Sýnir fyrir 400 hákarla í kvikmyndabransanum 24. febrúar 2011 09:30 Lokaspretturinn Þorvaldur Davíð þarf að standa á sviði frammi fyrir fjögur hundruð hákörlum í bransanum, bæði í New York og Los Angeles. Hann frumsýnir innan skamms óperu í Juilliard-leikhúsinu sem gerist á Íslandi.Fréttablaðið/Arnþór „Þetta er byggt upp á tveggja manna senum og er svona aðaldæmið á lokaárinu,“ segir Þorvaldur Davíð Kristjánsson leiklistarnemi. Hann er á lokaári sínu í Juilliard-háskólanum í New York og fram undan eru því síðustu dagarnir í skóla. Einn hluti af náminu er sýningarvettvangur þar sem útskriftanemarnir láta ljós sitt skína frammi fyrir hákörlunum í bransanum. „Þetta er bara hluti af náminu og fylgir starfinu. Annar helmingurinn er list en hinn bisness.“ Hátt í fjögur hundruð umboðsmenn og svokallaðir „casting directors eða leikarastjórar mæta á þessar sýningar í bæði Los Angeles og New York. Þeir mæla útskriftarnemana út, meta hverjir muni eiga upp á pallborðið og hverjir ekki. „Við byrjum 4. apríl hérna í New York og fljúgum síðan til Los Angeles tveimur vikum seinna. Síðan eru einhver fundahöld í kringum þetta og annað slíkt.“ Þorvaldur vill þó ekki gera of mikið úr þessum sýningum, segir þetta svipað og aðrir háskólar geri fyrir sína nemendur; þeir reyni að mynda brú milli atvinnulífsins og skólans. „Út á þetta gengur þetta, að koma sér á framfæri og mynda tengsl.“ Þorvaldur hefur verið að leika í nokkrum sýningum á vegum skólans og segist hafa fundið fyrir smá áhuga á sér. Hann hefur átt nokkra fundi með umboðsmönnum, án þess þó að vera með neitt fast í hendi. Hann býst allt eins við því að ílengjast í New York eftir að námi lýkur, hann segir að sér líði vel í Stóra eplinu og hann er búinn að trúlofast kærustu sinni, Hrafntinnu Viktoríu. Þorvaldur þarf reyndar að koma heim til Íslands á þessu ári því hann leikur Stebba sækó í kvikmyndinni Svartur á leik. Og svo er hann að fara að frumsýna óperu í Juilliard-leikhúsinu. „Hún gerist reyndar á Íslandi í kringum 1890. Ég samdi handritið og vinur minn í skólanum sér um tónlistina.“ freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Fleiri fréttir Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Sjá meira
„Þetta er byggt upp á tveggja manna senum og er svona aðaldæmið á lokaárinu,“ segir Þorvaldur Davíð Kristjánsson leiklistarnemi. Hann er á lokaári sínu í Juilliard-háskólanum í New York og fram undan eru því síðustu dagarnir í skóla. Einn hluti af náminu er sýningarvettvangur þar sem útskriftanemarnir láta ljós sitt skína frammi fyrir hákörlunum í bransanum. „Þetta er bara hluti af náminu og fylgir starfinu. Annar helmingurinn er list en hinn bisness.“ Hátt í fjögur hundruð umboðsmenn og svokallaðir „casting directors eða leikarastjórar mæta á þessar sýningar í bæði Los Angeles og New York. Þeir mæla útskriftarnemana út, meta hverjir muni eiga upp á pallborðið og hverjir ekki. „Við byrjum 4. apríl hérna í New York og fljúgum síðan til Los Angeles tveimur vikum seinna. Síðan eru einhver fundahöld í kringum þetta og annað slíkt.“ Þorvaldur vill þó ekki gera of mikið úr þessum sýningum, segir þetta svipað og aðrir háskólar geri fyrir sína nemendur; þeir reyni að mynda brú milli atvinnulífsins og skólans. „Út á þetta gengur þetta, að koma sér á framfæri og mynda tengsl.“ Þorvaldur hefur verið að leika í nokkrum sýningum á vegum skólans og segist hafa fundið fyrir smá áhuga á sér. Hann hefur átt nokkra fundi með umboðsmönnum, án þess þó að vera með neitt fast í hendi. Hann býst allt eins við því að ílengjast í New York eftir að námi lýkur, hann segir að sér líði vel í Stóra eplinu og hann er búinn að trúlofast kærustu sinni, Hrafntinnu Viktoríu. Þorvaldur þarf reyndar að koma heim til Íslands á þessu ári því hann leikur Stebba sækó í kvikmyndinni Svartur á leik. Og svo er hann að fara að frumsýna óperu í Juilliard-leikhúsinu. „Hún gerist reyndar á Íslandi í kringum 1890. Ég samdi handritið og vinur minn í skólanum sér um tónlistina.“ freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Fleiri fréttir Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Sjá meira