Sólóferill Friðriks fær fljúgandi start 1. apríl 2011 16:00 í íslenska sendiráðinu Friðrik Ómar og Jóhanna Guðrún ásamt Guðmundi Árna Stefánssyni, sendiherra Íslands í Stokkhólmi, í hófi sem var haldið fyrir tónleikana. „Þetta gekk alveg eins og í lygasögu," segir tónlistarmaðurinn Friðrik Ómar. Hann hélt á miðvikudagskvöld sína fyrstu tónleika í Svíþjóð, þar sem hann hefur búið undanfarin misseri. „Þetta var ofboðslega gaman og ég fékk rosalega góðar móttökur." Tónleikarnir fóru fram í leikhúsinu Göta Lejon í Stokkhólmi og um átta hundruð manns mættu. Stemningin var gríðargóð, sérstaklega í lokalaginu þegar Friðrik söng Eurovision-lagið This Is My Life með leynigestinum Regínu Ósk. Áður hafði Friðrik sungið dúett með Jóhönnu Guðrúnu, auk þess sem hún söng Eurovision- lögin sín Is It True? og Nótt. Með tónleikunum vildi Friðrik kynna sig og sína tónlist fyrir Svíum og naut hann til þess liðsinnis íslenska sendiráðsins í Stokkhólmi. Eftir hálfs árs undirbúning mætti Friðrik vel undirbúinn til leiks með slatta af nýjum lögum í farteskinu sem hann hefur samið, öll á ensku. Einnig söng hann eitt lag á sænsku, ballöðuna Stad i ljus sem Tommy Körberg söng í Eurovision árið 1988. Friðrik viðurkennir að hafa verið svolítið stressaður fyrir tónleikana, enda voru sænskir söngvarar, umboðsmenn og fulltrúar frá útgáfufyrirtækjum á meðal gesta. Nú þegar hafa nokkrir lagahöfundar óskað eftir samstarfi við hann. „Það sem er svo gaman við að gera þetta í nýju landi er að enginn veit hver maður er. Þetta minnti mig á þegar maður var að byrja að syngja. Þá kom þessi extra fiðringur en heima var maður orðinn svo vanur að koma fram að maður hálfpartinn saknaði þess að vera stressaður," segir hann. Eitthvað af Íslendingum var í salnum, þar á meðal þingmenn sem voru á Norðurlandaráðstefnu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins voru þau Bjarni Benediktsson, Siv Friðleifsdóttir og Helgi Hjörvar á meðal gesta. Friðrik er þessa dagana að undirbúa sólóplötu með nýju lögunum og er hún væntanleg í haust. Tilefnið er þrítugsafmælið hans 4. október og heldur hann einmitt afmælistónleika í Hofi á Akureyri 1. október. Þar ætlar hann að syngja í fyrsta sinn opinberlega dúett með pabba sínum. freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Sjá meira
„Þetta gekk alveg eins og í lygasögu," segir tónlistarmaðurinn Friðrik Ómar. Hann hélt á miðvikudagskvöld sína fyrstu tónleika í Svíþjóð, þar sem hann hefur búið undanfarin misseri. „Þetta var ofboðslega gaman og ég fékk rosalega góðar móttökur." Tónleikarnir fóru fram í leikhúsinu Göta Lejon í Stokkhólmi og um átta hundruð manns mættu. Stemningin var gríðargóð, sérstaklega í lokalaginu þegar Friðrik söng Eurovision-lagið This Is My Life með leynigestinum Regínu Ósk. Áður hafði Friðrik sungið dúett með Jóhönnu Guðrúnu, auk þess sem hún söng Eurovision- lögin sín Is It True? og Nótt. Með tónleikunum vildi Friðrik kynna sig og sína tónlist fyrir Svíum og naut hann til þess liðsinnis íslenska sendiráðsins í Stokkhólmi. Eftir hálfs árs undirbúning mætti Friðrik vel undirbúinn til leiks með slatta af nýjum lögum í farteskinu sem hann hefur samið, öll á ensku. Einnig söng hann eitt lag á sænsku, ballöðuna Stad i ljus sem Tommy Körberg söng í Eurovision árið 1988. Friðrik viðurkennir að hafa verið svolítið stressaður fyrir tónleikana, enda voru sænskir söngvarar, umboðsmenn og fulltrúar frá útgáfufyrirtækjum á meðal gesta. Nú þegar hafa nokkrir lagahöfundar óskað eftir samstarfi við hann. „Það sem er svo gaman við að gera þetta í nýju landi er að enginn veit hver maður er. Þetta minnti mig á þegar maður var að byrja að syngja. Þá kom þessi extra fiðringur en heima var maður orðinn svo vanur að koma fram að maður hálfpartinn saknaði þess að vera stressaður," segir hann. Eitthvað af Íslendingum var í salnum, þar á meðal þingmenn sem voru á Norðurlandaráðstefnu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins voru þau Bjarni Benediktsson, Siv Friðleifsdóttir og Helgi Hjörvar á meðal gesta. Friðrik er þessa dagana að undirbúa sólóplötu með nýju lögunum og er hún væntanleg í haust. Tilefnið er þrítugsafmælið hans 4. október og heldur hann einmitt afmælistónleika í Hofi á Akureyri 1. október. Þar ætlar hann að syngja í fyrsta sinn opinberlega dúett með pabba sínum. freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Sjá meira