Bjarni Benediktsson fær kaldar kveðjur á Facebook Jón Hákon Halldórsson skrifar 2. febrúar 2011 22:43 Bjarni Benediktsson styður Icesave frumvarpið eins og það lítur út núna. Mynd/ Pjetur. Miklar líkur eru á því að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins muni klofna í afstöðu sinni til Icesavesamningsins, samkvæmt heimildum Vísis. Málið hefur verið gríðarlega mikið rætt í þingflokknum á undanförnum dögum en ekki fengist eining um það. Þó fór svo í dag að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd skiluðu nefndaráliti þar sem lýst er yfir stuðningi við samningsdrögin. Bjarni Benediktsson fjallar um málið á fésbókarsíðu sinni í dag. Þar minnir hann á að þjóðin reis upp gegn Icesave samningi ríkisstjórnarinnar í fyrra og felldi hann með 98% greiddra atkvæða. Það muni ekki gleymast hverjir hafi verið tilbúnir til að samþykkja þá afarkosti og taka áhættu upp á 500 milljarða. „Það er himinn og haf á milli þess samnings og nýja samkomulagsins. Ég hef ávallt stutt viðræður um lausn á málinu og tel rétt að ganga frá því eins og það liggur nú fyrir," segir Bjarni á fésbókarsíðu sinni. Bjarni færa heldur kaldar kveðjur á athugasemdakerfinu við þessari stöðufærslu sinni. „Þetta eru svik við þjóðina," segir einn vinur Bjarna. „Nei Bjarni ég er ekki til í það að borga annarra manna skuldir, punktur og pasta. Þú getur gert það sjálfur," segir annar. „Hefur verið haldinn einhver almennur fundur í flokknum um þessa afstöðu? Þessi afstaða er ekki í takt við vilja meirihluta flokksmanna, leyfi ég mér að fullyrða. Það er algerlega óskiljanlegt að flokkurinn skuli bregðast í þessu mikilvæga máli. Hverju er nú að treysta í þessu þjóðfélagi?" spyr enn einn vinurinn. Það eru hins vegar ekki allir sem eru ósáttir við ákvörðunina. „Ánægður með þig, Bjarni," segir einn fésbókarvinurinn. „Skynsamleg ákvörðun og ég styð hana," segir annar. Alltént er víst að margir hafa skoðanir á málefninu því Bjarni virðist ekki hafa fengið eins mikill viðbrögð við nokkurri annarri stöðuuppfærslu. Icesave Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Súðavíkurhlíð lokað vegna snjóflóðahættu „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Sjá meira
Miklar líkur eru á því að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins muni klofna í afstöðu sinni til Icesavesamningsins, samkvæmt heimildum Vísis. Málið hefur verið gríðarlega mikið rætt í þingflokknum á undanförnum dögum en ekki fengist eining um það. Þó fór svo í dag að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd skiluðu nefndaráliti þar sem lýst er yfir stuðningi við samningsdrögin. Bjarni Benediktsson fjallar um málið á fésbókarsíðu sinni í dag. Þar minnir hann á að þjóðin reis upp gegn Icesave samningi ríkisstjórnarinnar í fyrra og felldi hann með 98% greiddra atkvæða. Það muni ekki gleymast hverjir hafi verið tilbúnir til að samþykkja þá afarkosti og taka áhættu upp á 500 milljarða. „Það er himinn og haf á milli þess samnings og nýja samkomulagsins. Ég hef ávallt stutt viðræður um lausn á málinu og tel rétt að ganga frá því eins og það liggur nú fyrir," segir Bjarni á fésbókarsíðu sinni. Bjarni færa heldur kaldar kveðjur á athugasemdakerfinu við þessari stöðufærslu sinni. „Þetta eru svik við þjóðina," segir einn vinur Bjarna. „Nei Bjarni ég er ekki til í það að borga annarra manna skuldir, punktur og pasta. Þú getur gert það sjálfur," segir annar. „Hefur verið haldinn einhver almennur fundur í flokknum um þessa afstöðu? Þessi afstaða er ekki í takt við vilja meirihluta flokksmanna, leyfi ég mér að fullyrða. Það er algerlega óskiljanlegt að flokkurinn skuli bregðast í þessu mikilvæga máli. Hverju er nú að treysta í þessu þjóðfélagi?" spyr enn einn vinurinn. Það eru hins vegar ekki allir sem eru ósáttir við ákvörðunina. „Ánægður með þig, Bjarni," segir einn fésbókarvinurinn. „Skynsamleg ákvörðun og ég styð hana," segir annar. Alltént er víst að margir hafa skoðanir á málefninu því Bjarni virðist ekki hafa fengið eins mikill viðbrögð við nokkurri annarri stöðuuppfærslu.
Icesave Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Súðavíkurhlíð lokað vegna snjóflóðahættu „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Sjá meira