Englendingurinn Steve McClaren var í dag rekin frá þýska liðinu Wolfsburg en það hefur lítið gengið hjá liðinu í vetur og menn hafa verið að bíða eftir því í nokkurn tíma að enski þjálfarinn yrði að taka pokann sinn.
Síðasti leikur McClaren var 0-1 tap Wolfsburg á móti Hannover 96 um helgina. Pierre Littbarski, fyrrum landsliðsmiðjumaður Þjóðverja og aðstoðarmaður McClaren, mun taka við Wolfsburg-liðinu.
McClaren gerði Twente að hollenskum meisturum í fyrra og varð síðan fyrsti enski þjálfarinn til að taka við þýsku liði þegar hann kom til Wolfsburg. Hann yfirgefur liðið í tólfta sæti deildarinnar með 23 stig en Wolfsburg er aðeins einu stigi frá fallsæti.

