Staða átta Formúlu 1 ökumanna óljós fyrir 2012 15. desember 2011 10:42 Fjórir fremstu ökumennirnir á þessari mynd eru með sæti á næsta ári. Jamie Alguersuari, sem er lengst til vinsttri í hópnum fyrir aftan fékk ekki samning á næsta ári með Torro Rosso, Rubens Barrichello hefur ekki verið staðfestur sem ökumaður Williams, en Pastor Maldonado verður áfram hjá liðinu. MYND: LAT PHOTOGRAHIC/ANDREW FERRARO Vegna tilkynningar Torro Rosso um nýja ökumenn liðsins í gær, þá er ljóst að aðeins fjögur ökumannssæti eru laus í Formúlu 1 á næsta ári og átta ökumenn sem kepptu á þessu tímabili hafa ekki verið staðfestir hjá neinu keppnisliði enn sem komið er. Torro Rosso ákvaðu að ráða nýliðann Jean Eric Vergne og Daniel Ricciardo í stað Jamie Alguersuari og Sebastian Buemi, þannig að þeir síðarnefndu hafa ekki sæti á næsta ári sem keppnisökumenn svo vitað sé. Force India liðið hefur ekki tilkynnt hvaða ökumenn verða hjá liðinu 2012, en Paul di Resta og Adrian Sutil óku bílum liðsins í mótum á liðnu keppnistímabili. Nico Hülkenberg var varaökumaður liðsins á þessu ári. Williams tilkynnti á dögunum að Pastor Maldonado yrði áfram hjá liðinu. Staða Rubens Barrichello hvað áframhaldandi störf hjá Williams er óljós, en Vatteli Bottas var ráðinn varaökumaður liðsins fyrir skömmu. Barrichello vill halda áfram og keppa tuttugsta árið í röð í Formúlu 1, en er ekki með samning fyrir næsta ár. Bruno Senna, sem var ökumaður Renault verður ekki áfram keppnisökunmaður liðsins, né Vitaly Petrov, sem var þó með samning fyrir næsta ár. Kimi Raikkönen og Romain Grosjean hafa verið ráðnir ökumenn Renault liðsins í þeirra stað, en liðið mun heita Lotus Renault á næsta ári. Nýliðinn Charles Pic mun aka með Virgin liðinu í stað Jerome d´ Ambrosio, Virgin mun heita Marussia á næsta ári. Viantonio Liuzzi er sagður með samning við HRT liðið á næsta ári, en hefur samt ekki verið staðfestur sem ökumaður liðsins. Pedro de la Rosa hefur verið tilkynntur sem ökumaður HRT liðsins næstu tvö árin. Að neðan má sjá lista yfir þá ökumenn sem kepptu á þessu ári, en hafa ekki verið tilkynntir formlega sem keppnisökumenn og hjá hvaða liðum þeir óku með á liðnu tímabili. Adrian Sutil, Force India Bruno Senna, Renault Jamie Alguersuari, Torro Rosso Jerome d´Ambrosio, Virgin Paul di Resta, Force India Rubens Barrichello. Williams Sebastian Buemi, Torro Rosso Vinatonio Liuzzi, HRT Formúla Íþróttir Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Fótbolti Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Körfubolti Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Handbolti Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Enski boltinn Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Vegna tilkynningar Torro Rosso um nýja ökumenn liðsins í gær, þá er ljóst að aðeins fjögur ökumannssæti eru laus í Formúlu 1 á næsta ári og átta ökumenn sem kepptu á þessu tímabili hafa ekki verið staðfestir hjá neinu keppnisliði enn sem komið er. Torro Rosso ákvaðu að ráða nýliðann Jean Eric Vergne og Daniel Ricciardo í stað Jamie Alguersuari og Sebastian Buemi, þannig að þeir síðarnefndu hafa ekki sæti á næsta ári sem keppnisökumenn svo vitað sé. Force India liðið hefur ekki tilkynnt hvaða ökumenn verða hjá liðinu 2012, en Paul di Resta og Adrian Sutil óku bílum liðsins í mótum á liðnu keppnistímabili. Nico Hülkenberg var varaökumaður liðsins á þessu ári. Williams tilkynnti á dögunum að Pastor Maldonado yrði áfram hjá liðinu. Staða Rubens Barrichello hvað áframhaldandi störf hjá Williams er óljós, en Vatteli Bottas var ráðinn varaökumaður liðsins fyrir skömmu. Barrichello vill halda áfram og keppa tuttugsta árið í röð í Formúlu 1, en er ekki með samning fyrir næsta ár. Bruno Senna, sem var ökumaður Renault verður ekki áfram keppnisökunmaður liðsins, né Vitaly Petrov, sem var þó með samning fyrir næsta ár. Kimi Raikkönen og Romain Grosjean hafa verið ráðnir ökumenn Renault liðsins í þeirra stað, en liðið mun heita Lotus Renault á næsta ári. Nýliðinn Charles Pic mun aka með Virgin liðinu í stað Jerome d´ Ambrosio, Virgin mun heita Marussia á næsta ári. Viantonio Liuzzi er sagður með samning við HRT liðið á næsta ári, en hefur samt ekki verið staðfestur sem ökumaður liðsins. Pedro de la Rosa hefur verið tilkynntur sem ökumaður HRT liðsins næstu tvö árin. Að neðan má sjá lista yfir þá ökumenn sem kepptu á þessu ári, en hafa ekki verið tilkynntir formlega sem keppnisökumenn og hjá hvaða liðum þeir óku með á liðnu tímabili. Adrian Sutil, Force India Bruno Senna, Renault Jamie Alguersuari, Torro Rosso Jerome d´Ambrosio, Virgin Paul di Resta, Force India Rubens Barrichello. Williams Sebastian Buemi, Torro Rosso Vinatonio Liuzzi, HRT
Formúla Íþróttir Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Fótbolti Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Körfubolti Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Handbolti Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Enski boltinn Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira