Magic Johnson hefur tjáð sig um möguleika Los Angeles Lakers á því að vinna NBA-meistaratitilinn á þessu tímabili en margir líta svo á að þetta sé síðasti möguleikinn fyrir Kobe Bryant að fara alla leið með liðinu.
„Kobe þarf að sjá til þess að Pau Gasol og Andrew Bynum komist báðir í gang og hann þarf síðan að velja rétta tímann fyrir sig að taka af skarið," sagði Magic Johnson.
„Kobe þarf á hjálp að halda til að Lakers verði eitt að bestu liðunum og hann þarf enn meiri hjálp núna en undanfarin tímabil," sagði Magic en Dallas sópaði Lakers-liðinu út úr úrslitakeppninni í sumar.
Magic Johnson og Kobe Bryant hafa báðir unnið fimm meistaratitla með Los Angeles Lakers en Bryant er orðinn 33 ára gamall og gekk í gegnum fjórðu hnéaðgerðina á undirbúningstímabilinu.
„Gasol og Bynum verða að eiga sín bestu tímabil því Kobe getur ekki borið alla ábyrgðina lengur. Þeir verða að ríkja í teignum og gefa Kobe tækifæri til að halda sér ferskum," sagði Magic Johnson sem vann sinn síðasta meistaratitil 29 ára gamall.
Kobe Bryant skoraði 25,3 stig að meðaltali á síðasta tímabili sem var hans lægsta meðalstigaskor á tímabili síðan veturinn 2003-04.
Magic: Kobe verður að fá meiri hjálp frá Gasol og Bynum
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið




„Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“
Íslenski boltinn

„Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“
Íslenski boltinn


Leikur Grindavíkur færður vegna gossins
Íslenski boltinn


Jota í frægðarhöll Úlfanna
Fótbolti
