Kostnaðurinn ekki þekkt stærð 1. apríl 2011 03:00 Jón Helgi Egilsson Það eru einkum óvissa um gengi krónunnar, heimtur úr þrotabúi Landsbankans og hvenær greitt verður út úr því sem veldur óvissu um hversu háar fjárhæðir gætu lent á íslenskum almenningi verði Icesave-samningurinn samþykktur, segir Jón Helgi Egilsson, hagfræðingur og meðlimur í Advice-hópnum. „Í fyrsta lagi er spurning um gengið sem menn eru að miða við. Samkvæmt mati Seðlabanka Íslands mun Icesave-skuldbinding þrefaldast ef gengi krónunnar fellur um 25 prósent. Sé gengi krónunnar skoðað í sögulegu samhengi er þess háttar veiking vel möguleg,“ segir Jón Helgi. „Svo er spurning hvaða gengi við eigum að miða við. Gengi dagsins er vegna gjaldeyrishafta. Ef við miðum við aflandskrónur er gengið 35 prósentum lægra,“ segir Jón. „Það er því firra að tala um að kostnaðurinn sé þekkt stærð. Þetta er opinn tékki og kostnaðurinn getur legið á bilinu frá litlu upp í hundruð milljarða króna,“ segir hann. „Rannsóknir sýna að raungengi gjaldmiðils getur verið víðsfjarri langtímameðaltali í fjölda ára. Það getur náð jafnvægi á Íslandi með hlutfallslega hárri verðbólgu. Auk þess þess getur raungengi náð jafnvægi í gegnum hlutfallslega háa verðbólgu á Íslandi og það þýðir skert lífskjör,“ segir Jón Helgi. Samninganefndin gerir ráð fyrir að greitt verði mjög hratt út úr þrotabúi Landsbankans, en tæplega þriðjungur af búinu er skulda- og hlutabréf í nýja Landsbankanum, segir Jón Helgi. Gengið sé út frá því að þessi bréf verði seld, og þá sé spurningin hverjir greiði skuldabréfið á endanum. Jón Helgi segir það á endanum falla á viðskiptavini bankans. „Ég á eftir að sjá að það sé svona auðvelt að selja þessi hluta- og skuldabréf í nýja Landsbankanum og fá gjaldeyri fyrir og að slíkt hafi ekki áhrif á gengi,“ segir Jón Helgi. „Svo getum við ekki látið sem eignaverð í heiminum sveiflist ekki; jafnvel skráðar eignir sveiflast töluvert mikið. Eignirnar eru fjárhagsleg áhætta sem bætist við gengisáhættu og áhættu vegna áætlunar um útgreiðslur. Lítil töf þar skiptir milljörðum,“ segir Jón Helgi. „Þetta er alls ekki fast í hendi enda vilja Bretar og Hollendingar ekki snerta á þessu. Af hverju ættu íslenskir skattgreiðendur að taka á sig alla áhættu þegar ávinningurinn rennur til innistæðueigenda og stjórnvalda í Bretlandi og Hollandi vegna neyðarlaganna?“ Fréttir Icesave Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fleiri fréttir Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Sjá meira
Það eru einkum óvissa um gengi krónunnar, heimtur úr þrotabúi Landsbankans og hvenær greitt verður út úr því sem veldur óvissu um hversu háar fjárhæðir gætu lent á íslenskum almenningi verði Icesave-samningurinn samþykktur, segir Jón Helgi Egilsson, hagfræðingur og meðlimur í Advice-hópnum. „Í fyrsta lagi er spurning um gengið sem menn eru að miða við. Samkvæmt mati Seðlabanka Íslands mun Icesave-skuldbinding þrefaldast ef gengi krónunnar fellur um 25 prósent. Sé gengi krónunnar skoðað í sögulegu samhengi er þess háttar veiking vel möguleg,“ segir Jón Helgi. „Svo er spurning hvaða gengi við eigum að miða við. Gengi dagsins er vegna gjaldeyrishafta. Ef við miðum við aflandskrónur er gengið 35 prósentum lægra,“ segir Jón. „Það er því firra að tala um að kostnaðurinn sé þekkt stærð. Þetta er opinn tékki og kostnaðurinn getur legið á bilinu frá litlu upp í hundruð milljarða króna,“ segir hann. „Rannsóknir sýna að raungengi gjaldmiðils getur verið víðsfjarri langtímameðaltali í fjölda ára. Það getur náð jafnvægi á Íslandi með hlutfallslega hárri verðbólgu. Auk þess þess getur raungengi náð jafnvægi í gegnum hlutfallslega háa verðbólgu á Íslandi og það þýðir skert lífskjör,“ segir Jón Helgi. Samninganefndin gerir ráð fyrir að greitt verði mjög hratt út úr þrotabúi Landsbankans, en tæplega þriðjungur af búinu er skulda- og hlutabréf í nýja Landsbankanum, segir Jón Helgi. Gengið sé út frá því að þessi bréf verði seld, og þá sé spurningin hverjir greiði skuldabréfið á endanum. Jón Helgi segir það á endanum falla á viðskiptavini bankans. „Ég á eftir að sjá að það sé svona auðvelt að selja þessi hluta- og skuldabréf í nýja Landsbankanum og fá gjaldeyri fyrir og að slíkt hafi ekki áhrif á gengi,“ segir Jón Helgi. „Svo getum við ekki látið sem eignaverð í heiminum sveiflist ekki; jafnvel skráðar eignir sveiflast töluvert mikið. Eignirnar eru fjárhagsleg áhætta sem bætist við gengisáhættu og áhættu vegna áætlunar um útgreiðslur. Lítil töf þar skiptir milljörðum,“ segir Jón Helgi. „Þetta er alls ekki fast í hendi enda vilja Bretar og Hollendingar ekki snerta á þessu. Af hverju ættu íslenskir skattgreiðendur að taka á sig alla áhættu þegar ávinningurinn rennur til innistæðueigenda og stjórnvalda í Bretlandi og Hollandi vegna neyðarlaganna?“
Fréttir Icesave Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fleiri fréttir Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Sjá meira