Framhaldsskólanemar flykkjast norður 30. mars 2011 10:00 „Það er komin rosaleg spenna í mannskapinn hér á Akureyri," segir Óli Dagur Valtýsson, formaður skólafélags Menntaskólans á Akureyri. Hinn 9. apríl fer Söngkeppni framhaldsskólanna fram á Akureyri. Forsvarsmenn keppninnar reikna með því að gríðarlegur fjöldi framhaldsskólanema haldi norður til að hvetja sinn skóla og því ljóst að bærinn verður fullur af lífi. „Það verður allt að gerast á Akureyri þessa helgi," segir Tindur Óli Jensson, verkefnastjóri AM Events, en fyrirtækið skipuleggur söngkeppnina. Tindur segir að um 2000 nemendur fari á sjálfa söngkeppnina, en að þessa sömu helgi fari einnig fram snjóbretta- og tónlistarhátíðin AK Extreme og því verði enn þá meira um að vera norðan heiða. Margir af bestu tónlistarmönnum landsins verða í Akureyrarbæ umrædda helgi. „Við hjá AM Events verðum með áfengislaust ball fyrir 16 ára og eldri, en þar spila Agent Fresco, Danni Deluxe og Skítamórall," segir Tindur. Á Græna hattinum verður heljarinnar tónleikadagskrá á vegum AK Extreme og eins koma tónlistarmennirnir Blaz Roca og Friðrik Dór fram í Sjallanum á föstudagskvöldinu. Það verður hins vegar ekki auðvelt að fá gistingu í bænum þessa helgi, en rúmur mánuður er síðan öll gistiheimili og hótel voru fullbókuð. „Þetta er í fyrsta skipti í þau fimm ár sem við höfum séð um keppnina, að hvert einasta gistipláss á Akureyri er uppbókað. Við vorum meira að segja í vandræðum með að redda gistingu fyrir starfsmennina okkar," segir Tindur í léttum dúr. Þeir sem ekki fara norður til að fylgjast með söngkeppninni þurfa ekki að örvænta, því keppnin verður í beinni útsendingu og í opinni dagskrá á Stöð 2 og einnig í beinni útsendingu hér á Vísi. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá keppnina í fyrra í heild sinni en einnig má horfa á hana á Vísir Sjónvarp. Lífið Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira
„Það er komin rosaleg spenna í mannskapinn hér á Akureyri," segir Óli Dagur Valtýsson, formaður skólafélags Menntaskólans á Akureyri. Hinn 9. apríl fer Söngkeppni framhaldsskólanna fram á Akureyri. Forsvarsmenn keppninnar reikna með því að gríðarlegur fjöldi framhaldsskólanema haldi norður til að hvetja sinn skóla og því ljóst að bærinn verður fullur af lífi. „Það verður allt að gerast á Akureyri þessa helgi," segir Tindur Óli Jensson, verkefnastjóri AM Events, en fyrirtækið skipuleggur söngkeppnina. Tindur segir að um 2000 nemendur fari á sjálfa söngkeppnina, en að þessa sömu helgi fari einnig fram snjóbretta- og tónlistarhátíðin AK Extreme og því verði enn þá meira um að vera norðan heiða. Margir af bestu tónlistarmönnum landsins verða í Akureyrarbæ umrædda helgi. „Við hjá AM Events verðum með áfengislaust ball fyrir 16 ára og eldri, en þar spila Agent Fresco, Danni Deluxe og Skítamórall," segir Tindur. Á Græna hattinum verður heljarinnar tónleikadagskrá á vegum AK Extreme og eins koma tónlistarmennirnir Blaz Roca og Friðrik Dór fram í Sjallanum á föstudagskvöldinu. Það verður hins vegar ekki auðvelt að fá gistingu í bænum þessa helgi, en rúmur mánuður er síðan öll gistiheimili og hótel voru fullbókuð. „Þetta er í fyrsta skipti í þau fimm ár sem við höfum séð um keppnina, að hvert einasta gistipláss á Akureyri er uppbókað. Við vorum meira að segja í vandræðum með að redda gistingu fyrir starfsmennina okkar," segir Tindur í léttum dúr. Þeir sem ekki fara norður til að fylgjast með söngkeppninni þurfa ekki að örvænta, því keppnin verður í beinni útsendingu og í opinni dagskrá á Stöð 2 og einnig í beinni útsendingu hér á Vísi. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá keppnina í fyrra í heild sinni en einnig má horfa á hana á Vísir Sjónvarp.
Lífið Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira