Ítalíumeistarar Inter unnu góðan heimasigur, 5-3, á Roma í kvöld. Sigurinn var lífsnauðsynlegur fyrir liðið sem komst upp í þriðja sæti með honum og er fimm stigum á eftir AC Milan. Meistararnir hafa ekki sungið sitt síðasta í baráttunni um titilinn.
Inter komst í 4-1 og virtist ætla að landa þægilegum sigri þegar Roma kom til baka og minnkaði muninn í eitt mark þegar níu mínútur lifðu leiks.
Inter bætti þá í og skoraði fimmta markið til þess að gulltryggja sigurinn.
Samuel Eto´o skoraði tvö mörk fyrir Inter í kvöld. Hin mörkin skoruðu Wesley Sneijder, Thiago Motta og Esteban Cambiasso.
Fabio Simplicio, Mirko Vucinic og Simone Loria skoruðu mörk Roma.