Fréttaskýring: Sköpuðu bankaáhlaup með Twitter Magnús Halldórsson skrifar 12. desember 2011 22:06 Það mynduðust biðraðir víða um Lettland um sl. helgi eftir að sá orðrómur komst á kreik að bankar í landinu, einkum sænski bankinn Swedbank, stæðu höllum fæti. Lögreglan í Lettlandi hefur nú hafið formlega rannsókn á því hvers vegna bankaáhlaup hófst á banka í landinu á dögunum, einkum sænska bankann Swedbank. Frá þessu var greint á vefsíðu Wall Street Journal í dag. Sænski blaðamaðurinn Gustav Sandstrom skrifaði um málið frá Svíðþjóð. Í greininni er fullyrt að orðrómi hafi verið komið í umræðu á samfélagsmiðlum, m.a. með Twitter, sem hafi beinlínis verið ætlað að grafa undan stöðugleika fjármálakerfis landsins. Meðal þess sem fullyrt var á samfélagsmiðlum, var að hraðbönkum hefði verið lokað víða og að lítið fé væri til hjá Swedbank, starfsemi bankans í Eistlandi hefði verið lokað og að bankinn stæði raunar á brauðfótum.Forsætisráðherrann æfur Forsætisráðherra Lettlands, Valdis Dombrovskis, sagði við fjölmiðla að orðrómurinn hefði verið „skipulögð árás" á fjármálakerfi landsins. Hann sagði að málið yrði tekið föstum tökum hjá lögreglu og var hinn reiðasti á fundi þegar málið kom til umræðu. Að því er fram kemur í grein Wall Street Journal var tekið út sjö sinnum meira fé hjá Swedbank í hraðbönkum um helgina heldur en í venjulegu árferði, um 29 milljónir dollara. Swedbank er stærsti bankinn í Lettlandi, en áhætta bankans gagnvart sparifjáreigendum og fyrirtækjum í Lettlandi nemur um þremur milljörðum dollara samkvæmt síðasta birta ársreikningi Swedbank.Lítið traust Haft er eftir Henrik Noreus, hjá sænska fjármálaeftirlitinu, í greininni að traust á bönkum í Lettlandi og Litháen sé lítið í augnablikinu. Þess vegna geti falskur orðrómur valdið gríðarlegum skaða á skömmum tíma. Lítið traust má m.a. rekja til falls bankanna Krajbanka og Snoras fyrir skemmstu. Báðir bankarnir voru með umfangsmikla starfsemi í Lettlandi og Litháen áður en þeir féllu.Mikil sænsk áhætta Sænskir bankar eiga mikið undir því að Lettland og Litháen séu með stöðugt fjármálakerfi. Löndunum hefur báðum gengið betur efnahagslega heldur en búist var við eftir haustið 2008. Ekki síst var að það að þakka ströngu aðhaldi í ríkisfjármálum. En nú eru blikur á lofti, einkum í fjármálakerfinu. Sænsku bankarnir SEB og Nordea einnig einnig mikið undir í Lettlandi og Litháen. Í grein Wall Street Journal kemur fram hjá framkvæmdastjórum samskiptasviðs Swedbank, SEB og Nordea að bankarnir vinni nú að því að greina ástandið og bæta úr því tjóni sem varð á skömmum tíma, þegar sá orðrómur komst á kreik að Swedbank væri við það að falla. Mest lesið Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Sjá meira
Lögreglan í Lettlandi hefur nú hafið formlega rannsókn á því hvers vegna bankaáhlaup hófst á banka í landinu á dögunum, einkum sænska bankann Swedbank. Frá þessu var greint á vefsíðu Wall Street Journal í dag. Sænski blaðamaðurinn Gustav Sandstrom skrifaði um málið frá Svíðþjóð. Í greininni er fullyrt að orðrómi hafi verið komið í umræðu á samfélagsmiðlum, m.a. með Twitter, sem hafi beinlínis verið ætlað að grafa undan stöðugleika fjármálakerfis landsins. Meðal þess sem fullyrt var á samfélagsmiðlum, var að hraðbönkum hefði verið lokað víða og að lítið fé væri til hjá Swedbank, starfsemi bankans í Eistlandi hefði verið lokað og að bankinn stæði raunar á brauðfótum.Forsætisráðherrann æfur Forsætisráðherra Lettlands, Valdis Dombrovskis, sagði við fjölmiðla að orðrómurinn hefði verið „skipulögð árás" á fjármálakerfi landsins. Hann sagði að málið yrði tekið föstum tökum hjá lögreglu og var hinn reiðasti á fundi þegar málið kom til umræðu. Að því er fram kemur í grein Wall Street Journal var tekið út sjö sinnum meira fé hjá Swedbank í hraðbönkum um helgina heldur en í venjulegu árferði, um 29 milljónir dollara. Swedbank er stærsti bankinn í Lettlandi, en áhætta bankans gagnvart sparifjáreigendum og fyrirtækjum í Lettlandi nemur um þremur milljörðum dollara samkvæmt síðasta birta ársreikningi Swedbank.Lítið traust Haft er eftir Henrik Noreus, hjá sænska fjármálaeftirlitinu, í greininni að traust á bönkum í Lettlandi og Litháen sé lítið í augnablikinu. Þess vegna geti falskur orðrómur valdið gríðarlegum skaða á skömmum tíma. Lítið traust má m.a. rekja til falls bankanna Krajbanka og Snoras fyrir skemmstu. Báðir bankarnir voru með umfangsmikla starfsemi í Lettlandi og Litháen áður en þeir féllu.Mikil sænsk áhætta Sænskir bankar eiga mikið undir því að Lettland og Litháen séu með stöðugt fjármálakerfi. Löndunum hefur báðum gengið betur efnahagslega heldur en búist var við eftir haustið 2008. Ekki síst var að það að þakka ströngu aðhaldi í ríkisfjármálum. En nú eru blikur á lofti, einkum í fjármálakerfinu. Sænsku bankarnir SEB og Nordea einnig einnig mikið undir í Lettlandi og Litháen. Í grein Wall Street Journal kemur fram hjá framkvæmdastjórum samskiptasviðs Swedbank, SEB og Nordea að bankarnir vinni nú að því að greina ástandið og bæta úr því tjóni sem varð á skömmum tíma, þegar sá orðrómur komst á kreik að Swedbank væri við það að falla.
Mest lesið Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent