Heiðar Austmann í gjörningi Ragga Kjartans 22. febrúar 2011 11:30 Útvarpsmaðurinn Heiðar Austmann hélt að hann væri lentur í símahrekk þegar Ragnar hringdi í hann. Fréttablaðið/Vilhelm „Þarna mætast vissulega andstæðir heimar en það er á margan hátt tímabært. Að fólk deili með sér í stað þess að deila," segir Ragnar Ísleifur Bragason, einn aðstandenda Leikhúss listamanna. Í kvöld verður annað skemmtikvöldið af sex í Þjóðleikhúskjallaranum undir yfirskriftinni Leikhús listamanna en þar koma ýmsir listamenn fram og fremja gjörninga. Athygli vekur að útvarpsmaðurinn Heiðar Austmann, dagskrárstjóri FM957, er einn þeirra sem koma fram. Hann mun fremja gjörning fyrir Ragnar Kjartansson. „Þegar Ragnar hringdi í mig fyrir helgi var ég viss um að þetta væri símahrekkur. Ég spurði strax hvort Svali og félagar hefðu fengið hann í þetta," segir Heiðar í samtali við Fréttablaðið. Heiðar segir að Ragnar hafi viljað blanda FM957 og honum sjálfum inn í list sína, því sem stöðin og hann standi fyrir. „Hann sagðist hafa hlustað á mig og fannst ég bæði heill og trúr sjálfum mér," segir Heiðar. Hlutverk útvarpsmannsins verður að lesa upp úr Opinberunarbókinni. „Ég á að gera það í FM-stíl, bara eins og ég sé að taka kynningu."Ragnar Kjartansson fer ótroðnar slóðir í listsköpun sinni.Heiðar kveðst vera spenntur fyrir kvöldinu. „Já, já. Þetta verða bara nokkrar mínútur og ég hlakka til að takast á við þetta. Ég hef samt ekki hugmynd um hvernig þetta á eftir að vera. Þetta verður líka fyrir framan fullt af fólki sem ég hef lítil samskipti haft við og mun væntanlega hafa lítil samskipti við í framtíðinni. Svo kemur bara í ljós hvað gerist. Ragnar sagði alla vega að hann gæti hugsað sér að gera meira með þetta, þannig að það er aldrei að vita nema maður verði kominn á stóra svið Borgarleikhússins einhvern daginn," segir Heiðar að endingu, eldhress að vanda. Dagskráin hefst klukkan 21 í kvöld og miðaverð er 1.200 krónur. Auk Heiðars koma fram Kría Brekkan með tónlistaratriði, Ragnar Ísleifur Bragason og Símon Birgisson; Snorri Ásmundsson og Rakel McMahon sem verða með ballettsýningu, Ásdís Sif Gunnarsdóttir sem verður með leikþátt og Saga Sigurðardóttir og fleiri með diskóljóðadans. Kynnir er sem fyrr vinjettuhöfundurinn Ármann Reynisson. hdm@frettabladid.is Lífið Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Fleiri fréttir Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Sjá meira
„Þarna mætast vissulega andstæðir heimar en það er á margan hátt tímabært. Að fólk deili með sér í stað þess að deila," segir Ragnar Ísleifur Bragason, einn aðstandenda Leikhúss listamanna. Í kvöld verður annað skemmtikvöldið af sex í Þjóðleikhúskjallaranum undir yfirskriftinni Leikhús listamanna en þar koma ýmsir listamenn fram og fremja gjörninga. Athygli vekur að útvarpsmaðurinn Heiðar Austmann, dagskrárstjóri FM957, er einn þeirra sem koma fram. Hann mun fremja gjörning fyrir Ragnar Kjartansson. „Þegar Ragnar hringdi í mig fyrir helgi var ég viss um að þetta væri símahrekkur. Ég spurði strax hvort Svali og félagar hefðu fengið hann í þetta," segir Heiðar í samtali við Fréttablaðið. Heiðar segir að Ragnar hafi viljað blanda FM957 og honum sjálfum inn í list sína, því sem stöðin og hann standi fyrir. „Hann sagðist hafa hlustað á mig og fannst ég bæði heill og trúr sjálfum mér," segir Heiðar. Hlutverk útvarpsmannsins verður að lesa upp úr Opinberunarbókinni. „Ég á að gera það í FM-stíl, bara eins og ég sé að taka kynningu."Ragnar Kjartansson fer ótroðnar slóðir í listsköpun sinni.Heiðar kveðst vera spenntur fyrir kvöldinu. „Já, já. Þetta verða bara nokkrar mínútur og ég hlakka til að takast á við þetta. Ég hef samt ekki hugmynd um hvernig þetta á eftir að vera. Þetta verður líka fyrir framan fullt af fólki sem ég hef lítil samskipti haft við og mun væntanlega hafa lítil samskipti við í framtíðinni. Svo kemur bara í ljós hvað gerist. Ragnar sagði alla vega að hann gæti hugsað sér að gera meira með þetta, þannig að það er aldrei að vita nema maður verði kominn á stóra svið Borgarleikhússins einhvern daginn," segir Heiðar að endingu, eldhress að vanda. Dagskráin hefst klukkan 21 í kvöld og miðaverð er 1.200 krónur. Auk Heiðars koma fram Kría Brekkan með tónlistaratriði, Ragnar Ísleifur Bragason og Símon Birgisson; Snorri Ásmundsson og Rakel McMahon sem verða með ballettsýningu, Ásdís Sif Gunnarsdóttir sem verður með leikþátt og Saga Sigurðardóttir og fleiri með diskóljóðadans. Kynnir er sem fyrr vinjettuhöfundurinn Ármann Reynisson. hdm@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Fleiri fréttir Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Sjá meira