Kyssuber Sr. Sigurður Árni Þórðarson skrifar 22. febrúar 2011 00:01 Kirsuberjatréð í garðinum okkar var þakið rauðum og safaríkum berjum haustið 2010. Mér kom á óvart að berin skyldu verða á annað hundrað strax á fyrsta sumri. Blómin voru falleg og ummynduðust síðan í berjaknúppa. Svo færðist roðinn yfir og börnin í hverfinu komu hlaupandi til að sjá undrið. Ber eða ekki ber, súr eða sæt? Ég heyrði samtal fimm ára ungsveina. Heimadrengur spurði: „Viltu kyssuber?" En svo bætti hann við þessum mikilvæga bakþanka: „Passaðu þig, ef maður borðar kyssuber verður maður ástfanginn." Og hinn vildi ekki lenda í slíkum hryllingi – að verða ástinni að bráð – og vildi því engin „kyssuber!" Bylting er hafin á Íslandi. Það er ávaxtainnrás. Ávextir hafa verið ræktaðir í áratugi á Íslandi, en í litlum mæli þar til nú. Ávaxtajöfrarnir, þeir Sæmundur Guðmundsson á Hellu og Jón Guðmundsson á Akranesi, hafa sannfært jafnvel varfærnasta ræktunarfólk um að ávaxtatré geta lifað í okkar skjóli og líka borið ávöxt. Fyrst mögulegt er að rækta í seltunni á Skaganum og öskunni á Hellu er ástar von í öðrum sóknum. Í Bjarnarfirði á Ströndum verða ræktuð ávaxtatré, í Ystafellsskógi í Kinn og Vatnaskógi líka. Stjórn Garðyrkjufélags Íslands ákvað að stofna klúbb ávaxtaræktenda. Viðbrögðin voru meiri en nokkurn óraði fyrir. Í síðustu viku komu um eitt hundrað áhugamenn um ávaxtaræktun í safnaðarheimili Neskirkju og stofnuðu klúbbinn. Nú hafa klúbbfélagar pantað á þriðja þúsund ávaxtatré frá Finnlandi til að setja í íslenska mold í vor. Það verða eplatré, kirsuberjatré, plómutré og ekki má gleyma perunum. Og plöntustöðvar landsins munu líka selja fjölda trjáa. Á næstu árum munu íslenskir ávextir vaxa, gleðja og næra. Marteinn Lúther var einu sinni spurður hvað hann myndi gera ef hann vissi að heimsendir yrði að morgni. Siðbótarmaðurinn var vitur og kenndi líftengda guðfræði og svaraði: „Ég myndi planta eplatré." Gagnvart áþján, kvíða, hörmungum, spillingu – þessum hefðbundnu heimsendum – eru fá meðul betri en að efla lífið með ræktun. Ávaxtaræktun er aðeins til góðs. Enginn skyldi heldur óttast að ávaxtatrén muni yfirtaka náttúru Íslands. Má bjóða þér kyssuber? Drengurinn hefur rétt fyrir sér, maður verður ástfanginn. Þó að litlir karlar séu bangnir við ástina kunnum við sem eldri erum henni vel og óttumst ekki brímann. Gleðin yfir mætti lífsins styrkist í huga við ræktun. Epli, plómur og perur bragðast vel. Já, takk, líka kyssuber. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sr. Sigurður Árni Þórðarson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun
Kirsuberjatréð í garðinum okkar var þakið rauðum og safaríkum berjum haustið 2010. Mér kom á óvart að berin skyldu verða á annað hundrað strax á fyrsta sumri. Blómin voru falleg og ummynduðust síðan í berjaknúppa. Svo færðist roðinn yfir og börnin í hverfinu komu hlaupandi til að sjá undrið. Ber eða ekki ber, súr eða sæt? Ég heyrði samtal fimm ára ungsveina. Heimadrengur spurði: „Viltu kyssuber?" En svo bætti hann við þessum mikilvæga bakþanka: „Passaðu þig, ef maður borðar kyssuber verður maður ástfanginn." Og hinn vildi ekki lenda í slíkum hryllingi – að verða ástinni að bráð – og vildi því engin „kyssuber!" Bylting er hafin á Íslandi. Það er ávaxtainnrás. Ávextir hafa verið ræktaðir í áratugi á Íslandi, en í litlum mæli þar til nú. Ávaxtajöfrarnir, þeir Sæmundur Guðmundsson á Hellu og Jón Guðmundsson á Akranesi, hafa sannfært jafnvel varfærnasta ræktunarfólk um að ávaxtatré geta lifað í okkar skjóli og líka borið ávöxt. Fyrst mögulegt er að rækta í seltunni á Skaganum og öskunni á Hellu er ástar von í öðrum sóknum. Í Bjarnarfirði á Ströndum verða ræktuð ávaxtatré, í Ystafellsskógi í Kinn og Vatnaskógi líka. Stjórn Garðyrkjufélags Íslands ákvað að stofna klúbb ávaxtaræktenda. Viðbrögðin voru meiri en nokkurn óraði fyrir. Í síðustu viku komu um eitt hundrað áhugamenn um ávaxtaræktun í safnaðarheimili Neskirkju og stofnuðu klúbbinn. Nú hafa klúbbfélagar pantað á þriðja þúsund ávaxtatré frá Finnlandi til að setja í íslenska mold í vor. Það verða eplatré, kirsuberjatré, plómutré og ekki má gleyma perunum. Og plöntustöðvar landsins munu líka selja fjölda trjáa. Á næstu árum munu íslenskir ávextir vaxa, gleðja og næra. Marteinn Lúther var einu sinni spurður hvað hann myndi gera ef hann vissi að heimsendir yrði að morgni. Siðbótarmaðurinn var vitur og kenndi líftengda guðfræði og svaraði: „Ég myndi planta eplatré." Gagnvart áþján, kvíða, hörmungum, spillingu – þessum hefðbundnu heimsendum – eru fá meðul betri en að efla lífið með ræktun. Ávaxtaræktun er aðeins til góðs. Enginn skyldi heldur óttast að ávaxtatrén muni yfirtaka náttúru Íslands. Má bjóða þér kyssuber? Drengurinn hefur rétt fyrir sér, maður verður ástfanginn. Þó að litlir karlar séu bangnir við ástina kunnum við sem eldri erum henni vel og óttumst ekki brímann. Gleðin yfir mætti lífsins styrkist í huga við ræktun. Epli, plómur og perur bragðast vel. Já, takk, líka kyssuber.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun