TCU tapaði sínum öðrum leik í röð í bandaríska háskólaboltanum í nótt, í þetta sinn fyrir Air Force-skólanum, 60-55.
TCU byrjaði tímabilið vel í Mountain West-riðlinum og vann fyrstu sex leiki sína. Þar að auki var þetta fyrsti sigur Air Force á TCU í 23 ár.
TCU var með ellefa stiga forystu í leiknum þegar átta mínútur voru eftir af honum en það dugði ekki til.
Helena Sverrisdóttir skoraði átta stig fyrir TCU og nýtti tvö af sjö skotum sínum utan af velli. Hún gaf sex stoðsendingar, tók eitt frákast, stal boltanum einu sinni og varði eitt skot. Hún tapaði boltanum þrívegis í leiknum en alls lék hún í 33 mínútur.
Annað tap TCU í röð
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið



„Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“
Íslenski boltinn




Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi
Enski boltinn



Fleiri fréttir
