Forrík hjólabrettagoðsögn og hvers manns hugljúfi 14. maí 2011 16:00 xx Hjólabrettagoðsögnin Tony Hawk kom til landsins í vikunni og bræddi hjörtu Íslendinga eins og smjör. Hann leit við í hjólabrettahúsi í Reykjavík og hitti þar nokkra aðdáendur. „Hann [Tony Hawk] er orðinn múltímilljóner. Samt er hann ennþá trúr rótum sínum,“ segir Egill Tómasson, starfsmaður Iceland Airwaves og hjólabrettamaður af gamla skólanum. Hjólabrettagoðsögnin Tony Hawk kom til landsins á þriðjudaginn ásamt Cathy Goodman, kærustunni sinni. Hawk birti mynd af sér í Bláa lóninu á miðvikudaginn og mætti svo um kvöldið á Range Rover-jeppa í Reykjavík Skatepark þar sem hann renndi sér á bretti ásamt nokkrum heppnum hjólabrettaköppum. Egill var einn af þeim sem hitti Hawk á miðvikudagskvöldið, en hann segir það hafa verið á stefnuskránni frá því á níunda áratugnum. „Hann er búinn að vera goðsögn frá því að menn fóru af brimbrettunum á hjólabrettin,“ segir Egill. „Ég leit þvílíkt upp til hans.“ Tony Hawk hefur komið víða við á löngum ferli og hagnast vel. Hann er orðinn 43 ára gamall, átti afmæli á fimmtudaginn, en er ennþá í fullu fjöri. „Ég myndi vilja fá hann með lið og halda almennilega sýningu,“ segir Egill, en Hawk er einmitt staddur með slíka sýningu í Svíþjóð í dag. „Þessi gaur er einstakur. Hann er búinn að vera í fremstu röð frá 1986-87.“ Söngvarinn Júlí Heiðar var einnig meðal þeirra sem hittu hjólabrettagoðsögnina í Reykjavík. Hann er ekki hjólabrettakappi sjálfur, en hefur spilað tölvuleikina sem Tony Hawk leggur nafn sitt við í nokkur ár. „Þetta var fáránlega nett, maður hefur séð hann í tölvuleikjum og í sjónvarpinu, að sjá svo allt í einu manneskjuna,“ segir Júlí Heiðar og játar að Hawk sé afar viðkunnanlegur náungi. „Hann var að sýna þvílíka takta. Það var svo gaman að horfa á þetta, ég er enginn hjólabrettaaðdáandi en það var gaman að horfa á hann.“ atlifannar@frettabladid.is Lífið Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Fleiri fréttir Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Sjá meira
Hjólabrettagoðsögnin Tony Hawk kom til landsins í vikunni og bræddi hjörtu Íslendinga eins og smjör. Hann leit við í hjólabrettahúsi í Reykjavík og hitti þar nokkra aðdáendur. „Hann [Tony Hawk] er orðinn múltímilljóner. Samt er hann ennþá trúr rótum sínum,“ segir Egill Tómasson, starfsmaður Iceland Airwaves og hjólabrettamaður af gamla skólanum. Hjólabrettagoðsögnin Tony Hawk kom til landsins á þriðjudaginn ásamt Cathy Goodman, kærustunni sinni. Hawk birti mynd af sér í Bláa lóninu á miðvikudaginn og mætti svo um kvöldið á Range Rover-jeppa í Reykjavík Skatepark þar sem hann renndi sér á bretti ásamt nokkrum heppnum hjólabrettaköppum. Egill var einn af þeim sem hitti Hawk á miðvikudagskvöldið, en hann segir það hafa verið á stefnuskránni frá því á níunda áratugnum. „Hann er búinn að vera goðsögn frá því að menn fóru af brimbrettunum á hjólabrettin,“ segir Egill. „Ég leit þvílíkt upp til hans.“ Tony Hawk hefur komið víða við á löngum ferli og hagnast vel. Hann er orðinn 43 ára gamall, átti afmæli á fimmtudaginn, en er ennþá í fullu fjöri. „Ég myndi vilja fá hann með lið og halda almennilega sýningu,“ segir Egill, en Hawk er einmitt staddur með slíka sýningu í Svíþjóð í dag. „Þessi gaur er einstakur. Hann er búinn að vera í fremstu röð frá 1986-87.“ Söngvarinn Júlí Heiðar var einnig meðal þeirra sem hittu hjólabrettagoðsögnina í Reykjavík. Hann er ekki hjólabrettakappi sjálfur, en hefur spilað tölvuleikina sem Tony Hawk leggur nafn sitt við í nokkur ár. „Þetta var fáránlega nett, maður hefur séð hann í tölvuleikjum og í sjónvarpinu, að sjá svo allt í einu manneskjuna,“ segir Júlí Heiðar og játar að Hawk sé afar viðkunnanlegur náungi. „Hann var að sýna þvílíka takta. Það var svo gaman að horfa á þetta, ég er enginn hjólabrettaaðdáandi en það var gaman að horfa á hann.“ atlifannar@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Fleiri fréttir Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Sjá meira