Aukinn útflutningur er lykill batans 7. apríl 2011 06:00 JP Morgan Chase í London. Í spá sinni gerir bankinn ráð fyrir að bygging álvers í Helguvík hefjist á næsta ári.Nordicphotos/AFP Hagvöxtur sem byggir á auknum útflutningi er lykillinn að efnahagsbata á Íslandi, að mati greiningar sem bankinn JPMorgan Chase í Lundúnum birti 1. apríl. Um leið bendir bankinn á að vexti útflutnings séu nokkrar skorður settar, bæði vegna þeirrar tregðu sem gjaldeyrishöft valda og hversu langan tíma taki að koma í gang verkefnum tengdum jarðvarma. Bankinn gerir í spá sinni ráð fyrir að bygging álvers í Helguvík hefjist á næsta ári. Í greiningu bankans er einnig áréttað að „já“ í kosningum um Icesave muni hjálpa til við fjármögnun á Íslandi og auka traust markaðarins á landinu. Sérstaklega eru nefndir þrír þættir þar sem óvissu yrði eytt. Í fyrsta lagi verði með því tryggð lán frá Norðurlöndunum, sem séu í heild sinni um helmingur lánafyrirgreiðslu í tengslum við efnhagsáætlun stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þá myndi „já“ leiða til hærra lánshæfismats Íslands og bæta aðgang að erlendum lánamörkuðum og flýta fyrir afnámi gjaldeyrishafta. Í þriðja lagi komi „já“ svo til með að liðka fyrir inngöngu í Evrópusambandið og upptöku evru. „Verði bæði Icesave og ESB-aðild samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu, teljum við að Ísland gæti gengið í sambandið árið 2013 og tekið upp evru nokkrum árum síðar,“ segir í greiningu bankans. - óká Mest lesið Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira
Hagvöxtur sem byggir á auknum útflutningi er lykillinn að efnahagsbata á Íslandi, að mati greiningar sem bankinn JPMorgan Chase í Lundúnum birti 1. apríl. Um leið bendir bankinn á að vexti útflutnings séu nokkrar skorður settar, bæði vegna þeirrar tregðu sem gjaldeyrishöft valda og hversu langan tíma taki að koma í gang verkefnum tengdum jarðvarma. Bankinn gerir í spá sinni ráð fyrir að bygging álvers í Helguvík hefjist á næsta ári. Í greiningu bankans er einnig áréttað að „já“ í kosningum um Icesave muni hjálpa til við fjármögnun á Íslandi og auka traust markaðarins á landinu. Sérstaklega eru nefndir þrír þættir þar sem óvissu yrði eytt. Í fyrsta lagi verði með því tryggð lán frá Norðurlöndunum, sem séu í heild sinni um helmingur lánafyrirgreiðslu í tengslum við efnhagsáætlun stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þá myndi „já“ leiða til hærra lánshæfismats Íslands og bæta aðgang að erlendum lánamörkuðum og flýta fyrir afnámi gjaldeyrishafta. Í þriðja lagi komi „já“ svo til með að liðka fyrir inngöngu í Evrópusambandið og upptöku evru. „Verði bæði Icesave og ESB-aðild samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu, teljum við að Ísland gæti gengið í sambandið árið 2013 og tekið upp evru nokkrum árum síðar,“ segir í greiningu bankans. - óká
Mest lesið Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira