum. En um leið og hún byrjar að syngja, hverfur allt stress, að því er haft hefur verið eftir henni í fjölmiðlum erlendis.Hér má sjá Adele flytja Someone Like You á bresku tónlistarverðlaunum fyrr á árinu en það lag er eins og fyrr segir, eina lagið í sögunni sem flutt er einungis á píanó og með söng til þess að setjast í efsta sæti bandaríska vinsældarlistans, að því er segir í umsögn Time um Adele.
Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira