Reynir: Meiri áræðni í sóknarleikinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. febrúar 2011 21:54 Reynir Þór Reynisson, þjálfari Fram, segir að sínir menn þurfi meiri tíma til að slípa sig aftur saman eftir langt vetrarfrí. Fram og FH gerðu í kvöld jafntefli, 26-26, í N1-deild karla. „Mér fannst sérstaklega sóknarleikurinn vera nokkuð ryðgaður í kvöld. Við erum að koma úr sex vikna pásu og þurfum lengri tíma til að slípa okkur saman. Ég var því ekki alveg nógu sáttur við leikinn,“ sagði Reynir. „Varnarleikurinn var ágætur hjá okkur og það er jákvætt. En við þurfum að laga sóknarleikinn. Við erum að gera það sama og við vorum að gera fyrir áramóti en það vantar nú meiri hreyfanleika og áræðni í sóknarleikinn. Við þurfum að koma Jóhanni Gunnari betur inn í leikinn en hann er búinn að vera frá vegna meiðsla og nýbyrjaður að æfa aftur. Hann á eftir að koma sterkari inn í þetta. Við þurfum því að nota tímann vel.“ Framarar fóru á mikið flug fyrir áramót og unnu átta leiki í röð en nú hafa þeir ekki unnið í síðustu tveimur deildarleikjum sínum. „Við fórum rólega af stað í haust og við þurfum að vinna okkur hægt og rólega inn í mótið aftur. Við höfum getuna og þurfum bara að slaka aðeins á, æfa vel og fara betur yfir okkar leik.“ Ólafur Andrésson og Ásbjörn Friðriksson skoruðu 21 af 26 mörkum FH í kvöld. Reynir sagði að sínir menn hefðu reynt að verjast þeim. „Við reyndum að verjast þeim eins vel og við gátum. Við settum mann á Óla og gengum framar út í Ása og beina þeim í ákveðin svæði. En það var allt inni hjá þeim í kvöld og lítið við því að segja.“ En Róbert Aron Hostert var líka heitur hjá Frömurum og skoraði sjö mörk í síðari hálfleik. „Róbert er stórefnilegur leikmaður, einn okkar efnilegasti leikmaður í deildinni og hörkugóður þar að auki. Við eigum því gott vopn á vinstri vængnum.“ Olís-deild karla Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Íslenski boltinn Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Sjá meira
Reynir Þór Reynisson, þjálfari Fram, segir að sínir menn þurfi meiri tíma til að slípa sig aftur saman eftir langt vetrarfrí. Fram og FH gerðu í kvöld jafntefli, 26-26, í N1-deild karla. „Mér fannst sérstaklega sóknarleikurinn vera nokkuð ryðgaður í kvöld. Við erum að koma úr sex vikna pásu og þurfum lengri tíma til að slípa okkur saman. Ég var því ekki alveg nógu sáttur við leikinn,“ sagði Reynir. „Varnarleikurinn var ágætur hjá okkur og það er jákvætt. En við þurfum að laga sóknarleikinn. Við erum að gera það sama og við vorum að gera fyrir áramóti en það vantar nú meiri hreyfanleika og áræðni í sóknarleikinn. Við þurfum að koma Jóhanni Gunnari betur inn í leikinn en hann er búinn að vera frá vegna meiðsla og nýbyrjaður að æfa aftur. Hann á eftir að koma sterkari inn í þetta. Við þurfum því að nota tímann vel.“ Framarar fóru á mikið flug fyrir áramót og unnu átta leiki í röð en nú hafa þeir ekki unnið í síðustu tveimur deildarleikjum sínum. „Við fórum rólega af stað í haust og við þurfum að vinna okkur hægt og rólega inn í mótið aftur. Við höfum getuna og þurfum bara að slaka aðeins á, æfa vel og fara betur yfir okkar leik.“ Ólafur Andrésson og Ásbjörn Friðriksson skoruðu 21 af 26 mörkum FH í kvöld. Reynir sagði að sínir menn hefðu reynt að verjast þeim. „Við reyndum að verjast þeim eins vel og við gátum. Við settum mann á Óla og gengum framar út í Ása og beina þeim í ákveðin svæði. En það var allt inni hjá þeim í kvöld og lítið við því að segja.“ En Róbert Aron Hostert var líka heitur hjá Frömurum og skoraði sjö mörk í síðari hálfleik. „Róbert er stórefnilegur leikmaður, einn okkar efnilegasti leikmaður í deildinni og hörkugóður þar að auki. Við eigum því gott vopn á vinstri vængnum.“
Olís-deild karla Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Íslenski boltinn Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Sjá meira