Upphandleggurinn er 42 sentimetrar að ummáli 5. febrúar 2011 13:00 Jóhannes Haukur hefur tekið vel á því í ræktinni undanfarna þrjá mánuði og er orðinn hrikalegur að sjá. Hann býst þó ekki við að halda því til streitu þegar tökum á kvikmyndinni Svartur á leik lýkur.Fréttablaðið/Arnþór Leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson undirbýr sig nú af krafti fyrir hlutverk sitt sem hrottinn Tóti úr bókinni Svartur á leik en tökur á myndinni hefjast 1. mars. Myndin er byggð á samnefndri skáldsögu Stefáns Mána sem kom út fyrir sex árum en hitt aðalhlutverkið verður í höndum Þorvaldar Davíðs Kristjánssonar. Hann mun leika Stebba sækó. Jóhannes hefur stundað líkamsrækt og lyftingar af miklum móð síðastliðna þrjá mánuði, sporðrennt prótínum og lyft lóðum á nóttinni í líkamsræktarstöð World Class við Kringluna. „Ég er búinn að vera að vinna í þessu undir handleiðslu þriggja manna. Fyrst hjá Hilmari Arnarsyni hjá Fram við að koma mér í form fyrir áramót og svo hjá Konráð Gíslasyni kraftajötni eftir áramót við lyftingar. Svo er Guðjón Þorsteinn Pálmarsson, leikari og kraftlyftingaáhugamaður, með mér líka, hann sér samt aðallega um að ég mæti í ræktina og tryggir að ég geri æfingarnar,“ segir Jóhannes Haukur, sem hefur bætt töluvert við sig í vöðvamassa. Jóhannes segir þetta vera hrikalega skemmtilegt, ekki síst vegna þess að árangurinn er festur á filmu. „Ég hef aldrei prófað að gera svona áður fyrir hlutverk en maður hefur auðvitað prófað þetta í lífinu sjálfu með misjöfnum árangri.“ Jóhannes er orðinn ansi hrikalegur, er með upphandleggsvöðva sem fagmennirnir kalla „byssur“ upp á 42 sentimetra og búinn að lækka fituprósentuna úr 24 prósentustigum í átján. Hann tekur hundrað í bekk og hefur farið í ræktina á hverjum degi. Jóhannes segist sjálfur alltaf hafa rokkað í þyngd og hann býst við að allt fari fjandans til þegar tökum á Svörtum á leik lýkur. „Við sjáum samt til, ég hef alveg áður reynt að taka mig á, þetta er bölvað eilífðarverkefni.“ Jóhannes ætti þó ekki að vera í neinum vandræðum með að finna keppinaut á tökustað því þegar hefur verið tilkynnt að Egill „Gillz“ Einarsson, einn þekktasti kraftajötunn landsins, muni leika í myndinni. Jóhannes segir það koma til greina að skora á hann í einhvers konar keppni. „Ég sá hann reyndar um daginn og mér til mikillar gleði er hann mun lágvaxnari en ég. Ég þarf hins vegar aðeins að vinna meira í breiddinni.“ freyrgigja@frettabladid.is Heilsa Mest lesið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Fleiri fréttir Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Sjá meira
Leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson undirbýr sig nú af krafti fyrir hlutverk sitt sem hrottinn Tóti úr bókinni Svartur á leik en tökur á myndinni hefjast 1. mars. Myndin er byggð á samnefndri skáldsögu Stefáns Mána sem kom út fyrir sex árum en hitt aðalhlutverkið verður í höndum Þorvaldar Davíðs Kristjánssonar. Hann mun leika Stebba sækó. Jóhannes hefur stundað líkamsrækt og lyftingar af miklum móð síðastliðna þrjá mánuði, sporðrennt prótínum og lyft lóðum á nóttinni í líkamsræktarstöð World Class við Kringluna. „Ég er búinn að vera að vinna í þessu undir handleiðslu þriggja manna. Fyrst hjá Hilmari Arnarsyni hjá Fram við að koma mér í form fyrir áramót og svo hjá Konráð Gíslasyni kraftajötni eftir áramót við lyftingar. Svo er Guðjón Þorsteinn Pálmarsson, leikari og kraftlyftingaáhugamaður, með mér líka, hann sér samt aðallega um að ég mæti í ræktina og tryggir að ég geri æfingarnar,“ segir Jóhannes Haukur, sem hefur bætt töluvert við sig í vöðvamassa. Jóhannes segir þetta vera hrikalega skemmtilegt, ekki síst vegna þess að árangurinn er festur á filmu. „Ég hef aldrei prófað að gera svona áður fyrir hlutverk en maður hefur auðvitað prófað þetta í lífinu sjálfu með misjöfnum árangri.“ Jóhannes er orðinn ansi hrikalegur, er með upphandleggsvöðva sem fagmennirnir kalla „byssur“ upp á 42 sentimetra og búinn að lækka fituprósentuna úr 24 prósentustigum í átján. Hann tekur hundrað í bekk og hefur farið í ræktina á hverjum degi. Jóhannes segist sjálfur alltaf hafa rokkað í þyngd og hann býst við að allt fari fjandans til þegar tökum á Svörtum á leik lýkur. „Við sjáum samt til, ég hef alveg áður reynt að taka mig á, þetta er bölvað eilífðarverkefni.“ Jóhannes ætti þó ekki að vera í neinum vandræðum með að finna keppinaut á tökustað því þegar hefur verið tilkynnt að Egill „Gillz“ Einarsson, einn þekktasti kraftajötunn landsins, muni leika í myndinni. Jóhannes segir það koma til greina að skora á hann í einhvers konar keppni. „Ég sá hann reyndar um daginn og mér til mikillar gleði er hann mun lágvaxnari en ég. Ég þarf hins vegar aðeins að vinna meira í breiddinni.“ freyrgigja@frettabladid.is
Heilsa Mest lesið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Fleiri fréttir Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Sjá meira