Högni í Hjaltalín syngur á nýjustu plötu GusGus 9. mars 2011 09:30 Biggi veira og Daníel Ágúst úr GusGus. Ný plata kemur út eftir tvo mánuði. Fréttablaðið/Stefán Högni Egilsson í hljómsveitinni Hjaltalín syngur í þremur lögum á nýrri plötu GusGus, Arabian Horse, sem kemur út 9. maí. Högni syngur með Daníel Ágústi Haraldssyni í tveimur lögum og syngur svo eitt upp á eigin spýtur. „Högni er æðislegur. Hann er rosalega hæfileikaríkur og hann sem listamaður hefur rosalega mikið vald á þessu hljóðfæri sínu sem er röddin hans," segir Biggi veira úr GusGus. „Þetta eru geðveik lög sem hann er að syngja á þessari plötu og þau verða uppáhaldslög margra, ég get lofað því." Samstarfið varð til eftir að Högni fór til Færeyja með Daníel Ágústi og Stephani Stephensen þar sem GusGus-meðlimirnir áttu að halda tónleika. „Þeir áttu aukamiða og spurðu hvort hann vildi ekki koma í partí," segir Biggi. Hjaltalín, GusGus og Ný dönsk hafa áður unnið saman að laginu Þriggja daga vakt sem kom út síðasta sumar. Lögin þrjú þar sem Högni kemur við sögu samdi hann í samstarfi við GusGus. „Þetta var mjög skemmtilegt. Þetta eru svo fínir strákar. Það er svo létt að láta sér líða vel með þeim," segir Högni, sem er staddur á tónleikaferð erlendis með Hjaltalín. Hann hefur lítið komið nálægt danstónlist á ferli sínum og segir þessa nýjung hafa verið virkilega frískandi.Daníel Ágúst syngur í sex lögum á plötunni og Urður Hákonardóttir í þremur. „Hugmyndin var að hún myndi hjálpa okkur með bakraddir en það endaði með því að hún á þrjú viðlög á plötunni," segir Biggi, sem er ánægður með frammistöðu söngvaranna þriggja. „Ég held að það sé óhætt að segja að þetta séu skemmtilegustu söngvararnir ef þú horfir á tilfinningalega framsetningu. Það er svo rosalega mikil sál í þeim öllum þremur og þau eru öll þrjú svo djúp í sinni túlkun. Það hentar vel í þessu elektróníska umhverfi." Fyrsta lagið á Arabian Horse nefnist Selfoss og er skírt í höfuðið á uppáhaldssveitarfélagi þeirra GusGus-liða á Suðurlandi. Undirbúningur fyrir plötuna hófst einmitt í sumarbústað í Grímsnesi þar sem grunnurinn var lagður og taktarnir ákveðnir. Á meðal gestaspilara á gripnum eru Samúel J. Samúelsson og Davíð Þór Jónsson sem spilar á harmóníku og banjó. freyr@frettabladid.isEin af myndunum sem teknar voru fyrir Arabian Horse. Tónlist Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira
Högni Egilsson í hljómsveitinni Hjaltalín syngur í þremur lögum á nýrri plötu GusGus, Arabian Horse, sem kemur út 9. maí. Högni syngur með Daníel Ágústi Haraldssyni í tveimur lögum og syngur svo eitt upp á eigin spýtur. „Högni er æðislegur. Hann er rosalega hæfileikaríkur og hann sem listamaður hefur rosalega mikið vald á þessu hljóðfæri sínu sem er röddin hans," segir Biggi veira úr GusGus. „Þetta eru geðveik lög sem hann er að syngja á þessari plötu og þau verða uppáhaldslög margra, ég get lofað því." Samstarfið varð til eftir að Högni fór til Færeyja með Daníel Ágústi og Stephani Stephensen þar sem GusGus-meðlimirnir áttu að halda tónleika. „Þeir áttu aukamiða og spurðu hvort hann vildi ekki koma í partí," segir Biggi. Hjaltalín, GusGus og Ný dönsk hafa áður unnið saman að laginu Þriggja daga vakt sem kom út síðasta sumar. Lögin þrjú þar sem Högni kemur við sögu samdi hann í samstarfi við GusGus. „Þetta var mjög skemmtilegt. Þetta eru svo fínir strákar. Það er svo létt að láta sér líða vel með þeim," segir Högni, sem er staddur á tónleikaferð erlendis með Hjaltalín. Hann hefur lítið komið nálægt danstónlist á ferli sínum og segir þessa nýjung hafa verið virkilega frískandi.Daníel Ágúst syngur í sex lögum á plötunni og Urður Hákonardóttir í þremur. „Hugmyndin var að hún myndi hjálpa okkur með bakraddir en það endaði með því að hún á þrjú viðlög á plötunni," segir Biggi, sem er ánægður með frammistöðu söngvaranna þriggja. „Ég held að það sé óhætt að segja að þetta séu skemmtilegustu söngvararnir ef þú horfir á tilfinningalega framsetningu. Það er svo rosalega mikil sál í þeim öllum þremur og þau eru öll þrjú svo djúp í sinni túlkun. Það hentar vel í þessu elektróníska umhverfi." Fyrsta lagið á Arabian Horse nefnist Selfoss og er skírt í höfuðið á uppáhaldssveitarfélagi þeirra GusGus-liða á Suðurlandi. Undirbúningur fyrir plötuna hófst einmitt í sumarbústað í Grímsnesi þar sem grunnurinn var lagður og taktarnir ákveðnir. Á meðal gestaspilara á gripnum eru Samúel J. Samúelsson og Davíð Þór Jónsson sem spilar á harmóníku og banjó. freyr@frettabladid.isEin af myndunum sem teknar voru fyrir Arabian Horse.
Tónlist Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira