Óskarsverðlaunastytta sem leikstjórinn Orson Welles fékk fyrir mynd sína Citizen Kane árið 1942 verður sett á uppboð í Los Angeles síðar í þessum mánuði. Wells fékk þessa styttu fyrir besta kvikmyndahandritið þetta ár.
Í frétt um málið á BBC segir að styttan sé í góðu ásigkomulagi fyrir utan smáskemmdir á fæti hennar. Talið er að um ein milljón dollara eða um rúmlega 120 milljónir króna fáist fyrir styttuna.
Þetta voru einu Óskarsverðlaunin sem Welles hlaut á ferli sínum. Citizen Kane var þó tilnefnd til Óskarsverðlauna í þremur flokkum, það er besti leikstjórnin, besti leikarinn í aðalhlutverki og besta handritið. Margir telja að Wells hafi átti að fá þau öll.
