Spenna hjá Amazon: Frábært tækifæri fyrir íslenska sagnahefð 17. mars 2011 17:30 Höfuðstöðvar Amazon í Washington-ríki. Nordicphotos/Getty Útgáfufyrirtækið Amazon Crossing telur að viðskiptavinir sínir eigi eftir að njóta þess að lesa íslenskar bókmenntir. Tíu íslenskar bækur koma út á vegum þess á næsta ári. Bandaríska útgáfufyrirtækið Amazon Crossing, undirfyrirtæki netrisans Amazon.com, er sérlega ánægt með samstarfið við Sögueyjuna, sem er annað heiti á heiðursaðild Íslands að bókasýningunni í Frankfurt í haust. Hið nýstofnaða Amazon Crossing sérhæfir sig í útgáfu erlendra bóka bæði í prentuðu og í Kindle-rafbókarformi. Það hefur ákveðið að gefa út tíu bækur eftir jafnmarga íslenska höfunda í Bandaríkjunum á næsta ári, eins og fram kom í Fréttablaðinu fyrir skömmu. „Amazon Crossing leitar úti um allan heim að framúrskarandi bókum sem höfða til stærri lesendahóps," segir Jon Fine hjá fyrirtækinu, spurður um ástæðuna fyrir samstarfinu við Sögueyjuna. „Ísland hefur ríka bókmenntahefð og Amazon Crossing vill finna frábærar sögur og raddir og færa þær nýjum lesendahópi. Þegar við sáum hvað Ísland ætlaði að gera í kringum heiðursaðild þess að bókasýningunni í Frankfurt töldum við að með því að styðja við bakið á landinu gætum við í leiðinni lagt áherslu á aukinn sýnileika okkar í Frankfurt." Markaðurinn í Bandaríkjunum hefur að mestu verið lokaður íslenskum bókmenntum. Fine telur að breyting gæti orðið á því með þessum nýju útgáfum.Halldór Guðmundsson.„Við teljum að það sé markaður fyrir góðar sögur og sögumenn í Bandaríkjunum sem og annars staðar og frá Íslandi hafa komið mörg frábær verk. Viðskiptavinir okkar lesa bækur frá öllum heimshornum og við teljum að þeir eigi eftir að njóta þess að lesa íslenskar bókmenntir," segir Fine. „Við vitum að viðskiptavinir okkar hafa tekið íslenskum bókum vel í Þýskalandi og í öðrum Evrópulöndum og við eigum þegar nokkrar sígildar íslenskar bækur í enskri þýðingu. Við erum mjög spennt fyrir því að nota þetta tækifæri til að læra meira um íslenska sagnahefð." Spurður hvernig bækurnar tíu verða valdar segir Fine að fyrirtækið sé í viðræðum við fólk og stofnanir sem þekki íslenskt bókmenntalandslag, þar á meðal Halldór Guðmundsson, verkefnisstjóra Sögueyjunnar, sem hafi þegar komið með virkilega góðar uppástungur. „Við munum bera saman meðmæli hans og annarra við upplýsingarnar sem við höfum um áhuga hins almenna lesanda og taka ákvörðun út frá því." Fine útilokar ekki að Amazon Crossing muni gefa út bækur eftir aðra norræna höfunda í framhaldinu. „Við viljum ekki velta of mikið vöngum yfir framtíðaráformum okkar en við erum engu að síður mjög spennt fyrir bókmenntahefð þessa svæðis. Við erum alltaf að leita að góðum bókum og röddum til að færa nýjum lesendum." freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Sjá meira
Útgáfufyrirtækið Amazon Crossing telur að viðskiptavinir sínir eigi eftir að njóta þess að lesa íslenskar bókmenntir. Tíu íslenskar bækur koma út á vegum þess á næsta ári. Bandaríska útgáfufyrirtækið Amazon Crossing, undirfyrirtæki netrisans Amazon.com, er sérlega ánægt með samstarfið við Sögueyjuna, sem er annað heiti á heiðursaðild Íslands að bókasýningunni í Frankfurt í haust. Hið nýstofnaða Amazon Crossing sérhæfir sig í útgáfu erlendra bóka bæði í prentuðu og í Kindle-rafbókarformi. Það hefur ákveðið að gefa út tíu bækur eftir jafnmarga íslenska höfunda í Bandaríkjunum á næsta ári, eins og fram kom í Fréttablaðinu fyrir skömmu. „Amazon Crossing leitar úti um allan heim að framúrskarandi bókum sem höfða til stærri lesendahóps," segir Jon Fine hjá fyrirtækinu, spurður um ástæðuna fyrir samstarfinu við Sögueyjuna. „Ísland hefur ríka bókmenntahefð og Amazon Crossing vill finna frábærar sögur og raddir og færa þær nýjum lesendahópi. Þegar við sáum hvað Ísland ætlaði að gera í kringum heiðursaðild þess að bókasýningunni í Frankfurt töldum við að með því að styðja við bakið á landinu gætum við í leiðinni lagt áherslu á aukinn sýnileika okkar í Frankfurt." Markaðurinn í Bandaríkjunum hefur að mestu verið lokaður íslenskum bókmenntum. Fine telur að breyting gæti orðið á því með þessum nýju útgáfum.Halldór Guðmundsson.„Við teljum að það sé markaður fyrir góðar sögur og sögumenn í Bandaríkjunum sem og annars staðar og frá Íslandi hafa komið mörg frábær verk. Viðskiptavinir okkar lesa bækur frá öllum heimshornum og við teljum að þeir eigi eftir að njóta þess að lesa íslenskar bókmenntir," segir Fine. „Við vitum að viðskiptavinir okkar hafa tekið íslenskum bókum vel í Þýskalandi og í öðrum Evrópulöndum og við eigum þegar nokkrar sígildar íslenskar bækur í enskri þýðingu. Við erum mjög spennt fyrir því að nota þetta tækifæri til að læra meira um íslenska sagnahefð." Spurður hvernig bækurnar tíu verða valdar segir Fine að fyrirtækið sé í viðræðum við fólk og stofnanir sem þekki íslenskt bókmenntalandslag, þar á meðal Halldór Guðmundsson, verkefnisstjóra Sögueyjunnar, sem hafi þegar komið með virkilega góðar uppástungur. „Við munum bera saman meðmæli hans og annarra við upplýsingarnar sem við höfum um áhuga hins almenna lesanda og taka ákvörðun út frá því." Fine útilokar ekki að Amazon Crossing muni gefa út bækur eftir aðra norræna höfunda í framhaldinu. „Við viljum ekki velta of mikið vöngum yfir framtíðaráformum okkar en við erum engu að síður mjög spennt fyrir bókmenntahefð þessa svæðis. Við erum alltaf að leita að góðum bókum og röddum til að færa nýjum lesendum." freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Sjá meira