Leitaði sér aðstoðar til Þýskalands vegna stams 10. maí 2011 09:00 „Ég stama sjálfur. Ég þekki þetta vandamál mjög vel þannig að ég átti ekkert erfitt með að leika þetta," segir kraftakarlinn Arnar Grant. Ný auglýsing Arnars og félaga hans Ívars Guðmundssonar fyrir próteindrykkinn Hámark í leikstjórn Hannesar Þórs Halldórssonar hefur vakið mikla athygli. Þar vísa þeir á skemmtilegan hátt í Óskarsverðlaunamyndina The King"s Speech sem fjallar um baráttu Georgs VI, konung Bretlands, við stam og ótta hans við að tala opinberlega. Það sem margir vita ekki er að Arnar hefur sjálfur stamað síðan í barnæsku og er því pínulítið að gera grín að sjálfum sér í auglýsingunni. „Maður á ekki að taka sjálfan sig alltof alvarlega. Hver hefur sinn djöful að draga," segir Arnar. „Mér finnst alltof margir sem eru með eitthvað mein láta það stoppa sig í því sem þá langar til að gera. Ég hef aldrei látið þetta stoppa mig í einu eða neinu." Í The King"s Speech fer aðalpersónan í talþjálfun með góðum árangri. Spurður hvort Arnar hafi gert slíkt hið sama segist hann ekki hafa farið í slíka þjálfun hér á landi. Hann fór aftur á móti til Þýskalands fyrir mörgum árum til að leita sér aðstoðar. „Þetta er bæði kostnaðarsamt hérna heima og svo finnst mér hugað mjög illa að þeim sem stama. Þeir sem stama hafa átt erfitt uppdráttar með að fá hjálp. Þetta er líka einmitt hópurinn sem veigrar sér við því að fara af stað og tala við einhverja sem geta hjálpað," greinir hann frá. „Það er fullt af hæfileikaríku fólki sem stamar sem á alls ekki að láta það hægja á sér við að láta drauma sína rætast." Lentir þú í einelti í barnæsku vegna stamsins? „Já, en ég lét það aldrei hafa áhrif á mig. Fólk talaði stundum um þetta þegar maður heyrði til og stundum fór fólk að hlæja þegar maður var að tala við það. Mörgum sem þekkja ekki þessi vandamál bregður þegar þeir tala við fólk sem stamar." Arnar og Ívar hafa sent frá sér margar skemmtilegar Hámarks-auglýsingar og ætla ekkert að hægja á sér í þeim efnum. „Við höfum gert nokkrar í viðbót í allt öðrum stíl. Við reiknum með að setja þær í gang í haust," segir Arnar hress. freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Sjá meira
„Ég stama sjálfur. Ég þekki þetta vandamál mjög vel þannig að ég átti ekkert erfitt með að leika þetta," segir kraftakarlinn Arnar Grant. Ný auglýsing Arnars og félaga hans Ívars Guðmundssonar fyrir próteindrykkinn Hámark í leikstjórn Hannesar Þórs Halldórssonar hefur vakið mikla athygli. Þar vísa þeir á skemmtilegan hátt í Óskarsverðlaunamyndina The King"s Speech sem fjallar um baráttu Georgs VI, konung Bretlands, við stam og ótta hans við að tala opinberlega. Það sem margir vita ekki er að Arnar hefur sjálfur stamað síðan í barnæsku og er því pínulítið að gera grín að sjálfum sér í auglýsingunni. „Maður á ekki að taka sjálfan sig alltof alvarlega. Hver hefur sinn djöful að draga," segir Arnar. „Mér finnst alltof margir sem eru með eitthvað mein láta það stoppa sig í því sem þá langar til að gera. Ég hef aldrei látið þetta stoppa mig í einu eða neinu." Í The King"s Speech fer aðalpersónan í talþjálfun með góðum árangri. Spurður hvort Arnar hafi gert slíkt hið sama segist hann ekki hafa farið í slíka þjálfun hér á landi. Hann fór aftur á móti til Þýskalands fyrir mörgum árum til að leita sér aðstoðar. „Þetta er bæði kostnaðarsamt hérna heima og svo finnst mér hugað mjög illa að þeim sem stama. Þeir sem stama hafa átt erfitt uppdráttar með að fá hjálp. Þetta er líka einmitt hópurinn sem veigrar sér við því að fara af stað og tala við einhverja sem geta hjálpað," greinir hann frá. „Það er fullt af hæfileikaríku fólki sem stamar sem á alls ekki að láta það hægja á sér við að láta drauma sína rætast." Lentir þú í einelti í barnæsku vegna stamsins? „Já, en ég lét það aldrei hafa áhrif á mig. Fólk talaði stundum um þetta þegar maður heyrði til og stundum fór fólk að hlæja þegar maður var að tala við það. Mörgum sem þekkja ekki þessi vandamál bregður þegar þeir tala við fólk sem stamar." Arnar og Ívar hafa sent frá sér margar skemmtilegar Hámarks-auglýsingar og ætla ekkert að hægja á sér í þeim efnum. „Við höfum gert nokkrar í viðbót í allt öðrum stíl. Við reiknum með að setja þær í gang í haust," segir Arnar hress. freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Sjá meira