Tískusystur opna vefverslun 20. apríl 2011 09:00 opna verslun Systurnar Ása og Jóna Ottesen opna nýja vefverslun á næstu dögum. Verslunin hefur fengið nafnið Lakkalakk. Ása og Jóna Ottesen opna vefverslunina Lakkalakk. Búðin á að sverja sig í ætt við NastyGal og Pixiemarket. „Það má segja að við séum að leita aftur í ræturnar með að opna búð en við höfum báðar verið viðloðandi þennan verslunar- og tískubransa lengi,“ segir Ása Ottesen, einn vinsælasti tískubloggari landsins. Hún ætlar í samvinnu við systur sína, Jónu, að opna vefverslun stútfulla af nýjustu tísku á næstu dögum. Ása hefur löngum staðið vaktina í tískuverslunum bæjarins og nú síðast í Gyllta kettinum þar sem hún starfaði sem verslunarstjóri og stílisti í nokkur ár. Jóna hefur einnig verið með annan fótinn í verslunarbransanum en hún er nú búsett í New York og hefur séð um flestöll innkaup fyrir búðina. „Jóna átti hugmyndina að þessu öllu saman og hefur verið að þeysast um New York til að finna falleg föt og ýmsa fylgihluti. Við höfum fulla trú á því að það sé markaður fyrir flotta vefverslun á Íslandi,“ segir Ása en fyrirmyndin fyrir búðinni eru vefbúðir á borð við NastyGal og Pixiemarket sem tískusinnaðir Íslendingar ættu að kannast við. Búð þeirra systra hefur fengið nafnið Lakkalakk en það liggur skemmtileg saga á bak við nafnið. „Litla systir okkar var alltaf að biðja okkur um að naglalakka sig þegar hún var lítil nema hún sagði lakkalakk í staðinn fyrir naglalakk. Þetta nafn er því okkur kært og passar vel að okkar mati,“ segir Ása en vefurinn lakkalakk.com verður ekki bara sölusíða heldur ætla systurnar að halda úti tískubloggi og gera reglulega myndaþætti og vídeó með nýjustu vörunum. Nú þegar má fá smá forskot fyrir opnunina á Facebook-síðu Lakkalakk. En er ekkert mál að opna búð? „Jú, það er sko mikið mál. Við eigum sem betur fer góða að sem hafa trú á okkur,” segir Ása og bætir við að fyrsta sendingin hafi verið að koma í hús og að fatnaðurinn líti vel út. „Mig klæjar í puttana að fá mér eitthvað sjálf en við pöntuðum bara nokkur stykki af hverri flík til að byrja með og því verð ég að sitja á mér svo það verði eitthvað til fyrir viðskiptavinina,“ segir Ása og telur niður í opnun síðunnar lakkalakk.com 20. maí. alfrun@frettabladid.is Lífið Mest lesið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Gurrý selur slotið Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Matur Fleiri fréttir Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Sjá meira
Ása og Jóna Ottesen opna vefverslunina Lakkalakk. Búðin á að sverja sig í ætt við NastyGal og Pixiemarket. „Það má segja að við séum að leita aftur í ræturnar með að opna búð en við höfum báðar verið viðloðandi þennan verslunar- og tískubransa lengi,“ segir Ása Ottesen, einn vinsælasti tískubloggari landsins. Hún ætlar í samvinnu við systur sína, Jónu, að opna vefverslun stútfulla af nýjustu tísku á næstu dögum. Ása hefur löngum staðið vaktina í tískuverslunum bæjarins og nú síðast í Gyllta kettinum þar sem hún starfaði sem verslunarstjóri og stílisti í nokkur ár. Jóna hefur einnig verið með annan fótinn í verslunarbransanum en hún er nú búsett í New York og hefur séð um flestöll innkaup fyrir búðina. „Jóna átti hugmyndina að þessu öllu saman og hefur verið að þeysast um New York til að finna falleg föt og ýmsa fylgihluti. Við höfum fulla trú á því að það sé markaður fyrir flotta vefverslun á Íslandi,“ segir Ása en fyrirmyndin fyrir búðinni eru vefbúðir á borð við NastyGal og Pixiemarket sem tískusinnaðir Íslendingar ættu að kannast við. Búð þeirra systra hefur fengið nafnið Lakkalakk en það liggur skemmtileg saga á bak við nafnið. „Litla systir okkar var alltaf að biðja okkur um að naglalakka sig þegar hún var lítil nema hún sagði lakkalakk í staðinn fyrir naglalakk. Þetta nafn er því okkur kært og passar vel að okkar mati,“ segir Ása en vefurinn lakkalakk.com verður ekki bara sölusíða heldur ætla systurnar að halda úti tískubloggi og gera reglulega myndaþætti og vídeó með nýjustu vörunum. Nú þegar má fá smá forskot fyrir opnunina á Facebook-síðu Lakkalakk. En er ekkert mál að opna búð? „Jú, það er sko mikið mál. Við eigum sem betur fer góða að sem hafa trú á okkur,” segir Ása og bætir við að fyrsta sendingin hafi verið að koma í hús og að fatnaðurinn líti vel út. „Mig klæjar í puttana að fá mér eitthvað sjálf en við pöntuðum bara nokkur stykki af hverri flík til að byrja með og því verð ég að sitja á mér svo það verði eitthvað til fyrir viðskiptavinina,“ segir Ása og telur niður í opnun síðunnar lakkalakk.com 20. maí. alfrun@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Gurrý selur slotið Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Matur Fleiri fréttir Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Sjá meira