Nóg komið af áhættusækni 31. mars 2011 05:00 Margrét Kristmannsdóttir „Mín skoðun er að það verði svo sem engin ragnarök þótt Icesave verði hafnað eins og sumir vilja halda fram,“ segir Margrét Kristmannsdóttir, formaður Samtaka verslunar og þjónustu. „En hitt er annað mál að þú hittir ekki svo mann í kaffistofu eða matarboði að ekki sé verið að ræða um að hér sé ekkert að gerast. Og ég held að það ástand muni þá halda áfram.“ Margrét segir það ekki að ástæðulausu að aðilar vinnumarkaðarins, bæði Alþýðusambandið og Samtök atvinnulífsins, leggi ofurkapp á að málið verði klárað. „Menn sjá að Icesave muni meðal annars viðhalda þessu frosti sem er í atvinnulífinu og við verðum með öllum ráðum að ná hagvexti af stað á ný.“ Margrét bendir á að í fyrra hafi hagvöxtur verið neikvæður og að í ár stefni í þrjátíu milljörðum lakari afkomu ríkissjóðs en gert hafi verið ráð fyrir. „Það er næstum sama upphæð og Icesave.“ Í öðru lagi segir Margrét óvissuna um það sem við taki vera það sem verst sé fyrir atvinnulífið. „Á meðan halda fyrirtæki að sér höndum. Ég finn það til dæmis í mínum rekstri að þegar maður sér ekki fyrir hvernig aðstæður verða eftir hálft eða heilt ár, þá sitja menn með hendur í skauti á meðan.“ Margrét segir það hafa ráðið úrslitum um að hún ætli að segja já í komandi kosningum að henni finnist þessi þjóð búin að taka nógu mikla áhættu undanfarin ár og vera allt of áhættusækin. „Áhættusæknin olli því að hér varð algjört hrun. Mér finnst að þessar kynslóðir sem bera landið uppi og stjórna því, hvort heldur sem það er í stjórnmálum eða atvinnulífi, hafi tekið nóga áhættu fyrir börnin okkar.“ Margrét segir nóg komið, valið standi á milli þess að taka á sig þrjátíu milljarða króna kostnað eða hætta á kostnað upp á 750 milljarða. Hún segir íslensku Icesave-samninganefndina hafa unnið þrekvirki í að ná fram frábærum samningi. „Þar er kostnaður sem þjóðin ræður mjög vel við og kannski ekki nema tíu prósent af heildarkostnaðinum við hrunið. En við erum einhvern veginn aldrei að tala um þessi níutíu prósent,“ segir hún og bætir við að ekkert sé að því að fá á sig eitt mark í fótboltaleik ef maður skori tvö mörk á móti og vinni leikinn. „Fyrir mér snýst Icesave um miklu alvarlegri hluti en lögfræði og ég er ekki tilbúin að taka alla þessa áhættu þegar við erum komin með þennan frábæra samning í hendurnar.“ Fréttir Icesave Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fleiri fréttir Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Sjá meira
„Mín skoðun er að það verði svo sem engin ragnarök þótt Icesave verði hafnað eins og sumir vilja halda fram,“ segir Margrét Kristmannsdóttir, formaður Samtaka verslunar og þjónustu. „En hitt er annað mál að þú hittir ekki svo mann í kaffistofu eða matarboði að ekki sé verið að ræða um að hér sé ekkert að gerast. Og ég held að það ástand muni þá halda áfram.“ Margrét segir það ekki að ástæðulausu að aðilar vinnumarkaðarins, bæði Alþýðusambandið og Samtök atvinnulífsins, leggi ofurkapp á að málið verði klárað. „Menn sjá að Icesave muni meðal annars viðhalda þessu frosti sem er í atvinnulífinu og við verðum með öllum ráðum að ná hagvexti af stað á ný.“ Margrét bendir á að í fyrra hafi hagvöxtur verið neikvæður og að í ár stefni í þrjátíu milljörðum lakari afkomu ríkissjóðs en gert hafi verið ráð fyrir. „Það er næstum sama upphæð og Icesave.“ Í öðru lagi segir Margrét óvissuna um það sem við taki vera það sem verst sé fyrir atvinnulífið. „Á meðan halda fyrirtæki að sér höndum. Ég finn það til dæmis í mínum rekstri að þegar maður sér ekki fyrir hvernig aðstæður verða eftir hálft eða heilt ár, þá sitja menn með hendur í skauti á meðan.“ Margrét segir það hafa ráðið úrslitum um að hún ætli að segja já í komandi kosningum að henni finnist þessi þjóð búin að taka nógu mikla áhættu undanfarin ár og vera allt of áhættusækin. „Áhættusæknin olli því að hér varð algjört hrun. Mér finnst að þessar kynslóðir sem bera landið uppi og stjórna því, hvort heldur sem það er í stjórnmálum eða atvinnulífi, hafi tekið nóga áhættu fyrir börnin okkar.“ Margrét segir nóg komið, valið standi á milli þess að taka á sig þrjátíu milljarða króna kostnað eða hætta á kostnað upp á 750 milljarða. Hún segir íslensku Icesave-samninganefndina hafa unnið þrekvirki í að ná fram frábærum samningi. „Þar er kostnaður sem þjóðin ræður mjög vel við og kannski ekki nema tíu prósent af heildarkostnaðinum við hrunið. En við erum einhvern veginn aldrei að tala um þessi níutíu prósent,“ segir hún og bætir við að ekkert sé að því að fá á sig eitt mark í fótboltaleik ef maður skori tvö mörk á móti og vinni leikinn. „Fyrir mér snýst Icesave um miklu alvarlegri hluti en lögfræði og ég er ekki tilbúin að taka alla þessa áhættu þegar við erum komin með þennan frábæra samning í hendurnar.“
Fréttir Icesave Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fleiri fréttir Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Sjá meira