Um 62% telja eðlilegt að íslenska þjóðin fái að segja álit sitt á nýjasta Icesave-samningnum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta sýna niðurstöður könnunar sem MMR gerði fyrir útgáfufélagið Andríki, sem meðal annars heldur úti Vef-Þjóðviljanum. Tæplega 38% telja að þjóðin eigi ekki að fá að segja álit sitt á samningunum.
Lítill munur er á afstöðu kynja til spurningarinnar, um 61% karla telja eðlilegt að þjóðaratkvæðagreiðslu fari fram um málið og um 63% kvenna. Hins vegar eru yngri kjósendur mun hlynntari þjóðaratkvæðagreiðslu en þeir sem eldri eru. Um 73% þeirra sem eru í aldurshópnum 18-29 telja eðlilegt að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um málið en einungis um 55% þeirra sem eru í aldrushópnum 50-67 ára.
Könnunin var gerð dagana 8.-11 2011 og var svarfjöldi 865.
Meirihluti vill kosningar um Icesave
Jón Hákon Halldórsson skrifar
