Að semja eða svíkja Sighvatur Björgvinsson skrifar 7. apríl 2011 07:00 Erlendir lánveitendur íslenskra banka og fyrirtækja hafa nú þegar tapað milli 7 og 10 þúsund milljörðum króna á því að treysta Íslendingum fyrir fjármunum. Því hafa þeir tapað þrátt fyrir, að þeir hafi verið fullvissaðir um, að slíkt myndi aldrei gerast. Íslenska þjóðin stæði á bak við bankakerfi sitt. Vandi þess væri ímyndarvandi en ekki hrunhætta. Svo hrundu feysknar stoðir. Fögru fyrirheitin voru bara hluti af blekkingunni... Samt trúa því sumir, að álit Íslands sé engu að síður óskaddað hjá almenningi í útlöndum. Fólk þar hafi um annað að hugsa en Ísland. Það má vel vera. En þegar íslenska ríkið og íslensk fyrirtæki þurfa á lánsfé að halda til þess að endurfjármagna erlend lán, sem komin eru á gjalddaga, eða til að kosta atvinnuskapandi framkvæmdir þá leita þau ekki til Jóns og Siggu í útlöndum heldur til sjóða og bankastofnana, sem búnir eru að tapa hærri fjárhæðum á íslenskum aðilum en ímyndunaraflið nær yfir. Skyldi vera auðvelt að endurnýja traustið? Ef ekki tekst – hvað gerist þá? Þá gerist það, sem er nú að gerast hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Þá verður að hætta framkvæmdum, selja eignir, segja upp fólki og hækka gjöld á íslenskum almenningi. Þetta sjá landsmenn nú ljóslifandi fyrir augunum. Virðir íslenska þráablóðið aldrei staðreyndir? Hvað varð svo um allar þessar þúsundir milljarða sem íslenskir aðilar tóku til láns í útlöndum? Eitthvað af því fór til vafasamra erlendra kaupahéðna. Mikill meirihluti rann til landsmanna sjálfra. Til eigenda íslensku bankanna. Til fyrirtækja útrásarvíkinga. Til bankareikninga, sem Íslendingar áttu í Lúxemborg, á Tortóla, á Ermarsundseyjum og á Bresku Jómfrúareyjum. Til íslenskra stjórnenda bankanna. Nokkur hluti þessara töpuðu fjármuna endaði sem lánveitingar til íslenskra heimila. Hvaðan halda menn að fjármunirnir hafi komið sem gerðu bönkunum fært að bjóða upp á 100% húsnæðislán; upp á neyslulán sem gerðu íslensk heimili að skuldugustu heimilum; upp á lán í erlendum gjaldeyri, sem íslensk heimili nýttu sér óspart á þenslutímunum? Þeir komu frá erlendum sparifjáreigendum, sem íslensku bankarnir tóku að láni til þess að framlána íslenskum fyrirtækjum, íslenskum útrásarvíkingum, íslenskum stjórnendum bankanna – og íslenskum almenningi. Og svo halda menn, að orðspor Íslendinga í útlöndum sé óskaddað! Í lýðræðisríkjum velur fólk stjórnvöld í almennum kosningum. Stjórnvöld eru ekki valin til þess að stunda rifrildi í sölum Alþingis – heldur til þess m.a. að koma fram fyrir hönd þjóðarinnar á erlendum vettvangi. Þjóðin hefur gefið stjórnvöldum slíkt umboð með atkvæðum sínum. Þannig eru leikreglurnar í samskiptum þjóða. Mörgum sinnum hafa rétt kjörin íslensk stjórnvöld lýst vilja þjóðarinnar til þess að ljúka deilumáli með samningum. Á grundvelli slíkra yfirlýsinga frá ríkisstjórnum Íslands, Alþingi og Seðlabanka hafa vinaþjóðir og AGS fallist á að lána íslensku þjóðinni stórfé til þess að hún geti komist út úr hörmungunum þegar enginn annar vildi ljá okkur lið. Þrívegis hafa svo íslensk stjórnvöld með umboð þjóðarinnar samið við erlendar ríkisstjórnir um lausn mála. Tvívegis hefur Alþingi staðfest slíkan samning. Samt er ætlun margra að reka allt þetta aftur til baka. Hvorki rétt kjörin ríkisstjórn né rétt kjörið Alþingi tali fyrir hönd þjóðarinnar. Hver á þá að gera það? Hver verður til þess fáanlegur? Sá verður nú ekki merkilegur pappír að mínu mati. Verður aldrei hægt að treysta íslenskum stjórnvöldum? Verður ávallt hægt að hlaupa frá öllum samningum og yfirlýsingum sem þau gefa? Er nokkurt slíkt þjóðríki til í víðri veröld – eða ætla Íslendingar að gerast brautryðjendur um slíka stjórnhætti ofan á allt það, sem á undan er gengið? Sú þjóð, sem getið hefur sér sér orð fyrir sviksemi gagnvart erlendum lánveitendum, ætlar hún þá líka að geta sér orð fyrir sviksemi gagnvart nágranna- og vinaþjóðum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hvers vegna er ungbarnadauði lægstur á Íslandi? Þórður Þórkelsson Skoðun Skoðun Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
Erlendir lánveitendur íslenskra banka og fyrirtækja hafa nú þegar tapað milli 7 og 10 þúsund milljörðum króna á því að treysta Íslendingum fyrir fjármunum. Því hafa þeir tapað þrátt fyrir, að þeir hafi verið fullvissaðir um, að slíkt myndi aldrei gerast. Íslenska þjóðin stæði á bak við bankakerfi sitt. Vandi þess væri ímyndarvandi en ekki hrunhætta. Svo hrundu feysknar stoðir. Fögru fyrirheitin voru bara hluti af blekkingunni... Samt trúa því sumir, að álit Íslands sé engu að síður óskaddað hjá almenningi í útlöndum. Fólk þar hafi um annað að hugsa en Ísland. Það má vel vera. En þegar íslenska ríkið og íslensk fyrirtæki þurfa á lánsfé að halda til þess að endurfjármagna erlend lán, sem komin eru á gjalddaga, eða til að kosta atvinnuskapandi framkvæmdir þá leita þau ekki til Jóns og Siggu í útlöndum heldur til sjóða og bankastofnana, sem búnir eru að tapa hærri fjárhæðum á íslenskum aðilum en ímyndunaraflið nær yfir. Skyldi vera auðvelt að endurnýja traustið? Ef ekki tekst – hvað gerist þá? Þá gerist það, sem er nú að gerast hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Þá verður að hætta framkvæmdum, selja eignir, segja upp fólki og hækka gjöld á íslenskum almenningi. Þetta sjá landsmenn nú ljóslifandi fyrir augunum. Virðir íslenska þráablóðið aldrei staðreyndir? Hvað varð svo um allar þessar þúsundir milljarða sem íslenskir aðilar tóku til láns í útlöndum? Eitthvað af því fór til vafasamra erlendra kaupahéðna. Mikill meirihluti rann til landsmanna sjálfra. Til eigenda íslensku bankanna. Til fyrirtækja útrásarvíkinga. Til bankareikninga, sem Íslendingar áttu í Lúxemborg, á Tortóla, á Ermarsundseyjum og á Bresku Jómfrúareyjum. Til íslenskra stjórnenda bankanna. Nokkur hluti þessara töpuðu fjármuna endaði sem lánveitingar til íslenskra heimila. Hvaðan halda menn að fjármunirnir hafi komið sem gerðu bönkunum fært að bjóða upp á 100% húsnæðislán; upp á neyslulán sem gerðu íslensk heimili að skuldugustu heimilum; upp á lán í erlendum gjaldeyri, sem íslensk heimili nýttu sér óspart á þenslutímunum? Þeir komu frá erlendum sparifjáreigendum, sem íslensku bankarnir tóku að láni til þess að framlána íslenskum fyrirtækjum, íslenskum útrásarvíkingum, íslenskum stjórnendum bankanna – og íslenskum almenningi. Og svo halda menn, að orðspor Íslendinga í útlöndum sé óskaddað! Í lýðræðisríkjum velur fólk stjórnvöld í almennum kosningum. Stjórnvöld eru ekki valin til þess að stunda rifrildi í sölum Alþingis – heldur til þess m.a. að koma fram fyrir hönd þjóðarinnar á erlendum vettvangi. Þjóðin hefur gefið stjórnvöldum slíkt umboð með atkvæðum sínum. Þannig eru leikreglurnar í samskiptum þjóða. Mörgum sinnum hafa rétt kjörin íslensk stjórnvöld lýst vilja þjóðarinnar til þess að ljúka deilumáli með samningum. Á grundvelli slíkra yfirlýsinga frá ríkisstjórnum Íslands, Alþingi og Seðlabanka hafa vinaþjóðir og AGS fallist á að lána íslensku þjóðinni stórfé til þess að hún geti komist út úr hörmungunum þegar enginn annar vildi ljá okkur lið. Þrívegis hafa svo íslensk stjórnvöld með umboð þjóðarinnar samið við erlendar ríkisstjórnir um lausn mála. Tvívegis hefur Alþingi staðfest slíkan samning. Samt er ætlun margra að reka allt þetta aftur til baka. Hvorki rétt kjörin ríkisstjórn né rétt kjörið Alþingi tali fyrir hönd þjóðarinnar. Hver á þá að gera það? Hver verður til þess fáanlegur? Sá verður nú ekki merkilegur pappír að mínu mati. Verður aldrei hægt að treysta íslenskum stjórnvöldum? Verður ávallt hægt að hlaupa frá öllum samningum og yfirlýsingum sem þau gefa? Er nokkurt slíkt þjóðríki til í víðri veröld – eða ætla Íslendingar að gerast brautryðjendur um slíka stjórnhætti ofan á allt það, sem á undan er gengið? Sú þjóð, sem getið hefur sér sér orð fyrir sviksemi gagnvart erlendum lánveitendum, ætlar hún þá líka að geta sér orð fyrir sviksemi gagnvart nágranna- og vinaþjóðum?
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun