Þýski stórbankinn Commerzbank rambar á barmi gjaldþrots og stendur nú í samingum við þýsk stjórnvöld um frekari ríkisstyrk til að halda starfsemi sinni á floti.
Commerzbank hefur fengið ríkisaðstoð í tvígang á undanförnum tveimur árum og nemur eignarhlutur þýska ríkisins nú 25% í bankanum.
Commerzbank þarf upphæð sem svarar til rúmlega 800 milljarða króna til að bankinn uppfylli nýjar reglur um eignfjárhlutfall en þetta kom fram í nýjasta álagsprófinu á banka innan Evrópusambandsins. Það eru einkum afskriftir á grískum skuldum sem valda þessum vanda hjá Commerzbank.

