ÍBV vann 25-24 sigur á FH í N1 deild kvenna í handbolta í kvöld en leikurinn fór fram á heimavelli FH í Kaplakrika. ÍBV komst með þessu upp fyrir FH og alla leið upp í sjötta sæti deildarinnar.
FH-liðið var að leika sinn fyrsta leik undir stjórn Jóns Gunnlaugs Viggósonar en liðið byrjaði vel og var með þriggja marka forskot í hálfleik.
Aníta Elíasdóttir nýtti öll sjö skotin sín og var markahæst í Eyjaliðinu með sjö mörk en Ester Óskarsdóttir skoraði fimm mörk.
Heiðdís Rún Guðmundsdóttir skoraði 10 mörk fyrir FH-liðið og það úr aðeins 11 skotum. Hind Hannesdóttir skoraði 7 mörk en FH-liðið lék þarna sinn fyrsta leik án ragnhildar Rósu Guðmundsdóttur sem er farin í Val.
FH-ÍBV 24-25 (13-10)
Mörk FH: Heiðdís Rún Guðmundsdóttir 10, Hind Hannesdóttir 7, Berglind Ósk Björgvinsdóttir 4, Birna Íris Helgadóttir 2, Ingibjörg Pálmadóttir 1. Kristina Kvedariene varð 18 skot.
Mörk ÍBV: Aníta Elíasdóttir 7, Ester Óskarsdóttir 5, Þórsteina Sigurbjörnsdóttir 4, Sigríður L Garðarsdóttir 3, Guðbjörg Guðmannsdóttir 3, Renata Horvath 2, Drífa Þorvaldsdóttir 1. Heiða Ingólfsdóttir varð 8 skot.
Eyjakonur unnu eins marks sigur í Kaplakrika
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið




„Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“
Enski boltinn


„Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“
Enski boltinn


„Spiluðum mjög vel í dag“
Enski boltinn

