Harðir bardagar í grennd við Trípolí 25. febrúar 2011 00:00 Yfirgefið flugskeyti Geitur í grennd við Tobruk láta sér fátt um flugskeytið finnast, sem hefur staðið þarna án eftirlits síðan uppreisnarmenn réðust á herstöðina fyrr í vikunni. nordicphotos/AFP Múammar Gaddafí segir að Osama bin Laden standi á bak við uppreisnina gegn sér í Líbíu. Ungt fólk sé platað með vímuefnum til þess að taka þátt í „eyðileggingu og skemmdarverkum“. Megnið af Líbíu virtist í gær komið í hendur stjórnarandstæðinga, sem fögnuðu ákaft þrátt fyrir harða bardaga í grennd við höfuðborgina Trípólí. Höfuðborgin sjálf var enn undir stjórn Gaddafís og liðsmanna hans. Hersveitir Gaddafís beittu fullu afli gegn uppreisnarmönnum í gær, réðust meðal annars á mosku þar sem hópur fólks var í setuverkfalli gegn stjórn Gaddafís. Einnig urðu átök á flugvelli sem stjórnarandstæðingar höfðu náð á sitt vald. Fullyrt var að fimmtán manns hefðu látið lífið í þessum átökum. Alls er talið að hundruð manna hafi fallið í átökunum undanfarna daga, en utanríkisráðherra Ítalíu hefur sagst halda að fjöldi látinna sé kominn yfir þúsund. Í höfuðborginni hafa borist fregnir af því að hersveitir, skipaðar bæði heimamönnum og erlendum málamiðlum, fari með vopnum um götur og skjóti handahófskennt út í loftið. Tugir manna eru sagðir hafa látið lífið þar fyrr í vikunni þegar skotið var á mótmælendur. Herinn er einnig sagður hafa gert árásir á íbúðarhús víðs vegar um borgina og tekið fólk höndum. Stjórnarandstæðingar eru sagðir hafa lokað einhverjum hverfum borgarinnar með götuvígjum, en hafi hægt um sig innan hverfanna. „Nú er tími leynilegra ógnarverka og leynilegra handtaka. Þeir fara hús úr húsi og útrýma andstæðingum stjórnarinnar þannig,“ sagði einn íbúi í borginni. Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa gagnrýnt hæg og dræm viðbrögð Sameinuðu þjóðanna og annarra alþjóðastofnana. „Amnesty International telur að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna verði tafarlaust að koma á vopnasölubanni til Líbíu sem og að frysta eignir Gaddafís og helstu ráðgjafa hans innan hers og öryggissveita,“ segir í yfirlýsingu frá Amnesty. Svissnesk stjórnvöld skýrðu frá því í gær að þau hefðu fryst allar eigur sem Gaddafí og félagar hans kunni að eiga í svissneskum fjármálafyrirtækjum. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kom einnig saman í gær til að ræða refsiaðgerðir. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Fleiri fréttir Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Sjá meira
Múammar Gaddafí segir að Osama bin Laden standi á bak við uppreisnina gegn sér í Líbíu. Ungt fólk sé platað með vímuefnum til þess að taka þátt í „eyðileggingu og skemmdarverkum“. Megnið af Líbíu virtist í gær komið í hendur stjórnarandstæðinga, sem fögnuðu ákaft þrátt fyrir harða bardaga í grennd við höfuðborgina Trípólí. Höfuðborgin sjálf var enn undir stjórn Gaddafís og liðsmanna hans. Hersveitir Gaddafís beittu fullu afli gegn uppreisnarmönnum í gær, réðust meðal annars á mosku þar sem hópur fólks var í setuverkfalli gegn stjórn Gaddafís. Einnig urðu átök á flugvelli sem stjórnarandstæðingar höfðu náð á sitt vald. Fullyrt var að fimmtán manns hefðu látið lífið í þessum átökum. Alls er talið að hundruð manna hafi fallið í átökunum undanfarna daga, en utanríkisráðherra Ítalíu hefur sagst halda að fjöldi látinna sé kominn yfir þúsund. Í höfuðborginni hafa borist fregnir af því að hersveitir, skipaðar bæði heimamönnum og erlendum málamiðlum, fari með vopnum um götur og skjóti handahófskennt út í loftið. Tugir manna eru sagðir hafa látið lífið þar fyrr í vikunni þegar skotið var á mótmælendur. Herinn er einnig sagður hafa gert árásir á íbúðarhús víðs vegar um borgina og tekið fólk höndum. Stjórnarandstæðingar eru sagðir hafa lokað einhverjum hverfum borgarinnar með götuvígjum, en hafi hægt um sig innan hverfanna. „Nú er tími leynilegra ógnarverka og leynilegra handtaka. Þeir fara hús úr húsi og útrýma andstæðingum stjórnarinnar þannig,“ sagði einn íbúi í borginni. Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa gagnrýnt hæg og dræm viðbrögð Sameinuðu þjóðanna og annarra alþjóðastofnana. „Amnesty International telur að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna verði tafarlaust að koma á vopnasölubanni til Líbíu sem og að frysta eignir Gaddafís og helstu ráðgjafa hans innan hers og öryggissveita,“ segir í yfirlýsingu frá Amnesty. Svissnesk stjórnvöld skýrðu frá því í gær að þau hefðu fryst allar eigur sem Gaddafí og félagar hans kunni að eiga í svissneskum fjármálafyrirtækjum. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kom einnig saman í gær til að ræða refsiaðgerðir. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Fleiri fréttir Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Sjá meira