NBA-tímabilið af stað með fimm dúndurleikjum - hvað er í boði í dag? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. desember 2011 15:00 Dwyane Wade. Mynd/Nordic Photos/Getty NBA-deildin hefst aftur í dag og framundan eru fimm dúndurleikir þar af er einn þeirra sýndur á Stöð 2 Sport og annar á NBA TV á fjölvarpinu. Það er óhætt að segja að NBA-áhugamenn fái flotta leiki þegar NBA-tímabilið fer loksins af stað tæpum tveimur mánuðum of seint. „Við fáum nokkra magnaða leiki á jóladag og ég er mjög spenntur," sagði Magic Johnson á ESPN. „Ég er ánægður að við getum loksins farið að einbeita okkur á körfuboltanum, liðunum og öll stórstjörunum sem spila í þessari deild. Ég er tilbúinn og ég held að allir séu klárir í bátana, bæði leikmennirnir og stuðningsmennirnir," sagði Magic. Veislan byrjar á leik New York Knicks og Boston Celtics í Madison Square Garden sem hefst klukkan fimm að íslenskum tíma. Boston sópaði New York út úr úrslitakeppninni í vor en Knicks er búið að styrkja sig með miðherjanum Tyson Chandler sem varð meistari með Dallas á síðasta tímabili. Boston þarf hugsanlega að byrja tímabilið án Paul Pierce sem er meiddur á ökkla.Dirk Nowitzki.Mynd/Nordic Photos/GettyNæst á dagskrá er leikur NBA-meistara Dallas Mavericks og Miami Heat, liðsins sem þeir unnu í úrslitunum í sumar. Dwyane Wade, LeBron James og Chris Bosh eru mættir á ný og ættu að vera gíraðir upp í leikinn eftir að hafa þurft að horfa upp á Dallas hengja upp meistarafána sinn fyrir leikinn. NBA-spekingar búast ekki við því að Dallas verji titilinn. Þeir hafa bætt við sig Lamar Odom og Vince Carter en eru búnir að missa tvo lykilmenn í Tyson Chandler og J.J. Barea. Þessi leikur verður í beinni á Stöð 2 Sport og hefst klukkan hálf átta að íslenskum tíma. Þriðji leikur kvöldsins hefst klukkan tíu að íslenskum tíma og er á milli Los Angeles Lakers og Chicago Bulls. Derrick Rose, besti leikmaður síðasta tímabils mætir með lið sitt í Staples Center og hefur nú Richard Hamilton með sér í bakvarðarsveitinni. Lakers er með nýjan þjálfara í Mike Brown en þarf að byrja án miðherjans Andrew Bynum sem er í leikbanni. Þetta lítur ekki alltof vel út fyrir Lakers sem lét Lamar Odom fara, reyndi að skipta Pau Gasol og þá þarf Kobe Bryant að spila meiddur á hendi. Þetta verður líka fyrsti NBA-leikur Metta World Peace (Ron Artest) undir nýju nafni hvað sem það þýðir.Chris PaulMynd/Nordic Photos/GettyFjórði leikur dagsins er á milli Oklahoma City Thunder og Orlando Magic en hann hefst klukkan eitt að íslenskum tíma. Thunder-liðið er eitt af þeim liðum sem er spáð mjög góðu gengi í vetur með Kevin Durant í fararbroddi. Hjá Orlando hafa síðustu vikur snúist um það hvort Dwight Howard verði með liðinu eða ekki. Hann verður með í þessum leik og það fór illa fyrir Kendrick Perkins þegar hann reyndi síðast að stoppa Súpermann. Howard var þá með 28 stig og 13 fráköst en Perkins skoraði ekki einasta stig. Lokaleikurinn er síðan á milli Golden State Warriors og Los Angeels Clippers sem hefst ekki fyrr en klukkan hálf fjögur að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu á NBATV. Þetta er fyrsti mótsleikur Clippers með Chris Paul en liðið byrjaði vel á undirbúningstímabilunu og vann þá nágranna sína í Los Angeles Lakers tvisvar sinnum. Það verður enginn svikinn af því að sjá Paul leggja upp þrumutroðslur fyrir þá Blake Griffin og DeAndre Jordan sem voru tveir af þremur aðal-troðurum deildarinnar á síðustu leiktíð. Þetta verður líka fyrsti leikur Golden State liðsins undir stjórn Mark Jackson sem ætlar að leggja höfuðáhersluna á varnarleikinn hjá liði sem hefur aðallega einbeitt sér að því að keyra upp hraðann í sínum leikjum síðustu tímabil. NBA-leikir dagsins (íslenskur tími)Tyson Chandler.Mynd/Nordic Photos/Getty17:00 New York Knicks-Boston Celtics 19:30 Dallas Mavericks-Miami Heat (Stöð 2 Sport) 22:00 Los Angeles Lakers-Chicago Bulls 01:00 Oklahoma City Thunder-Orlando Magic 03:30 Golden State Warriors-Los Angeles Clippers (NBATV) NBA Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Íslenski boltinn Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Enski boltinn Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Golf Fleiri fréttir Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Sjá meira
NBA-deildin hefst aftur í dag og framundan eru fimm dúndurleikir þar af er einn þeirra sýndur á Stöð 2 Sport og annar á NBA TV á fjölvarpinu. Það er óhætt að segja að NBA-áhugamenn fái flotta leiki þegar NBA-tímabilið fer loksins af stað tæpum tveimur mánuðum of seint. „Við fáum nokkra magnaða leiki á jóladag og ég er mjög spenntur," sagði Magic Johnson á ESPN. „Ég er ánægður að við getum loksins farið að einbeita okkur á körfuboltanum, liðunum og öll stórstjörunum sem spila í þessari deild. Ég er tilbúinn og ég held að allir séu klárir í bátana, bæði leikmennirnir og stuðningsmennirnir," sagði Magic. Veislan byrjar á leik New York Knicks og Boston Celtics í Madison Square Garden sem hefst klukkan fimm að íslenskum tíma. Boston sópaði New York út úr úrslitakeppninni í vor en Knicks er búið að styrkja sig með miðherjanum Tyson Chandler sem varð meistari með Dallas á síðasta tímabili. Boston þarf hugsanlega að byrja tímabilið án Paul Pierce sem er meiddur á ökkla.Dirk Nowitzki.Mynd/Nordic Photos/GettyNæst á dagskrá er leikur NBA-meistara Dallas Mavericks og Miami Heat, liðsins sem þeir unnu í úrslitunum í sumar. Dwyane Wade, LeBron James og Chris Bosh eru mættir á ný og ættu að vera gíraðir upp í leikinn eftir að hafa þurft að horfa upp á Dallas hengja upp meistarafána sinn fyrir leikinn. NBA-spekingar búast ekki við því að Dallas verji titilinn. Þeir hafa bætt við sig Lamar Odom og Vince Carter en eru búnir að missa tvo lykilmenn í Tyson Chandler og J.J. Barea. Þessi leikur verður í beinni á Stöð 2 Sport og hefst klukkan hálf átta að íslenskum tíma. Þriðji leikur kvöldsins hefst klukkan tíu að íslenskum tíma og er á milli Los Angeles Lakers og Chicago Bulls. Derrick Rose, besti leikmaður síðasta tímabils mætir með lið sitt í Staples Center og hefur nú Richard Hamilton með sér í bakvarðarsveitinni. Lakers er með nýjan þjálfara í Mike Brown en þarf að byrja án miðherjans Andrew Bynum sem er í leikbanni. Þetta lítur ekki alltof vel út fyrir Lakers sem lét Lamar Odom fara, reyndi að skipta Pau Gasol og þá þarf Kobe Bryant að spila meiddur á hendi. Þetta verður líka fyrsti NBA-leikur Metta World Peace (Ron Artest) undir nýju nafni hvað sem það þýðir.Chris PaulMynd/Nordic Photos/GettyFjórði leikur dagsins er á milli Oklahoma City Thunder og Orlando Magic en hann hefst klukkan eitt að íslenskum tíma. Thunder-liðið er eitt af þeim liðum sem er spáð mjög góðu gengi í vetur með Kevin Durant í fararbroddi. Hjá Orlando hafa síðustu vikur snúist um það hvort Dwight Howard verði með liðinu eða ekki. Hann verður með í þessum leik og það fór illa fyrir Kendrick Perkins þegar hann reyndi síðast að stoppa Súpermann. Howard var þá með 28 stig og 13 fráköst en Perkins skoraði ekki einasta stig. Lokaleikurinn er síðan á milli Golden State Warriors og Los Angeels Clippers sem hefst ekki fyrr en klukkan hálf fjögur að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu á NBATV. Þetta er fyrsti mótsleikur Clippers með Chris Paul en liðið byrjaði vel á undirbúningstímabilunu og vann þá nágranna sína í Los Angeles Lakers tvisvar sinnum. Það verður enginn svikinn af því að sjá Paul leggja upp þrumutroðslur fyrir þá Blake Griffin og DeAndre Jordan sem voru tveir af þremur aðal-troðurum deildarinnar á síðustu leiktíð. Þetta verður líka fyrsti leikur Golden State liðsins undir stjórn Mark Jackson sem ætlar að leggja höfuðáhersluna á varnarleikinn hjá liði sem hefur aðallega einbeitt sér að því að keyra upp hraðann í sínum leikjum síðustu tímabil. NBA-leikir dagsins (íslenskur tími)Tyson Chandler.Mynd/Nordic Photos/Getty17:00 New York Knicks-Boston Celtics 19:30 Dallas Mavericks-Miami Heat (Stöð 2 Sport) 22:00 Los Angeles Lakers-Chicago Bulls 01:00 Oklahoma City Thunder-Orlando Magic 03:30 Golden State Warriors-Los Angeles Clippers (NBATV)
NBA Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Íslenski boltinn Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Enski boltinn Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Golf Fleiri fréttir Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Sjá meira
Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Golf
Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Golf