Stjórnarráð Íslands og lærdómar hrunsins Hrannar Björn Arnarsson skrifar 16. apríl 2011 07:00 Stjórnarráð Íslands hefur verið að breytast og eflast í samræmi við þann lærdóm sem draga má af vinnubrögðum í aðdraganda efnahagshrunsins. Frumvarp forsætisráðherra til nýrra laga um Stjórnarráð Íslands sem lagt var fram á Alþingi í vikunni er mikilvægur áfangi í þeirri vegferð. Samhæfing og samstarf ráðuneytaÚrlausn sífellt fleiri verkefna sem sinnt er innan Stjórnarráðs Íslands kallar á aðkomu tveggja eða fleiri ráðuneyta. Samkvæmt frumvarpi forsætisráðherra er skýrt kveðið á um hlutverk forsætisráðherra, sem verkstjóri ríkisstjórnarinnar, að tryggja að verkaskipting og um leið ábyrgð ráðuneyta, sé skýr og að hann geti haft frumkvæði að því að ráðuneyti samhæfi stefnu sína og aðgerðir ef á þarf að halda. Þá er í frumvarpinu einnig lögð sú sjálfsagða skylda á alla ráðherra að samhæfa stefnu og aðgerðir þegar málefni og málefnasvið ráðuneyta skarast. Því verður hvorki haldið fram að með þessu sé forsætisráðherra falið einhvers konar gerræðisvald varðandi það hvernig verkefnum verður sinnt innan Stjórnarráðs Íslands né að þetta festi í sessi „foringjaræði“ eins og einhverjir hafa sagt. Ákvæðið breytir engu um ábyrgð einstakra ráðherra á þeim verkefnum sem ráðuneyti viðkomandi sinna en er sett fram til þess að tryggja aukna samvinnu og samstarf á milli ráðuneyta við úrlausn mála í almannaþágu og til að tryggja að ráðherrar sem sannarlega ættu að hafa aðkomu að einstökum málum komi að þeim. Í þessu samhengi er mikilvægt að hafa í huga að forsætisráðherra er forystumaður ríkisstjórnar sem sameiginlega stefnir í ákveðna átt og vinnur að framgangi þeirra málefna sem ríkisstjórnin hefur sameiginlega ákveðið að beita sér fyrir. Hér er því um fullkomlega eðlilega og faglega framsetningu að ræða. Lærdómar hrunsins nýttirVið lestur skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er augljóst að skýrari verkaskipting, formfastara samráð og skilvirkara flæði upplýsinga á milli ráðuneyta og á milli ráðuneyta og stofnana þeirra hefði hugsanlega orðið til þess að fyrr og markvissar hefði verið brugðist við í aðdraganda efnahagshrunsins. Þá má lesa útúr niðurstöðum hennar að forsætisráðherra hefði mátt beita sér af meiri festu fyrir því að ráðuneytin samhæfðu viðbúnað til að bregðast við aðsteðjandi hættu. Krafan um aukna samvinnu og betra vinnulag kemur líka sterklega fram í skýrslu nefndar forsætisráðherra um endurskoðun laga um Stjórnarráð Íslands sem birt var í desember 2010 og nefndist Samhent stjórnsýsla. Sú nefnd byggði tillögur sínar m.a. á rannsókn sem fólst í viðtölum við núverandi og fyrrverandi ráðherra og stjórnendur innan Stjórnarráðs Íslands sem leiddi í ljós að kallað er eftir meiri samvinnu og samstarfi þvert á ráðuneyti. Þá er þessi árétting um frekara samstarf ráðuneyta í takt við niðurstöðu þingmannanefndar er fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis en í skýrslu hennar segir „[s]karist valdsvið tveggja eða fleiri ráðherra ber þeim með formlegum hætti að hafa samvinnu um þau vinnubrögð sem viðhöfð skulu hverju sinni þannig að ávallt sé ljóst á ábyrgðarsviði hvers þeirra er starfað.“ Aukið svigrúm til samhentra vinnubragðaTil þess að tryggja enn betur að Stjórnarráðið geti unnið samhent og markvisst að tilteknum stefnumálum hvers tíma er í frumvarpinu lagt til að ríkisstjórnir á hverjum tíma hafi meira svigrúm til þess að færa til verkefni og skipuleggja Stjórnarráð íslands. Er þetta í samræmi við 15. gr. stjórnarskrárinnar og meira í líkingu við það hvernig málum er háttað í þeim löndum sem við berum okkur einkum saman við, s.s. Danmörku og Noreg. Í þessu samhengi er mikilvægt að árétta að ákvörðun um það hver skuli vera lögbundin verkefni framkvæmdarvaldsins verður eftir sem áður að sjálfsögðu í höndum Alþingis sem og eftirlit með því hvernig sú framkvæmd gengur og breytir frumvarpið engu þar um. Frumvarpið skerpir hins vegar á mörkum milli framkvæmdarvalds og löggjafarvalds í samræmi við vaxandi kröfur þar um. Markvissar breytingar í samræmi við rannsóknarskýrsluMeð því frumvarpi sem forsætisráðherra hefur nú lagt fram á Alþingi er verið að bregðast við ábendingum rannsóknarnefndar Alþingis, þingmannanefndarinnar, starfshóp forsætisráðherra um viðbrögð stjórnsýslunnar við skýrslu rannsóknarnefndarinnar og síðast en ekki síst tillögum úr skýrslunni Samhent stjórnsýsla. Í athugasemdum við frumvarpið eru sérstakir kaflar um það hvernig frumvarpið mætir þeim tillögum sem þessar nefndir og hópar hafa sett fram á undanförnum mánuðum. Fullyrðingar um að frumvarpið fari gegn varnaðarorðum skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis eru úr lausu lofti gripnar. Þvert á móti eru í frumvarpinu og ýmsum öðrum breytingum sem unnið hefur verið að innan Stjórnarráðsins eftir hrun, markvissar tillögur og aðgerðir sem miða að því að tryggja öflugri stjórnsýslu í samræmi við ábendingar í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um breytt og betra vinnulag í Stjórnarráði Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrannar Björn Arnarsson Mest lesið Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Stjórnarráð Íslands hefur verið að breytast og eflast í samræmi við þann lærdóm sem draga má af vinnubrögðum í aðdraganda efnahagshrunsins. Frumvarp forsætisráðherra til nýrra laga um Stjórnarráð Íslands sem lagt var fram á Alþingi í vikunni er mikilvægur áfangi í þeirri vegferð. Samhæfing og samstarf ráðuneytaÚrlausn sífellt fleiri verkefna sem sinnt er innan Stjórnarráðs Íslands kallar á aðkomu tveggja eða fleiri ráðuneyta. Samkvæmt frumvarpi forsætisráðherra er skýrt kveðið á um hlutverk forsætisráðherra, sem verkstjóri ríkisstjórnarinnar, að tryggja að verkaskipting og um leið ábyrgð ráðuneyta, sé skýr og að hann geti haft frumkvæði að því að ráðuneyti samhæfi stefnu sína og aðgerðir ef á þarf að halda. Þá er í frumvarpinu einnig lögð sú sjálfsagða skylda á alla ráðherra að samhæfa stefnu og aðgerðir þegar málefni og málefnasvið ráðuneyta skarast. Því verður hvorki haldið fram að með þessu sé forsætisráðherra falið einhvers konar gerræðisvald varðandi það hvernig verkefnum verður sinnt innan Stjórnarráðs Íslands né að þetta festi í sessi „foringjaræði“ eins og einhverjir hafa sagt. Ákvæðið breytir engu um ábyrgð einstakra ráðherra á þeim verkefnum sem ráðuneyti viðkomandi sinna en er sett fram til þess að tryggja aukna samvinnu og samstarf á milli ráðuneyta við úrlausn mála í almannaþágu og til að tryggja að ráðherrar sem sannarlega ættu að hafa aðkomu að einstökum málum komi að þeim. Í þessu samhengi er mikilvægt að hafa í huga að forsætisráðherra er forystumaður ríkisstjórnar sem sameiginlega stefnir í ákveðna átt og vinnur að framgangi þeirra málefna sem ríkisstjórnin hefur sameiginlega ákveðið að beita sér fyrir. Hér er því um fullkomlega eðlilega og faglega framsetningu að ræða. Lærdómar hrunsins nýttirVið lestur skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er augljóst að skýrari verkaskipting, formfastara samráð og skilvirkara flæði upplýsinga á milli ráðuneyta og á milli ráðuneyta og stofnana þeirra hefði hugsanlega orðið til þess að fyrr og markvissar hefði verið brugðist við í aðdraganda efnahagshrunsins. Þá má lesa útúr niðurstöðum hennar að forsætisráðherra hefði mátt beita sér af meiri festu fyrir því að ráðuneytin samhæfðu viðbúnað til að bregðast við aðsteðjandi hættu. Krafan um aukna samvinnu og betra vinnulag kemur líka sterklega fram í skýrslu nefndar forsætisráðherra um endurskoðun laga um Stjórnarráð Íslands sem birt var í desember 2010 og nefndist Samhent stjórnsýsla. Sú nefnd byggði tillögur sínar m.a. á rannsókn sem fólst í viðtölum við núverandi og fyrrverandi ráðherra og stjórnendur innan Stjórnarráðs Íslands sem leiddi í ljós að kallað er eftir meiri samvinnu og samstarfi þvert á ráðuneyti. Þá er þessi árétting um frekara samstarf ráðuneyta í takt við niðurstöðu þingmannanefndar er fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis en í skýrslu hennar segir „[s]karist valdsvið tveggja eða fleiri ráðherra ber þeim með formlegum hætti að hafa samvinnu um þau vinnubrögð sem viðhöfð skulu hverju sinni þannig að ávallt sé ljóst á ábyrgðarsviði hvers þeirra er starfað.“ Aukið svigrúm til samhentra vinnubragðaTil þess að tryggja enn betur að Stjórnarráðið geti unnið samhent og markvisst að tilteknum stefnumálum hvers tíma er í frumvarpinu lagt til að ríkisstjórnir á hverjum tíma hafi meira svigrúm til þess að færa til verkefni og skipuleggja Stjórnarráð íslands. Er þetta í samræmi við 15. gr. stjórnarskrárinnar og meira í líkingu við það hvernig málum er háttað í þeim löndum sem við berum okkur einkum saman við, s.s. Danmörku og Noreg. Í þessu samhengi er mikilvægt að árétta að ákvörðun um það hver skuli vera lögbundin verkefni framkvæmdarvaldsins verður eftir sem áður að sjálfsögðu í höndum Alþingis sem og eftirlit með því hvernig sú framkvæmd gengur og breytir frumvarpið engu þar um. Frumvarpið skerpir hins vegar á mörkum milli framkvæmdarvalds og löggjafarvalds í samræmi við vaxandi kröfur þar um. Markvissar breytingar í samræmi við rannsóknarskýrsluMeð því frumvarpi sem forsætisráðherra hefur nú lagt fram á Alþingi er verið að bregðast við ábendingum rannsóknarnefndar Alþingis, þingmannanefndarinnar, starfshóp forsætisráðherra um viðbrögð stjórnsýslunnar við skýrslu rannsóknarnefndarinnar og síðast en ekki síst tillögum úr skýrslunni Samhent stjórnsýsla. Í athugasemdum við frumvarpið eru sérstakir kaflar um það hvernig frumvarpið mætir þeim tillögum sem þessar nefndir og hópar hafa sett fram á undanförnum mánuðum. Fullyrðingar um að frumvarpið fari gegn varnaðarorðum skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis eru úr lausu lofti gripnar. Þvert á móti eru í frumvarpinu og ýmsum öðrum breytingum sem unnið hefur verið að innan Stjórnarráðsins eftir hrun, markvissar tillögur og aðgerðir sem miða að því að tryggja öflugri stjórnsýslu í samræmi við ábendingar í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um breytt og betra vinnulag í Stjórnarráði Íslands.
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun