Hafna kröfu landeiganda á Vatnsenda 19. maí 2011 07:00 Kópavogsbær áformaði mikla uppbyggingu við Vatnsenda og tók 864 hektara lands eignarnámi vegna hennar. Lítið hefur hins vegar orðið af uppbyggingu á svæðinu eftir bankahrunið haustið 2008.Fréttablaðið/Valli Kópavogsbær hafnar alfarið kröfu landeiganda á Vatnsenda, sem vill um 6,9 milljarða króna í bætur vegna eignarnáms. Lögmaður bæjarins segir algeran forsendubrest hafa orðið í málinu. Þorsteinn Hjaltested, landeigandi á Vatnsenda, hefur stefnt Kópavogsbæ eftir áralangar samningaviðræður sem hann telur engu hafa skilað. Stefnan verður þingfest næstkomandi miðvikudag. Kópavogsbær gerði árið 2006 eignarnám á 864 hektörum lands við Vatnsenda. Landið var í eigu Þorsteins. Í kjölfarið var samið um bætur vegna eignarnámsins. Matsnefnd eignarnámsbóta komst að þeirri niðurstöðu árið 2007 að verðmæti sáttargerðarinnar væri á bilinu 6,5 til 8 milljarðar króna. Þorsteinn fékk 2.250 milljóna króna bætur greiddar frá bænum. Auk þess hélt hann eftir 35 hektara lóð og samþykkti bærinn að skipuleggja þar íbúðabyggð. Þá átti Þorsteinn að fá nálægt tíunda hluta af íbúðum og atvinnuhúsnæði sem úthluta átti á svæðinu. Ekkert hefur hins vegar orðið af framkvæmdum á þessu svæði. Samkvæmt upplýsingum frá Sigurbirni Þorbergssyni, lögmanni Þorsteins, hefur Kópavogsbær ekki sýnt fram á að bærinn geti eða vilji efna skuldbindingar sínar aðrar en þá greiðslu sem þegar hafi verið innt af hendi. Þorsteinn telur að þar sem bærinn hafi ekki staðið við áform um uppbyggingu beri honum að efna samninginn með því að borga fyrir landið. Þorsteinn krefst nú ríflega 6,9 milljarða króna í bætur, auk dráttarvaxta frá árinu 2007.„Þarna hefur orðið allsherjar forsendubrestur,“ segir Karl Axelsson, lögmaður Kópavogsbæjar í málinu. Hann bendir á að ekkert hafi orðið af skipulagi byggðar á umræddu landsvæði af tveimur orsökum. Annars vegar hafi eftirspurn eftir lóðum hrunið í kjölfar bankahrunsins árið 2008. Hins vegar segir Karl að hluti landsins sé á vatnsverndarsvæði og ekki hafi tekist að fá þeirri vernd aflétt. Það eigi við um það svæði sem Þorsteinn hafi haldið eftir. Þorsteinn hafi vitað af þeirri áhættu þegar samningurinn hafi verið undirritaður. Hann hafi ákveðið að taka þá áhættu, og eigi því sjálfur að sitja uppi með tjón vegna þess.Karl segir að samningaviðræður hafi verið í gangi vegna málsins árum saman, og þeim verði eflaust haldið áfram þó að Kópavogsbæ verði stefnt fyrir dómstóla vegna þess. brjann@frettabladid.is Deilur um Vatnsendaland Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Sjá meira
Kópavogsbær hafnar alfarið kröfu landeiganda á Vatnsenda, sem vill um 6,9 milljarða króna í bætur vegna eignarnáms. Lögmaður bæjarins segir algeran forsendubrest hafa orðið í málinu. Þorsteinn Hjaltested, landeigandi á Vatnsenda, hefur stefnt Kópavogsbæ eftir áralangar samningaviðræður sem hann telur engu hafa skilað. Stefnan verður þingfest næstkomandi miðvikudag. Kópavogsbær gerði árið 2006 eignarnám á 864 hektörum lands við Vatnsenda. Landið var í eigu Þorsteins. Í kjölfarið var samið um bætur vegna eignarnámsins. Matsnefnd eignarnámsbóta komst að þeirri niðurstöðu árið 2007 að verðmæti sáttargerðarinnar væri á bilinu 6,5 til 8 milljarðar króna. Þorsteinn fékk 2.250 milljóna króna bætur greiddar frá bænum. Auk þess hélt hann eftir 35 hektara lóð og samþykkti bærinn að skipuleggja þar íbúðabyggð. Þá átti Þorsteinn að fá nálægt tíunda hluta af íbúðum og atvinnuhúsnæði sem úthluta átti á svæðinu. Ekkert hefur hins vegar orðið af framkvæmdum á þessu svæði. Samkvæmt upplýsingum frá Sigurbirni Þorbergssyni, lögmanni Þorsteins, hefur Kópavogsbær ekki sýnt fram á að bærinn geti eða vilji efna skuldbindingar sínar aðrar en þá greiðslu sem þegar hafi verið innt af hendi. Þorsteinn telur að þar sem bærinn hafi ekki staðið við áform um uppbyggingu beri honum að efna samninginn með því að borga fyrir landið. Þorsteinn krefst nú ríflega 6,9 milljarða króna í bætur, auk dráttarvaxta frá árinu 2007.„Þarna hefur orðið allsherjar forsendubrestur,“ segir Karl Axelsson, lögmaður Kópavogsbæjar í málinu. Hann bendir á að ekkert hafi orðið af skipulagi byggðar á umræddu landsvæði af tveimur orsökum. Annars vegar hafi eftirspurn eftir lóðum hrunið í kjölfar bankahrunsins árið 2008. Hins vegar segir Karl að hluti landsins sé á vatnsverndarsvæði og ekki hafi tekist að fá þeirri vernd aflétt. Það eigi við um það svæði sem Þorsteinn hafi haldið eftir. Þorsteinn hafi vitað af þeirri áhættu þegar samningurinn hafi verið undirritaður. Hann hafi ákveðið að taka þá áhættu, og eigi því sjálfur að sitja uppi með tjón vegna þess.Karl segir að samningaviðræður hafi verið í gangi vegna málsins árum saman, og þeim verði eflaust haldið áfram þó að Kópavogsbæ verði stefnt fyrir dómstóla vegna þess. brjann@frettabladid.is
Deilur um Vatnsendaland Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Sjá meira