Vonbrigði Atli Fannar Bjarkarson skrifar 25. febrúar 2011 00:01 Tónlist Radiohead - The King of Limbs Topplög: Little By Little, Lotus Flower, Codex Aðdáendur Radiohead fögnuðu á dögunum þegar hljómsveitin tilkynnti fyrirvaralaust að ný plata væri handan við hornið. Nokkrum dögum síðar var hún komin: King of Limbs, áttunda breiðskífa hljómsveitarinnar sem virðist ekki geta misstigið sig. Eða hvað? The King of Limbs er tormelt plata. Það er gott og blessað, enda bjóst enginn við auðveldri plötu frá Radiohead. Platan er lágstemmd, tilraunakennd og nei, ekki eins góð og við mátti búast frá jafn frábærri hljómsveit. Radiohead veldur vonbrigðum. Þrátt fyrir digurbarkalega yfirlýsingu í titlinum þá kemst The King of Limbs ekki með tærnar þar sem síðasta plata Radiohead, In Rainbows, hefur hælana. Lög á borð við Nude, Weird Fishes/Arpeggi, All I Need og Reckoner eru ljósárum framar öllu sem útlimakonungurinn býður upp á. In Rainbows markaði á sínum tíma einhvers konar tímamót í sögu Radiohead. Hljómsveitin virtist vera frjáls undan pressunni að skapa nýjan hljóm eftir að hafa sett ný tilraunakennd viðmið á plötum á borð við Kid A og Amnesiac. The King of Limbs er skref aftur á bak að því leyti að hljómsveitin er aftur byrjuð að gera tilraunir. Tilraunir sem reynast í þetta skipti ekkert sérstaklega farsælar. Platan er rislítil og skortir melódíu sem hljómsveitin hefur hingað til verið óhrædd við að bera á borð. Platan er samt ekki slæm. Þvert á móti er The King of Limbs fínasta plata. Smáskífulagið Lotus Flower er flott, rétt eins og hið rólega Codex og Little By Little sem gæti alveg eins verið á plötunni Amnesiac. Flott lög. Fínustu lög. Já já. Það væri nóg ef við værum að tala um einhverja aðra hljómsveit en Radiohead. Eins leiðinlegt og það er að verða fyrir vonbrigðum með Radiohead-plötu þá er á sama tíma léttir að sjá að hljómsveitin er ekki laus við veikleika. Radiohead er mannleg, gott fólk, en ég vona samt að næsta plata verði betri. Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Fleiri fréttir Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Tónlist Radiohead - The King of Limbs Topplög: Little By Little, Lotus Flower, Codex Aðdáendur Radiohead fögnuðu á dögunum þegar hljómsveitin tilkynnti fyrirvaralaust að ný plata væri handan við hornið. Nokkrum dögum síðar var hún komin: King of Limbs, áttunda breiðskífa hljómsveitarinnar sem virðist ekki geta misstigið sig. Eða hvað? The King of Limbs er tormelt plata. Það er gott og blessað, enda bjóst enginn við auðveldri plötu frá Radiohead. Platan er lágstemmd, tilraunakennd og nei, ekki eins góð og við mátti búast frá jafn frábærri hljómsveit. Radiohead veldur vonbrigðum. Þrátt fyrir digurbarkalega yfirlýsingu í titlinum þá kemst The King of Limbs ekki með tærnar þar sem síðasta plata Radiohead, In Rainbows, hefur hælana. Lög á borð við Nude, Weird Fishes/Arpeggi, All I Need og Reckoner eru ljósárum framar öllu sem útlimakonungurinn býður upp á. In Rainbows markaði á sínum tíma einhvers konar tímamót í sögu Radiohead. Hljómsveitin virtist vera frjáls undan pressunni að skapa nýjan hljóm eftir að hafa sett ný tilraunakennd viðmið á plötum á borð við Kid A og Amnesiac. The King of Limbs er skref aftur á bak að því leyti að hljómsveitin er aftur byrjuð að gera tilraunir. Tilraunir sem reynast í þetta skipti ekkert sérstaklega farsælar. Platan er rislítil og skortir melódíu sem hljómsveitin hefur hingað til verið óhrædd við að bera á borð. Platan er samt ekki slæm. Þvert á móti er The King of Limbs fínasta plata. Smáskífulagið Lotus Flower er flott, rétt eins og hið rólega Codex og Little By Little sem gæti alveg eins verið á plötunni Amnesiac. Flott lög. Fínustu lög. Já já. Það væri nóg ef við værum að tala um einhverja aðra hljómsveit en Radiohead. Eins leiðinlegt og það er að verða fyrir vonbrigðum með Radiohead-plötu þá er á sama tíma léttir að sjá að hljómsveitin er ekki laus við veikleika. Radiohead er mannleg, gott fólk, en ég vona samt að næsta plata verði betri.
Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Fleiri fréttir Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira