AC Milan kom sér aftur á topp ítölsku úrvalsdeildarinnar, um stundarsakir að minnsta kosti, með 2-0 sigri á Cagliari í kvöld.
Leikið var í Cagliari og varð heimamaðurinn Francesco Pisano fyrir því óláni að skora sjálfsmark strax á fjórðu mínútu leiksins.
Zlatan Ibrahimovic skoraði svo annað mark AC Milan á 60. mínútu og gerði þar með út um leikinn.
Juventus getur þó komist aftur á topp deildarinnar með sigri á Udinese, sem er í þriðja sæti, annað kvöld. Alls fara átta leikir fram í deildinni á morgun en um frestaða leiki úr fyrstu umferð er að ræða.
Þeirri umferð var frestað í upphafi tímabilsins vegna verkfalli leikmanna á Ítalíu.

