Semur við One Little Indian 18. mars 2011 08:00 Semur við One Little Indian Kalli kemur tónlist sinni á framfæri erlendis og heldur í tónleikaferðalag um Evrópu og Bandaríkin í sumar. Hann spilar á Græna hattinum á Akureyri á morgun.Fréttablaðið/vilhelm Nýjasta plata tónlistarmannsins Kalla kemur út á erlendri grundu í maí. Hann hefur samið við breska plötufyrirtækið One Little Indian. Tónlistarmaðurinn Karl Henry Hákonarson, betur þekktur sem Kalli, hefur gert plötusamning við breska útgáfufyrirtækið One Little Indian. Fyrirtækið mun gefa út nýjustu plötu Kalla, Last Train Home, og áætlað er að platan komi út í Evrópu, Bandaríkjunum, Ástralíu og Japan í maí. Kalli segist hafa fengið mjög góð viðbrögð við plötunni á Íslandi og er því spenntur fyrir erlendu útgáfunni. „Ég hef starfað með One Little Indian áður. Ég vann með þeim þegar ég var í hljómsveitinni Tenderfoot og við gáfum út plötu hjá þeim árið 2005. Fyrstu sólóplötuna mína gaf ég líka út hjá þeim. Ég sagði svo skilið við þá fyrir tveimur árum og í raun er þetta endurnýjun á samstarfi okkar. Þetta er allt mjög jákvætt og gott," segir Kalli en hann mun fylgja plötunni eftir í sumar og ferðast um Evrópu og Bandaríkin. „Ég er alveg rosalega spenntur." Kalli segist vera byrjaður að huga að nýrri plötu, rétt aftast í kollinum. „Maður er alltaf að semja einhver ný lög. Ég hef líka verið að semja íslenska texta fyrir aðra. Mér finnst gaman að semja íslenska texta, en það tekst ekki öllum að koma lögunum sínum á framfæri á erlendri grundu á íslensku. Það er lítill markaður hér og ég vil koma tónlistinni minni sem lengst." Á laugardaginn mun Kalli halda tónleika á Græna hattinum á Akureyri. Þar mun hann spila lög af nýjustu plötunni, Last Train Home. „Ég hef ekki spilað fyrir norðan í tvö ár, svo ég er mjög spenntur fyrir tónleikunum á laugardaginn." Tónleikarnir hefjast klukkan 22.00 og er forsala hafin í verslun Eymundsson á Glerártorgi. - eeh Lífið Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Fleiri fréttir Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Sjá meira
Nýjasta plata tónlistarmannsins Kalla kemur út á erlendri grundu í maí. Hann hefur samið við breska plötufyrirtækið One Little Indian. Tónlistarmaðurinn Karl Henry Hákonarson, betur þekktur sem Kalli, hefur gert plötusamning við breska útgáfufyrirtækið One Little Indian. Fyrirtækið mun gefa út nýjustu plötu Kalla, Last Train Home, og áætlað er að platan komi út í Evrópu, Bandaríkjunum, Ástralíu og Japan í maí. Kalli segist hafa fengið mjög góð viðbrögð við plötunni á Íslandi og er því spenntur fyrir erlendu útgáfunni. „Ég hef starfað með One Little Indian áður. Ég vann með þeim þegar ég var í hljómsveitinni Tenderfoot og við gáfum út plötu hjá þeim árið 2005. Fyrstu sólóplötuna mína gaf ég líka út hjá þeim. Ég sagði svo skilið við þá fyrir tveimur árum og í raun er þetta endurnýjun á samstarfi okkar. Þetta er allt mjög jákvætt og gott," segir Kalli en hann mun fylgja plötunni eftir í sumar og ferðast um Evrópu og Bandaríkin. „Ég er alveg rosalega spenntur." Kalli segist vera byrjaður að huga að nýrri plötu, rétt aftast í kollinum. „Maður er alltaf að semja einhver ný lög. Ég hef líka verið að semja íslenska texta fyrir aðra. Mér finnst gaman að semja íslenska texta, en það tekst ekki öllum að koma lögunum sínum á framfæri á erlendri grundu á íslensku. Það er lítill markaður hér og ég vil koma tónlistinni minni sem lengst." Á laugardaginn mun Kalli halda tónleika á Græna hattinum á Akureyri. Þar mun hann spila lög af nýjustu plötunni, Last Train Home. „Ég hef ekki spilað fyrir norðan í tvö ár, svo ég er mjög spenntur fyrir tónleikunum á laugardaginn." Tónleikarnir hefjast klukkan 22.00 og er forsala hafin í verslun Eymundsson á Glerártorgi. - eeh
Lífið Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Fleiri fréttir Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Sjá meira