Leikaranum John Travolta þykir ekkert tiltöku mál að versla bæði gjafir og nauðsynjavörur í bandarísku verslunarkeðjunni Wallmart þó hann fljúgi um heiminn í einkaþotu.
Samkvæmt innanbúðarmanni verslar Travolta reglulega í Wallmart og kaupir meðal annars fatnað sinn þar.
„Hann heimsækir verslunina reglulega og kaupir ekki aðeins fötin sín þar, heldur einnig gjafir handa vinum og ættingjum. Fjölskyldumeðlimum finnst þetta fyndið í ljósi þess hvað hann er ríkur. En þau kunna líka að meta gjafirnar því þau vita að John eyðir miklum tíma í að finna hina fullkomnu gjöf handa hverjum og einum."
Þetta er þó ekkert feimnismál fyrir leikarann því hann hefur staðfest þetta í viðtali.
„Í Wallmart fást ótrúlegar gjafir, ég keypti nokkra kjóla þar til að gefa í jólagjöf og þeir slógu í gegn," sagði hann.
Verslar í Wallmart

Mest lesið




Gamli er (ekki) alveg með'etta
Gagnrýni



Borgin býður í tívolíveislu
Tónlist

Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð
Tíska og hönnun

