Spennandi tónlistarsumar 14. maí 2011 08:15 spennandi sumar Margar spennandi plötur koma út í sumar, meðal annars frá Emmsjé Gauta, FM Belfast, Mugison og Jóni Jónssyni. Emmsjé Gauti, Jón Jónsson, Mugison og FM Belfast gefa út nýjar plötur í sumar sem margir bíða með mikilli eftirvæntingu. Fleiri sólríkar og spennandi útgáfur úr ýmsum áttum eru á leiðinni. Fyrsta plata rapparans Emmsjé Gauta, Bara ég, kemur út síðar í þessum mánuði á vegum Geimsteins. Gauti rappaði með Erpi Eyvindarsyni í laginu Elskum þessar mellur í fyrra og gerir það einnig á nýju plötunni í laginu Hemmi Gunn. Platan á vafalítið eftir að vekja mikið umtal og athygli. Ný plata Gus Gus, Arabian Horse, kemur út 23. maí á vegum Smekkleysu, þar sem Högni Egilsson er gestasöngvari.Önnur plata FM Belfast er væntanleg 3. júní á vegum Morr Music í samstarfi við Kimi Records og verður sveitin dugleg við að spila á hinum ýmsu tónlistarhátíðum í sumar. Þrjú ár eru liðin síðan fyrsta plata FM Belfast, How to Make Friends, kom út við mjög góðar undirtektir og verður forvitnilegt að heyra hvernig bandinu tekst að fylgja henni eftir. Sálarplata Bubba Morthens, Ég trúi á þig, kemur út á vegum Senu á 55 ára afmælisdegi rokkarans, 6. júní. Annar reynslubolti, Helgi Björnsson, gefur út sína þriðju plötu með Reiðmönnum vindanna í júní en tvær fyrstu plöturnar hafa selst eins og heitar lummur. Popparinn Jón Jónsson sendir frá sér sína fyrstu plötu í byrjun júlí hjá Senu. Hann hefur átt nokkur vinsæl lög að undanförnu og líklegt má telja að sumarlegir tónar hans eigi eftir að falla vel í kramið. Ný plata frá Mugison þar sem hann syngur á íslensku er einnig á leiðinni. Þetta verður blúsuð þjóðlagaplata og miðað við fyrsta lagið sem hefur heyrst af henni, Haglél, er heldur betur von á góðu.Önnur plata Nolo kemur út í lok júlí á vegum Kimi Records og í ágúst er svo áætluð frá Smekkleysu útgáfa á langþráðri hljóðversplötu frá rokkurunum í Ham. Á meðal annarra væntanlegra útgáfa í sumar er samstarfsverkefni Valdimars Guðmundssonar úr hljómsveitinni Valdimar og Björgvins Ívars Baldurssonar, fyrsta plata Myrru Rósar og ný plata Snorra Helgasonar. Rokkararnir í Reykjavík! eru einnig á leiðinni í hljóðver í næsta mánuði en ekki er ljóst hvort platan kemur út í sumar eða næsta vetur. Slugs, hljómsveit Sindra Eldon, gefur svo út sína aðra plötu í sumar á vegum Smekkleysu. Lay Low verður einnig í hljóðveri í maí og hyggst gera plötu á íslensku við ljóð íslenskra kvenskálda, auk þess sem Legend, ný hljómsveit Krumma Björgvinssonar og Halldórs Björnssonar, gefur út sína fyrstu plötu í sumar. freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Sjá meira
Emmsjé Gauti, Jón Jónsson, Mugison og FM Belfast gefa út nýjar plötur í sumar sem margir bíða með mikilli eftirvæntingu. Fleiri sólríkar og spennandi útgáfur úr ýmsum áttum eru á leiðinni. Fyrsta plata rapparans Emmsjé Gauta, Bara ég, kemur út síðar í þessum mánuði á vegum Geimsteins. Gauti rappaði með Erpi Eyvindarsyni í laginu Elskum þessar mellur í fyrra og gerir það einnig á nýju plötunni í laginu Hemmi Gunn. Platan á vafalítið eftir að vekja mikið umtal og athygli. Ný plata Gus Gus, Arabian Horse, kemur út 23. maí á vegum Smekkleysu, þar sem Högni Egilsson er gestasöngvari.Önnur plata FM Belfast er væntanleg 3. júní á vegum Morr Music í samstarfi við Kimi Records og verður sveitin dugleg við að spila á hinum ýmsu tónlistarhátíðum í sumar. Þrjú ár eru liðin síðan fyrsta plata FM Belfast, How to Make Friends, kom út við mjög góðar undirtektir og verður forvitnilegt að heyra hvernig bandinu tekst að fylgja henni eftir. Sálarplata Bubba Morthens, Ég trúi á þig, kemur út á vegum Senu á 55 ára afmælisdegi rokkarans, 6. júní. Annar reynslubolti, Helgi Björnsson, gefur út sína þriðju plötu með Reiðmönnum vindanna í júní en tvær fyrstu plöturnar hafa selst eins og heitar lummur. Popparinn Jón Jónsson sendir frá sér sína fyrstu plötu í byrjun júlí hjá Senu. Hann hefur átt nokkur vinsæl lög að undanförnu og líklegt má telja að sumarlegir tónar hans eigi eftir að falla vel í kramið. Ný plata frá Mugison þar sem hann syngur á íslensku er einnig á leiðinni. Þetta verður blúsuð þjóðlagaplata og miðað við fyrsta lagið sem hefur heyrst af henni, Haglél, er heldur betur von á góðu.Önnur plata Nolo kemur út í lok júlí á vegum Kimi Records og í ágúst er svo áætluð frá Smekkleysu útgáfa á langþráðri hljóðversplötu frá rokkurunum í Ham. Á meðal annarra væntanlegra útgáfa í sumar er samstarfsverkefni Valdimars Guðmundssonar úr hljómsveitinni Valdimar og Björgvins Ívars Baldurssonar, fyrsta plata Myrru Rósar og ný plata Snorra Helgasonar. Rokkararnir í Reykjavík! eru einnig á leiðinni í hljóðver í næsta mánuði en ekki er ljóst hvort platan kemur út í sumar eða næsta vetur. Slugs, hljómsveit Sindra Eldon, gefur svo út sína aðra plötu í sumar á vegum Smekkleysu. Lay Low verður einnig í hljóðveri í maí og hyggst gera plötu á íslensku við ljóð íslenskra kvenskálda, auk þess sem Legend, ný hljómsveit Krumma Björgvinssonar og Halldórs Björnssonar, gefur út sína fyrstu plötu í sumar. freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Sjá meira