Viðbrögð markaða í Asíu í nótt gagnvart niðurstöðunni á leiðtogafundi Evrópusambandsins fyrir helgina er nokkuð blendin.
Ágætar hækkanir hafa verið á Nikkei vísitölunni í Tókýó eða 1,6% og Hang Seng vísitölunni í Hong Kong eða 1,4%. Hinsvegar virðist kauphöllin í Sjanghai ætla að enda í örlítum mínus. Þetta er talið merki um að leiðtogafundurinn hafi stigið skref í rétta átt.
Hinsvegar gaf gengi evrunnar eftir um 0,2% á móti dollaranum sem þykir benda til að fjárfestar telji stoðirnar undir evrusamstarfinu enn of veikar til að koma í veg fyrir hugsanlega útbreiðslu skuldakreppunnar.
