Valið væri auðveldara með lélegri samning 1. apríl 2011 05:00 Ef Icesave-samninganefndin undir forystu Lee Buchheit hefði ekki náð jafngóðum samningum við Breta og Hollendinga og raun ber vitni hefði Alþingi – og nú íslenska þjóðin – staðið frammi fyrir mun auðveldari ákvörðun við afgreiðslu málsins. Þetta sagði Buchheit á fyrirlestri í Háskóla Íslands í gær. Buchheit sagði val þjóðarinnar mjög erfitt og þakkaði guði fyrir að standa ekki í hennar sporum. Það snerist í raun um að leggja mat á óvissuna sem lægi sín hvoru megin kjalar, annars vegar óvissuna um gengisþróun og heimtur úr þrotabúi Landsbankans sem fylgdu já-leiðinni og hins vegar óvissuna sem óhjákvæmilega hlytist af nei-leiðinni og dómsmálinu sem líklega risi í kjölfarið. Buchheit áréttaði hins vegar að fyrri óvissuþættirnir hefðu verið hafðir mjög í huga við samningsgerðina og niðurstaða viðræðnanna tæki sérstakt mið af þeim. Þannig væru varnir gegn óhóflegri greiðslubyrði Íslendinga til dæmis innbyggðar í samningana. Á hinn bóginn hefði ekkert tillit verið tekið til óvissunnar sem skapaðist ef samningunum yrði hafnað. Buchheit sagði að yrði samningunum hafnað tæki að líkindum við langt ferli fyrir EFTA-dómstólnum og ef við töpuðum málinu þyrftum við sennilega að semja enn eina ferðina, þá um það hvernig staðið yrði að því að endurgreiða mun hærri upphæð með mun veikari samningsstöðu. Buchheit sagði að ástæðan fyrir því að Bretar og Hollendingar vildu semja væri sú að þeir óttuðust dómstólaleiðina, og ekki síst möguleg áhrif hennar á bankakerfi Evrópu í heild – jafnvel þótt þeir væru sannfærðir um rétt sinn. Samninganefnd Íslands hefði spilað á þennan ótta og einn kollegi hans í nefndinni hefði iðulega lokið fundum með því að segja háðskt: „Sjáumst í réttarsal.“ Buchheit var spurður um siðferðilega hlið málsins og svaraði því til að Íslendingar bæru talsverða ábyrgð í málinu. Hins vegar hefðu það eftir á að hyggja, að hans mati, verið mistök hjá breskum og hollenskum stjórnvöldum að greiða reikningshöfum út Icesave-innistæðurnar upp í topp. Réttast hefði líklega verið að endurreikna þær miðað við eðlilega vexti sem stóðu fólki til boði í bönkum á þessum tíma og greiða út í samræmi við það. stigur@frettabladid.is Fréttir Icesave Tengdar fréttir Afsalar sér greiðslu frá ríkinu Lee Buchheit var spurður að því á fundinum í gær hver greiddi fyrir komu hans til landsins til að halda fyrirlesturinn. 1. apríl 2011 06:00 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Fleiri fréttir „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál Sjá meira
Ef Icesave-samninganefndin undir forystu Lee Buchheit hefði ekki náð jafngóðum samningum við Breta og Hollendinga og raun ber vitni hefði Alþingi – og nú íslenska þjóðin – staðið frammi fyrir mun auðveldari ákvörðun við afgreiðslu málsins. Þetta sagði Buchheit á fyrirlestri í Háskóla Íslands í gær. Buchheit sagði val þjóðarinnar mjög erfitt og þakkaði guði fyrir að standa ekki í hennar sporum. Það snerist í raun um að leggja mat á óvissuna sem lægi sín hvoru megin kjalar, annars vegar óvissuna um gengisþróun og heimtur úr þrotabúi Landsbankans sem fylgdu já-leiðinni og hins vegar óvissuna sem óhjákvæmilega hlytist af nei-leiðinni og dómsmálinu sem líklega risi í kjölfarið. Buchheit áréttaði hins vegar að fyrri óvissuþættirnir hefðu verið hafðir mjög í huga við samningsgerðina og niðurstaða viðræðnanna tæki sérstakt mið af þeim. Þannig væru varnir gegn óhóflegri greiðslubyrði Íslendinga til dæmis innbyggðar í samningana. Á hinn bóginn hefði ekkert tillit verið tekið til óvissunnar sem skapaðist ef samningunum yrði hafnað. Buchheit sagði að yrði samningunum hafnað tæki að líkindum við langt ferli fyrir EFTA-dómstólnum og ef við töpuðum málinu þyrftum við sennilega að semja enn eina ferðina, þá um það hvernig staðið yrði að því að endurgreiða mun hærri upphæð með mun veikari samningsstöðu. Buchheit sagði að ástæðan fyrir því að Bretar og Hollendingar vildu semja væri sú að þeir óttuðust dómstólaleiðina, og ekki síst möguleg áhrif hennar á bankakerfi Evrópu í heild – jafnvel þótt þeir væru sannfærðir um rétt sinn. Samninganefnd Íslands hefði spilað á þennan ótta og einn kollegi hans í nefndinni hefði iðulega lokið fundum með því að segja háðskt: „Sjáumst í réttarsal.“ Buchheit var spurður um siðferðilega hlið málsins og svaraði því til að Íslendingar bæru talsverða ábyrgð í málinu. Hins vegar hefðu það eftir á að hyggja, að hans mati, verið mistök hjá breskum og hollenskum stjórnvöldum að greiða reikningshöfum út Icesave-innistæðurnar upp í topp. Réttast hefði líklega verið að endurreikna þær miðað við eðlilega vexti sem stóðu fólki til boði í bönkum á þessum tíma og greiða út í samræmi við það. stigur@frettabladid.is
Fréttir Icesave Tengdar fréttir Afsalar sér greiðslu frá ríkinu Lee Buchheit var spurður að því á fundinum í gær hver greiddi fyrir komu hans til landsins til að halda fyrirlesturinn. 1. apríl 2011 06:00 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Fleiri fréttir „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál Sjá meira
Afsalar sér greiðslu frá ríkinu Lee Buchheit var spurður að því á fundinum í gær hver greiddi fyrir komu hans til landsins til að halda fyrirlesturinn. 1. apríl 2011 06:00