Icesave-viðræður ávallt vingjarnlegar – fréttir um hörku rangar 14. janúar 2011 06:00 Icesave-viðræður íslensku sendinefndarinnar undir forystu Svavars Gestssonar og breskra stjórnvalda voru ávallt árangursríkar og vinsamlegar. Frásagnir fjölmiðla um harðar deilur voru ekki á rökum reistar. Þetta segir í minnisblaði sem sendiráð Bandaríkjanna í London sendi utanríkisráðuneytinu í Washington 6. janúar 2010, daginn eftir að Ólafur Ragnar Grímsson synjaði lögum um Icesave-samninginn staðfestingar. Minnisblaðið birtir mat Breta og Bandaríkjamanna á stöðu mála á þeim tímapunkti. Þeir vonuðust eftir því að íslensk stjórnvöld afstýrðu því að málið færi í þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem það gæti þvælt öll mál tengd viðræðum um aðild Íslands að ESB. Heimildarmaður bandarískra sendimanna er Gary Roberts, skrifstofustjóri í breska fjármálaráðuneytinu. Roberts sagði Bandaríkjamönnum að erfitt yrði fyrir Breta að leggjast ekki gegn endurskoðun efnahagsáætlunar AGS fyrir Ísland meðan Icesave-deilan væri óleyst. Endurskoðun væri hvort sem er engum í hag í náinni framtíð þar sem þjóðhagsleg áhrif af ákvörðun forseta Íslands væru óljós. Bretar mundu halda til streitu kröfum um að Íslendingar standi við „skuldbindingar sínar samkvæmt EES-samningnum" og greiða innstæðutryggingar. Þá sagði Roberts að Bretar vildu ekki tengja Icesave-deiluna umsókn Íslendinga um aðild að Evrópusambandinu. Þeim væri þó nauðugur einn kostur ef málið kæmi til afgreiðslu í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins áður en samningar tækjust um Icesave. Icesave Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira
Icesave-viðræður íslensku sendinefndarinnar undir forystu Svavars Gestssonar og breskra stjórnvalda voru ávallt árangursríkar og vinsamlegar. Frásagnir fjölmiðla um harðar deilur voru ekki á rökum reistar. Þetta segir í minnisblaði sem sendiráð Bandaríkjanna í London sendi utanríkisráðuneytinu í Washington 6. janúar 2010, daginn eftir að Ólafur Ragnar Grímsson synjaði lögum um Icesave-samninginn staðfestingar. Minnisblaðið birtir mat Breta og Bandaríkjamanna á stöðu mála á þeim tímapunkti. Þeir vonuðust eftir því að íslensk stjórnvöld afstýrðu því að málið færi í þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem það gæti þvælt öll mál tengd viðræðum um aðild Íslands að ESB. Heimildarmaður bandarískra sendimanna er Gary Roberts, skrifstofustjóri í breska fjármálaráðuneytinu. Roberts sagði Bandaríkjamönnum að erfitt yrði fyrir Breta að leggjast ekki gegn endurskoðun efnahagsáætlunar AGS fyrir Ísland meðan Icesave-deilan væri óleyst. Endurskoðun væri hvort sem er engum í hag í náinni framtíð þar sem þjóðhagsleg áhrif af ákvörðun forseta Íslands væru óljós. Bretar mundu halda til streitu kröfum um að Íslendingar standi við „skuldbindingar sínar samkvæmt EES-samningnum" og greiða innstæðutryggingar. Þá sagði Roberts að Bretar vildu ekki tengja Icesave-deiluna umsókn Íslendinga um aðild að Evrópusambandinu. Þeim væri þó nauðugur einn kostur ef málið kæmi til afgreiðslu í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins áður en samningar tækjust um Icesave.
Icesave Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira