Foringinn fékk tvo rándýra gítara 19. apríl 2011 12:00 glæsilegar gjafir Björgvin Halldórsson alsæll með gítarana tvo sem hann fékk í afmælisgjöf á laugardaginn.fréttablaðið/anton „Ég hef alltaf verið hrifinn af fallegum gíturum,“ segir tónlistarmaðurinn Björgvin Halldórsson, eða Foringinn eins og hann er gjarnan kallaður innan bransans. Hann fékk tvo glæsilega gítara í sextugsafmælisgjöf á laugardagskvöld, annars vegar afmælisendurgerð af Fender Telecaster frá fæðingarári Björgvins, 1951, sem útgáfufyrirtækið Sena gaf honum og hins vegar Dobro-kjöltugítar sem hann fékk frá hljómsveitinni sinni. Nafn Björgvins var grafið í fyrrnefnda gítarinn og einnig í ólina sem honum fylgdi. Hann var keyptur í Hljóðfærahúsinu og var sá eini af þessari tegund sem var til sölu. Samkvæmt starfsmanni Hljóðfærahússins kostaði gítarinn um 250 þúsund krónur. „Ég á fyrir þrjá Telecastera en ég á engan svona,“ segir Björgvin, sem er mikill gítarsafnari og á vel yfir þrjátíu gítara. Hann á einnig nokkra kjöltugítara en engan órafmagnaðan eins og hann fékk um helgina. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins kostaði hann hátt í 100 þúsund krónur. „Þetta er náttúrlega bilun,“ segir hann um gítarsafnið sitt. Gítargjöf Senu til Björgvins er sérstaklega vegleg, sem er skiljanlegt í ljósi þess að gæfuríkt samstarf þeirra hefur staðið yfir frá árinu 1977, þegar fyrirtækið hét Hljómplötuútgáfan. „Okkur þótti það svo brjálæðislega vel við hæfi að velja eitthvað sem væri jafngamalt í hönnun og maðurinn sjálfur,“ segir Eiður Arnarsson, útgáfustjóri Senu. „Enda ljómaði hann alveg þegar hann fékk þetta.“ Björgvin segir að þrennir afmælistónleikar sínir í Háskólabíói um helgina hafi verið algjört ævintýri. „Þarna var gott fólk komið til að hlusta og hafa gaman. Við tókum þetta svolítið öðrum tökum. Við sátum á stólum, spjölluðum við fólkið og höfðum þetta kósí.“ Þrjú þúsund vinakveðjur á Facebook um helgina yljuðu honum einnig um hjartaræturnar. Til stendur að gefa tónleikana út á mynddisk fyrir jólin, auk þess sem ný plata með Björgvini og Hjartagosunum er væntanleg í sumar. Fleira er fram undan hjá Foringjanum, þar á meðal tónleikar á Blúshátíð í Reykjavík í kvöld og 200 ára afmælistónleikar Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri 17. júní með Diddú. Fjörutíu ára afmæli Brimklóar á næsta ári verður einnig haldið hátíðlegt. „Ég hef aldrei verið í betra söngstuði eins og núna. Ég er svo seinþroska,“ segir Björgvin hress. freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Sjá meira
„Ég hef alltaf verið hrifinn af fallegum gíturum,“ segir tónlistarmaðurinn Björgvin Halldórsson, eða Foringinn eins og hann er gjarnan kallaður innan bransans. Hann fékk tvo glæsilega gítara í sextugsafmælisgjöf á laugardagskvöld, annars vegar afmælisendurgerð af Fender Telecaster frá fæðingarári Björgvins, 1951, sem útgáfufyrirtækið Sena gaf honum og hins vegar Dobro-kjöltugítar sem hann fékk frá hljómsveitinni sinni. Nafn Björgvins var grafið í fyrrnefnda gítarinn og einnig í ólina sem honum fylgdi. Hann var keyptur í Hljóðfærahúsinu og var sá eini af þessari tegund sem var til sölu. Samkvæmt starfsmanni Hljóðfærahússins kostaði gítarinn um 250 þúsund krónur. „Ég á fyrir þrjá Telecastera en ég á engan svona,“ segir Björgvin, sem er mikill gítarsafnari og á vel yfir þrjátíu gítara. Hann á einnig nokkra kjöltugítara en engan órafmagnaðan eins og hann fékk um helgina. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins kostaði hann hátt í 100 þúsund krónur. „Þetta er náttúrlega bilun,“ segir hann um gítarsafnið sitt. Gítargjöf Senu til Björgvins er sérstaklega vegleg, sem er skiljanlegt í ljósi þess að gæfuríkt samstarf þeirra hefur staðið yfir frá árinu 1977, þegar fyrirtækið hét Hljómplötuútgáfan. „Okkur þótti það svo brjálæðislega vel við hæfi að velja eitthvað sem væri jafngamalt í hönnun og maðurinn sjálfur,“ segir Eiður Arnarsson, útgáfustjóri Senu. „Enda ljómaði hann alveg þegar hann fékk þetta.“ Björgvin segir að þrennir afmælistónleikar sínir í Háskólabíói um helgina hafi verið algjört ævintýri. „Þarna var gott fólk komið til að hlusta og hafa gaman. Við tókum þetta svolítið öðrum tökum. Við sátum á stólum, spjölluðum við fólkið og höfðum þetta kósí.“ Þrjú þúsund vinakveðjur á Facebook um helgina yljuðu honum einnig um hjartaræturnar. Til stendur að gefa tónleikana út á mynddisk fyrir jólin, auk þess sem ný plata með Björgvini og Hjartagosunum er væntanleg í sumar. Fleira er fram undan hjá Foringjanum, þar á meðal tónleikar á Blúshátíð í Reykjavík í kvöld og 200 ára afmælistónleikar Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri 17. júní með Diddú. Fjörutíu ára afmæli Brimklóar á næsta ári verður einnig haldið hátíðlegt. „Ég hef aldrei verið í betra söngstuði eins og núna. Ég er svo seinþroska,“ segir Björgvin hress. freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Sjá meira