Handbolti

Eyjakonur unnu eins marks sigur í Kaplakrika

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
ÍBV vann 25-24 sigur á FH í N1 deild kvenna í handbolta í kvöld en leikurinn fór fram á heimavelli FH í Kaplakrika. ÍBV komst með þessu upp fyrir FH og alla leið upp í sjötta sæti deildarinnar.

FH-liðið var að leika sinn fyrsta leik undir stjórn Jóns Gunnlaugs Viggósonar en liðið byrjaði vel og var með þriggja marka forskot í hálfleik.

Aníta Elíasdóttir nýtti öll sjö skotin sín og var markahæst í Eyjaliðinu með sjö mörk en Ester Óskarsdóttir skoraði fimm mörk.

Heiðdís Rún Guðmundsdóttir skoraði 10 mörk fyrir FH-liðið og það úr aðeins 11 skotum. Hind Hannesdóttir skoraði 7 mörk en FH-liðið lék þarna sinn fyrsta leik án ragnhildar Rósu Guðmundsdóttur sem er farin í Val.

FH-ÍBV 24-25 (13-10)

Mörk FH: Heiðdís Rún Guðmundsdóttir 10, Hind Hannesdóttir 7, Berglind Ósk Björgvinsdóttir 4, Birna Íris Helgadóttir 2, Ingibjörg Pálmadóttir 1. Kristina Kvedariene varð 18 skot.

Mörk ÍBV: Aníta Elíasdóttir 7, Ester Óskarsdóttir 5, Þórsteina Sigurbjörnsdóttir 4, Sigríður L Garðarsdóttir 3, Guðbjörg Guðmannsdóttir 3, Renata Horvath 2, Drífa Þorvaldsdóttir 1. Heiða Ingólfsdóttir varð 8 skot.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×