NBA: Ótrúlegur endasprettur Chicago í sigri á Lakers - létt hjá Clippers Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. desember 2011 11:00 Derrick Rose fer hér framhjá Kobe Bryant. Mynd/Nordic Photos/Getty Það er búist við miklu af Chicago Bulls, Oklahoma City Thunder og Los Angeles Clippers í NBA-deildinni í körfubolta og þau unnu öll sína leiki þegar deildin fór af stað í nótt. Chicago Bulls þurfti reyndar magnaðan endasprett til að vinna Kobe Bryant og félaga í Staples Center. Derrick Rose skoraði 22 stig og sigurkörfuna 4,8 sekúndum fyrir leikslok þegar Chicago Bulls vann 88-87 útisigur á Los Angeles Lakers. Besti maður liðsins var þó Luol Deng sem skoraði 9 af 21 stigi sínu í lokaleikhlutanum og spilaði frábæra vörn á Bryant. Chicago var í ágætum málum í fyrri hálfleik og með sjö stiga forskot í hálfleik, 56-49. Baráttuglatt Lakers-liðið tók hinsvegar öll völd í seinni hálfleik og var 82-71 yfir þegar aðeins 3 mínútur og 44 sekúndur voru eftir. Chicago lokaði þá vörninni, vann lokakaflann 17-5 og tryggði sér ótrúlegan sigur. Lakers-menn hjálpuðu sér ekki mikið með því að klikka á hverju vítinu á fætur öðrum á lokasprettinum. Kobe Bryant kom Lakers í 87-81 þegar 54 sekúndur voru eftir af leiknum en klúðraði síðan síðustu tveimur sóknunum. Fyrst lét hann Luol Deng stela af sér boltanum og svo varði Deng frá honum lokaskotið. Bryant skoraði 28 stig en tapaði 8 boltum. Kevin Durant skoraði 30 stig þegar Oklahoma City Thunder vann 97-89 sigur á Orlando Magic. Durant hefur verið stigakóngur undanfarin tvö tímabil og er líklegur til að taka þann þriðja. Hann hitti úr 11 af 19 skotum sínum og bætti við 6 stoðsendingum og 5 fráköstum. James Harden var með 19 stig fyrir Thunder sem hélt Dwight Howard í aðeins 11 stigum. Ryan Anderson skoraði 25 stig fyrir Orlando og Jameer Nelson var með 18 stig. Chris Paul var með 20 stig og 9 stoðsendingar þegar Los Angeles Clippers vann auðveldan 105-86 sigur á Golden State Warriors. Blake Griffin var með 22 stig og Chauncey Billups skoraði 21 stig. Golden State lék sinn fyrsta leik undir stjórn Mark Jackson en þar var David Lee atkvæðamestur með 21 stig og 12 fráköst en Monta Ellis bætti við 15 stigum og 8 stoðsendingar.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: New York Knicks-Boston Celtics 106-104 Dallas Mavericks-Miami Heat 94-105 Los Angeles Lakers-Chicago Bulls 87-88 Oklahoma City Thunder-Orlando Magic 97-89 Golden State Warriors-Los Angeles Clippers 86-105 NBA Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Íslenski boltinn Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Enski boltinn Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Fótbolti Fleiri fréttir Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Sjá meira
Það er búist við miklu af Chicago Bulls, Oklahoma City Thunder og Los Angeles Clippers í NBA-deildinni í körfubolta og þau unnu öll sína leiki þegar deildin fór af stað í nótt. Chicago Bulls þurfti reyndar magnaðan endasprett til að vinna Kobe Bryant og félaga í Staples Center. Derrick Rose skoraði 22 stig og sigurkörfuna 4,8 sekúndum fyrir leikslok þegar Chicago Bulls vann 88-87 útisigur á Los Angeles Lakers. Besti maður liðsins var þó Luol Deng sem skoraði 9 af 21 stigi sínu í lokaleikhlutanum og spilaði frábæra vörn á Bryant. Chicago var í ágætum málum í fyrri hálfleik og með sjö stiga forskot í hálfleik, 56-49. Baráttuglatt Lakers-liðið tók hinsvegar öll völd í seinni hálfleik og var 82-71 yfir þegar aðeins 3 mínútur og 44 sekúndur voru eftir. Chicago lokaði þá vörninni, vann lokakaflann 17-5 og tryggði sér ótrúlegan sigur. Lakers-menn hjálpuðu sér ekki mikið með því að klikka á hverju vítinu á fætur öðrum á lokasprettinum. Kobe Bryant kom Lakers í 87-81 þegar 54 sekúndur voru eftir af leiknum en klúðraði síðan síðustu tveimur sóknunum. Fyrst lét hann Luol Deng stela af sér boltanum og svo varði Deng frá honum lokaskotið. Bryant skoraði 28 stig en tapaði 8 boltum. Kevin Durant skoraði 30 stig þegar Oklahoma City Thunder vann 97-89 sigur á Orlando Magic. Durant hefur verið stigakóngur undanfarin tvö tímabil og er líklegur til að taka þann þriðja. Hann hitti úr 11 af 19 skotum sínum og bætti við 6 stoðsendingum og 5 fráköstum. James Harden var með 19 stig fyrir Thunder sem hélt Dwight Howard í aðeins 11 stigum. Ryan Anderson skoraði 25 stig fyrir Orlando og Jameer Nelson var með 18 stig. Chris Paul var með 20 stig og 9 stoðsendingar þegar Los Angeles Clippers vann auðveldan 105-86 sigur á Golden State Warriors. Blake Griffin var með 22 stig og Chauncey Billups skoraði 21 stig. Golden State lék sinn fyrsta leik undir stjórn Mark Jackson en þar var David Lee atkvæðamestur með 21 stig og 12 fráköst en Monta Ellis bætti við 15 stigum og 8 stoðsendingar.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: New York Knicks-Boston Celtics 106-104 Dallas Mavericks-Miami Heat 94-105 Los Angeles Lakers-Chicago Bulls 87-88 Oklahoma City Thunder-Orlando Magic 97-89 Golden State Warriors-Los Angeles Clippers 86-105
NBA Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Íslenski boltinn Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Enski boltinn Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Fótbolti Fleiri fréttir Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Sjá meira