Hneisa í Hörpu Þröstur Ólafsson skrifar 12. maí 2011 06:00 Daginn eftir vígslutónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpu 4. maí s.l. komu ýmsir að máli við mig og spurðu undrandi, hvernig stæði á því að þeim skyldi ekki hafa verið sjónvarpað. Landsmenn ættu heimtingu á að taka þátt í þessum einstaka viðburði. Þeir vissu sem var að frá síðasta starfi mínu hafði ég tengsl bæði til hljómsveitarinnar og Hörpu og héldu að ég hlyti að vita ástæðuna. Fannst þeim sem við mig ræddu það fáheyrt að sjónvarpa ekki frá slíkum atburði. Ég sagði eins og var að ég hefði ekki hugmynd, en taldi í fljótfærni minni að um væri að kenna áhugaleysa sjónvarpsins á alvöru menningu. Þar á bæ væri áhugi fyrir ódýru og heldur lágkúrulegu dagskrárefni. Síðan las ég á visir.is að sjónvarpið hefði verið reiðubúið til að sýna frá atburðinum, en stjórnendur Hörpu hefðu bannað það. Svo fylgdi í kjölfarið yfirlýsing frá kynningarfulltrúa Hörpu þess efnis að ástæða synjunarinnar væri að ekki hefði verið búið að ganga nægilega frá húsinu til að sjónvarpa það kvöld. En allt yrði klárt kvöldið eftir. Þá yrðu aðrir tónleikaranir teknir upp og sýndir einhverntíma seinna. Þetta fannst mér kyndug útskýring. Ekki sá ég neitt inní Eldborg þann 4. maí sem benti til þess að ekki væri í lagi að sjónvarpa þaðan. Hvað skyldi það hafa verið sem var svo ófrágengið þann 4. en komið í gott lag þann 5. maí? Þetta var mér ráðgáta. Ég hafði því samband við framkvæmdastjóra sinfóníuhljómsveitarinnar og tjáði hann mér að þar á bæ hefði verið búið að finna kostunaraðila fyrir útsendinguna, en stjórnendur Hörpu sögðu nei. Ástæðuna viss hann ekki. Ég fór því að velta fyrir mér hvað gæti legið þarna að baki. Skýring kynningarfulltrúa Hörpu var augljóslega klaufalegt yfirvarp. Þá minntist ég viðtals, sem ég annaðhvort las eða sá, við Þórunni Sigurðardóttur, forstjóra Hörpu, þar sem hún sagði að sinfónían ætlaði að halda sína fyrstu tónleika 4. maí en opnunarhátíðin yrði 13. maí. Þetta var skýringin. Sinfóníuhljómsveit Íslands, með Níundu Beethovens, Ashkenazy og Víking Heiðar mátti ekki vígja húsið formlega og þar með skyggja á hina formlegu opnunarhátíð. Því varð að skipta þessu upp. Annars vegar sinfónían með sína tónleika, hins vegar hinir sem opna formlega, þar sem bein útsending er leyfð. Stjórnendur Hörpu féllu því miður á fyrsta prófinu. Það er hneisa að vígsla hússins með fyrrnefndu stjörnuliði hafi ekki hlotið náð fyrir augum stjórnendanna og að þeir hafi gripið til þess örþrifaráðs að banna hljómsveitinni og sjónvarpinu að senda út beint frá atburðinum. Hverra hagsmuni var verið að vernda er ósvarað, því allt sem er afbrigðilegt á Íslandi tengist sérhagsmunum. Vonandi verður þetta hneyksli ekki að reglu, þannig að stjórnendur Hörpu ætli sér í framtíðinni að beita húsbóndavaldi gegn útsendingum á afburða listviðburðum, sem kunna að skyggja á aðra sem þar verða haldnir. Slíkt vald má ekki liggja hjá stjórnendum Hörpu, sem er greinlega ekki treystandi fyrir því, heldur hjá flytjendum sjálfum. En fall er fararheill. Vígsluhátíðin var í senn glæsileg og virðuleg og hæfði þessari fallegu og ofur vönduðu tónlistarhöll. Íslendingar mega vera stoltir af því að alltaf var haldið ótrautt áfram með bygginguna þrátt fyrir margan andbyr. Nú eigum við loksins menningarhelgidóm sem þolir hvaða samanburð sem er við erlend tónlistarhús. Þökkum forsvarsfólki ríkis og borgar á framkvæmdatíma fyrir framsýni, áræðni og hugvit að byggja slíkt eftirlætisheimili fyrir tónlistina, þá dýru list. Gæfa fylgi Hörpu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þröstur Ólafsson Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Sjá meira
Daginn eftir vígslutónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpu 4. maí s.l. komu ýmsir að máli við mig og spurðu undrandi, hvernig stæði á því að þeim skyldi ekki hafa verið sjónvarpað. Landsmenn ættu heimtingu á að taka þátt í þessum einstaka viðburði. Þeir vissu sem var að frá síðasta starfi mínu hafði ég tengsl bæði til hljómsveitarinnar og Hörpu og héldu að ég hlyti að vita ástæðuna. Fannst þeim sem við mig ræddu það fáheyrt að sjónvarpa ekki frá slíkum atburði. Ég sagði eins og var að ég hefði ekki hugmynd, en taldi í fljótfærni minni að um væri að kenna áhugaleysa sjónvarpsins á alvöru menningu. Þar á bæ væri áhugi fyrir ódýru og heldur lágkúrulegu dagskrárefni. Síðan las ég á visir.is að sjónvarpið hefði verið reiðubúið til að sýna frá atburðinum, en stjórnendur Hörpu hefðu bannað það. Svo fylgdi í kjölfarið yfirlýsing frá kynningarfulltrúa Hörpu þess efnis að ástæða synjunarinnar væri að ekki hefði verið búið að ganga nægilega frá húsinu til að sjónvarpa það kvöld. En allt yrði klárt kvöldið eftir. Þá yrðu aðrir tónleikaranir teknir upp og sýndir einhverntíma seinna. Þetta fannst mér kyndug útskýring. Ekki sá ég neitt inní Eldborg þann 4. maí sem benti til þess að ekki væri í lagi að sjónvarpa þaðan. Hvað skyldi það hafa verið sem var svo ófrágengið þann 4. en komið í gott lag þann 5. maí? Þetta var mér ráðgáta. Ég hafði því samband við framkvæmdastjóra sinfóníuhljómsveitarinnar og tjáði hann mér að þar á bæ hefði verið búið að finna kostunaraðila fyrir útsendinguna, en stjórnendur Hörpu sögðu nei. Ástæðuna viss hann ekki. Ég fór því að velta fyrir mér hvað gæti legið þarna að baki. Skýring kynningarfulltrúa Hörpu var augljóslega klaufalegt yfirvarp. Þá minntist ég viðtals, sem ég annaðhvort las eða sá, við Þórunni Sigurðardóttur, forstjóra Hörpu, þar sem hún sagði að sinfónían ætlaði að halda sína fyrstu tónleika 4. maí en opnunarhátíðin yrði 13. maí. Þetta var skýringin. Sinfóníuhljómsveit Íslands, með Níundu Beethovens, Ashkenazy og Víking Heiðar mátti ekki vígja húsið formlega og þar með skyggja á hina formlegu opnunarhátíð. Því varð að skipta þessu upp. Annars vegar sinfónían með sína tónleika, hins vegar hinir sem opna formlega, þar sem bein útsending er leyfð. Stjórnendur Hörpu féllu því miður á fyrsta prófinu. Það er hneisa að vígsla hússins með fyrrnefndu stjörnuliði hafi ekki hlotið náð fyrir augum stjórnendanna og að þeir hafi gripið til þess örþrifaráðs að banna hljómsveitinni og sjónvarpinu að senda út beint frá atburðinum. Hverra hagsmuni var verið að vernda er ósvarað, því allt sem er afbrigðilegt á Íslandi tengist sérhagsmunum. Vonandi verður þetta hneyksli ekki að reglu, þannig að stjórnendur Hörpu ætli sér í framtíðinni að beita húsbóndavaldi gegn útsendingum á afburða listviðburðum, sem kunna að skyggja á aðra sem þar verða haldnir. Slíkt vald má ekki liggja hjá stjórnendum Hörpu, sem er greinlega ekki treystandi fyrir því, heldur hjá flytjendum sjálfum. En fall er fararheill. Vígsluhátíðin var í senn glæsileg og virðuleg og hæfði þessari fallegu og ofur vönduðu tónlistarhöll. Íslendingar mega vera stoltir af því að alltaf var haldið ótrautt áfram með bygginguna þrátt fyrir margan andbyr. Nú eigum við loksins menningarhelgidóm sem þolir hvaða samanburð sem er við erlend tónlistarhús. Þökkum forsvarsfólki ríkis og borgar á framkvæmdatíma fyrir framsýni, áræðni og hugvit að byggja slíkt eftirlætisheimili fyrir tónlistina, þá dýru list. Gæfa fylgi Hörpu.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun