Tveir leikir fóru fram í ítalska boltanum í dag. Udinese vann fínan heimasigur, 2-0, á Sampdoria og Juventus vann sterkan útisigur á Cagliari, 1-3.
Alexis Sanchez og Antonio Di Natale skoruðu mörk Udinese sem er komið í fimmta sæti deildarinnar.
Alessandro Matri var heitur hjá Juve í kvöld og skoraði tvö mörk. Luca Toni skoraði þriðja markið en Juve er sem fyrr í áttunda sæti deildarinnar.